Dr. Phil og Padeiadjamm

18 March, 2006 at 11:20 am (Líf og fjör)

Sit hér á laugardagsmorgni yfir tölvunni, rakst á Dr. Phil í sjónvarpinu- og byrjaði að glápa. Jeminn eini segi ég nú bara. Það er fjölskylda hjá honum, mamman, pabbi og tvær dætur 15 og örugglega 13 ára. En allavega lífið er náttúrulega alveg hrikalegt hjá þeim, 15 ára dóttirin er ófrísk og einhvernveginn virðist það bitna mest á þeirri 13 ára! Afhverju? Jú henni líst nefnielga ekki á þessa óléttu. Hún líður fyrir hana vegna þess að vinir hennar horfa á hana, jamm hún líður fyrir það að 15 ára systir hennar sé ólétt. Hún þaf að takast á við þetta á sinn hátt, hún vill nefnilega fara í Harvard og verða lögfræðingur. Hún skammast eldri systur sína og segir að hún hafi verið heimsk að leyfa einhverjum að gera svona við sig- að hún sé vitlaust að hafa sofið hjá kærastanum sínum fyrir giftingu og hún segir henni til syndannan og skammar foreldra sína fyrir að veita þessarri 15 ára og óléttu stúlku alla athyglina, vegna þess að hún segir að hún sjálf þurfi líka athygli, því henni líði illa yfir þessu.

Oh my god sko…. og Philinn tekur undir með þessari litlu frekjudós. Er ekki í lagi með þetta fólk! Og svo er margt annað í þessu sem að hneykslar mig svo mikið að ég verð bara að fara að skipta yfir á Formúluna.

Ja hérna hér- klikkað lið sko.

En út í annað. Það eru nú bara nokkrir klukkutíma í árshátíðina. Við ætlum að hittast hér heima, ég, Ásdís og María og taka okkur til saman. Svo liggur leiðin á eitt fínasta veitingahús bæjarins þar sem að fyrirpartý MA nema verður haldið. Reyndar erum við bara 3 sem eru MA nemar- en það kemur ekki að sök. Þrjár stórkostlega skemmtilegar stúlkur. Eftir fordrykk og jafnvel smá snakk þar verður haldið á Sögu þar sem Árshátíðin er haldin. Ég þykist viss uma ð verða ekki fyrir vonbrigðum með matinn þar og skemmtiatriðin. Svo verður haldið á ballið- sem er reyndar líka á S0gu, svo við þrufum ekki að fara langt. Svo er bara spurning hvernig kvöldið endar.

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: