Lazy-days

27 March, 2006 at 9:56 pm (Líf og fjör)

æi, maður er alltaf með allt á hælnum. Hvernig sem ég reyni að breyta sjálfri mér, þá tekst mér það hreinlega ekki. Í upphafi annarinnar, lágu 5 verkefni fyrir. Ég er búin með 2 og á þar af leiðandi 3 eftir. Úff og ég er ekki að nenna að koma mér í þau. Fyrir utan það að ég þyrfti náttúrulega að ákveða framhaldið á námi mínu. ætla ég að sækja um námskráðgjöfina aftur eins og ég var búin að ákveða, ætla ég að halda áfram í sérskipulagða MA náminu, ætla ég kannski að hætta bara í skóla og fara að vinna. Eða ætla ég kannski í eitt diplomanám, hef sé nokkur áhugaverð. Jamm þetta er höfuðverkur sem ég nenni ekki að standa í að laga.

Svo ekki sé nú talað um leti í sambandi við helv… skattaskrýsluna. Loksins þegar ég dreif í þessu, pantaði tíma hjá skattafrænda, þá gleymdist kaupa og sala eigna, hugmyndafræðin hjá mér. Svo það þarf að gera þetta aftur- ég byrjaði áðan. Get þetta hreinlega ekki ein og þarf að bruna í Grafarvoginn aftur ef frændi hjálparhella vill taka á móti mér.

Jamm svona er þetta. Ég reyndar tók mig á áðan, prentaði út nokkrar greinar fyrir eitt af þessum verkefnum, en ég bara hef ekki hugmynd um það hvernig ég á að gera þetta fjandans verkefni. Oh er það eina sem ég get sagt núna- allavega svona í bili.

Ég ætla bara að halda áfram að vera Lazy-daizy- það er fínt með Tv og sófaliggeríinu mínu sem hefur einkennt síðasta mánuð.

Skellibjallan lata kveður að sinni

Advertisements

Permalink Leave a Comment

New York- New York

24 March, 2006 at 11:55 am (Líf og fjör)

Það er aldeilis að það verður flakk á manni í maí. Haldið þið ekki bara að það sé búið að plana dagsferð til NY á meðan á dvöl okkar í USA stendur. Það verður sko gaman að prófa að fara inn í þessa geggjuðu borg. Held líka að dagsferð sé alveg nóg fyrir mig- ég meina mér finnst Köben eins og sér alveg nógu stór!!!

En þetta verður bara gaman. Við ætlum reyndar að skippa Six Flags of America til þess að komast til NY, enda er það mjög vel skipulagt hjá okkur. Við förum seinna með börnin til USA og skellum okkur þá í garðinn. Maður nennir kannski ekki með þau í útsýninsferð í stórborg- eða hvað? En við höldum okkur enn við fyrra plan að fara til Washington D.C. Það verður líka gaman. Mig langar alveg ofboðslega að fara á eitt safn sem er þar, svona Holocost safn. Mér er sagt að það sé mjög flott safn. Svo reyndar langar mig líka á Smithsonian safnið- en það tekur víst næstum því 2 ár að komast í gegnum það! Eða svona næstum því. Svo verður náttúrulega verslað smá.

Já, gelymdi ég að segja ykkur það að það eru návkæmelga 2 mánuðir í að við leggjum af stað. 2 MÁNUÐIR!!!!! Oh my oh my, það er allt of langt þangað til…. best að klára nokkur verkefni, setja upp eldhúsinnréttingu, finna sumarvinnu, taka nokkur próf og gera ýmislegt áður.

Skellibjallan kveður- í bili

Permalink 2 Comments

Árshátíðin og löggan

19 March, 2006 at 9:22 pm (Líf og fjör)

Í gærdag hittumst við hér 3 stelpur, tókum okkur til og sötruðum smá bjór. Svo fengum við litlu systur og kærasta hennar til að skutla okkur á Hereford þar sem við fegnum okkur humarsúpu og hvítvín. Svo bættist fjórða stúlkan í hópinn og þá splæstum við flottum kokteilum á okkur, létum svo panta leigara fyrir okkur og héldum á Hótel Sögu.

Þar fór svo fram árshátíðin okkur, sem tókst alveg hreint ágætlega. Það var bara hrökustuð og mér tókst að næla mér í vinning í happdrættinu. 10 tíma ljósakort og klipping, ekki slæmt. Ætli maður noti það ekki fyrir USA ferðina sína. hahahah

En það var svo árshátíð löggunnar í salnum við hliðina á okkur og vorum við ansi iðin við að halda uppi stuðinu þar- ein löggan sagði svo vera. Þetta var fínt og góðar hljómsveitir á báðum böllum, bæði okkar og löggunnar.

Eitthvað ætlaði ég mér að miðbæjast eftir að böllin voru búin en sem betur fer var það heitt og gott í bílnum hjá Hnikarri að ég ákvað að fara bara heim. Sem betur fer, veit ekki hvenær ég hefði annars skriðið heim. Allar vinkonurnar farnar og ég hefði bara ráfað um með kunningjum og skólafélögum langt fram á morgun.

En þetta var bara fínt- en dagurinn í dag var frekar sjeikí…ef svo má segja. Eyjó skellti sér austur á skot…eitthvað og við Tryggvi horfðum á teiknimyndir, lékum í playmó og kíktum aðeins í bíltúr. Nú á bara að koma sér fyrir með ís yfir 24 og Jack Bauer- sem er einmitt að byrja núna svo hér verður ekki skrifað meira.

Skellan

Permalink 4 Comments

Dr. Phil og Padeiadjamm

18 March, 2006 at 11:20 am (Líf og fjör)

Sit hér á laugardagsmorgni yfir tölvunni, rakst á Dr. Phil í sjónvarpinu- og byrjaði að glápa. Jeminn eini segi ég nú bara. Það er fjölskylda hjá honum, mamman, pabbi og tvær dætur 15 og örugglega 13 ára. En allavega lífið er náttúrulega alveg hrikalegt hjá þeim, 15 ára dóttirin er ófrísk og einhvernveginn virðist það bitna mest á þeirri 13 ára! Afhverju? Jú henni líst nefnielga ekki á þessa óléttu. Hún líður fyrir hana vegna þess að vinir hennar horfa á hana, jamm hún líður fyrir það að 15 ára systir hennar sé ólétt. Hún þaf að takast á við þetta á sinn hátt, hún vill nefnilega fara í Harvard og verða lögfræðingur. Hún skammast eldri systur sína og segir að hún hafi verið heimsk að leyfa einhverjum að gera svona við sig- að hún sé vitlaust að hafa sofið hjá kærastanum sínum fyrir giftingu og hún segir henni til syndannan og skammar foreldra sína fyrir að veita þessarri 15 ára og óléttu stúlku alla athyglina, vegna þess að hún segir að hún sjálf þurfi líka athygli, því henni líði illa yfir þessu.

Oh my god sko…. og Philinn tekur undir með þessari litlu frekjudós. Er ekki í lagi með þetta fólk! Og svo er margt annað í þessu sem að hneykslar mig svo mikið að ég verð bara að fara að skipta yfir á Formúluna.

Ja hérna hér- klikkað lið sko.

En út í annað. Það eru nú bara nokkrir klukkutíma í árshátíðina. Við ætlum að hittast hér heima, ég, Ásdís og María og taka okkur til saman. Svo liggur leiðin á eitt fínasta veitingahús bæjarins þar sem að fyrirpartý MA nema verður haldið. Reyndar erum við bara 3 sem eru MA nemar- en það kemur ekki að sök. Þrjár stórkostlega skemmtilegar stúlkur. Eftir fordrykk og jafnvel smá snakk þar verður haldið á Sögu þar sem Árshátíðin er haldin. Ég þykist viss uma ð verða ekki fyrir vonbrigðum með matinn þar og skemmtiatriðin. Svo verður haldið á ballið- sem er reyndar líka á S0gu, svo við þrufum ekki að fara langt. Svo er bara spurning hvernig kvöldið endar.

 

Permalink Leave a Comment

Raunverulegri hlutir

15 March, 2006 at 8:23 pm (Líf og fjör)

Ætli sé ekki best að koma sér niður á jörðina og fara að taka lífinu með aðeins meiri alvöru. Það þýðir ekkert að eyða dögunum í að skanna netheiminn, að finna nýjar og nýjar búðir og nýja og nýja staði í Baltimore og nágreinni. Ég hef nú alveg nógan tíma í það svona á næstu vikum.

Raunveruleikinn er sá að nú hefst mikil vinnutörn í skólanum. Allt sem að ég á að vera búin að gera- en hef ekki gert, hrannast upp hjá mér. Svo er líka skemmtun framundan. Það er nefnilega árshátíð næstu helgi, nánar tiltekið á laugardaginn.  Þemað er glimmer og glans…. en það er nú eitthvað fyrir mig! Reyndar vantar mig dress- og hvað gera menn í því? Datt í hug að plata Tinnu í að lána mér svarta kjólinn eins og í denn- veit það samt ekki. Hvað segiri þú við því Tinnsla? Ertu eitthvað á leið í bæinn *blikk blikk* Mig langar að setja glimmer á mig alla og vera dansandi glimmer!

En vissuð þið það, að það eru 0.7 mílur í næsta outlet mall frá hótelinu sem að ég verð á í Balti… og það eru 33 mílur í Six Flags of America sem er sko vatna og leiktækjagarðu. Mikið verður nú gaman hjá mér.

Skellibjallan.

Permalink 5 Comments

Baltimore

14 March, 2006 at 8:41 pm (Líf og fjör)

Ó já, þá er komið að því. Mín bara á leiðinni til Baltimore núna 24. maí. Ferðin var bókouð í dag, hótelið bókað núna seinnipartinn og svo erum við búin að vera að skoða bílaleigubíla. Ferðafélagarnir voru ekkert smá ánægður þegar ég sendi þeim svohljóðandi sms: we´re going to america…. Þau hringdu strax og flugið var bókað med det samme. Svo komu þau hér við í dag og við bókuðum saman hótel og eruma ð velta bílunum fyrir okkur. Það skemmtilegasta við þetta- er að við skötuhjúin eigum fyrir þessu öllu saman, flugi, hóteli og bíl. Jamm og jæ, svona borgar sig að spara mar´

En nú þarf að fara að spara smá svo við getum keypt okkur einhvern gjaldeyrir. Það er ekkert gaman að koma heim í skuld- eða allavega ekki alltof mikilli!

En back to buisness, þarf að fara að læra smá- hef ekki gert það að ráði í háa herrans tíð. Er ekki alveg að nenna því þessa dagana. Held að ég nenni ekki einu sinni að hugsa um það. Ætla kannski að læra smá og skoða svo smá upplýsingar um Baltimore. Bara svona til að fá smjörþefinn af þessu Ameríkuævintýri mínu.

Baltimore um dag og um kvöld. Nice??? 

baltimore dagur.jpg

Over

Permalink Leave a Comment

Er að venjast…

13 March, 2006 at 8:45 pm (Líf og fjör)

Já ég er að venjast þessu nýja umhverfi mínu í bloggheiminum. Annars vildi ég bara láta fólk vita að ef það vill sjá mynd af litlu dóttlunni hennar Unu og Krissa líka, þá má fara inn á heimsíðu pjakksins míns og sjá þar myndir af henni í mars 2006 albúminum. Hún er alveg voða voða sæt og breytist með hverjum degi. Mér finnst hún voða blönduð en margir segja að hún sé mjög lík Unu.

Annars er ekkert merkilegt í fréttum. Við bíðum bara og bíðum eftir svari frá shs í sambandi við námskeiðið þarna í vor. Við ferðalangarnir erum hins vegar farin að finna okkur hótel og veitingastaði og bílaleigubíl. Svo erum við líka farin að afla okkur upplýsinga um Baltimore og nágrenni og skoða Outlet og Mall og söfn og sýningar og allt sem að hugurinn girnist svona í útlöndum. Ég bara krossa fingur og vona að við komumst í þessa ferð sem er fyrirhuguð 24. maí….

Chá!

Permalink Leave a Comment

Er að vinna í þessu…

12 March, 2006 at 1:11 am (Líf og fjör)

Vildi bara láta ykkur vita að það þýðir ekkert að fara í fýlu út í mig þó svo að ykkar nafn eða ykkar blogg er ekki hér til hliðar. Eins ef þið eruð eitthvað óánægð með það sem ég er að gera. Ég er að læra á þetta og er að vinna í því að linka á alla. It takes time og kemur með kalda vatninu.

Permalink 3 Comments

Gafst upp á Centralinu

11 March, 2006 at 11:46 pm (Líf og fjör)

Jamm eins og margir aðrir þá hef ég gefist upp á blog.central.is. Það var alveg ömurlegt að skrifa þar.

En allavega. Nú er ég komin hingað. Held að ég muni kunna vel við mig hér. Þetta er svona ekta fyrir mig og mína skipulagningu. Fínt og snyrtilegt stjórnborð, vel skipulagt og stílhreint.

Kannski einhverjir vilji útskýringu á heiti bloggsins. Skellibjalla er náttúrulega bara ekta fyrir mig, því mér er sagt að ég sé svolítil svoleiðis. Allavega dirfðist maðurinn minn til að kalla mig löggilda skellibjöllu einn daginn gott ef hann lét ekki fyglja með að ég væri líka hávaðaseggur og blaðurskjóða- en það er líka rétt hjá honum!

Skemmtið ykkur vel yfir skrifum mínum.

Skellibjallan.

Permalink Leave a Comment