Árshátíðin og löggan

19 March, 2006 at 9:22 pm (Líf og fjör)

Í gærdag hittumst við hér 3 stelpur, tókum okkur til og sötruðum smá bjór. Svo fengum við litlu systur og kærasta hennar til að skutla okkur á Hereford þar sem við fegnum okkur humarsúpu og hvítvín. Svo bættist fjórða stúlkan í hópinn og þá splæstum við flottum kokteilum á okkur, létum svo panta leigara fyrir okkur og héldum á Hótel Sögu.

Þar fór svo fram árshátíðin okkur, sem tókst alveg hreint ágætlega. Það var bara hrökustuð og mér tókst að næla mér í vinning í happdrættinu. 10 tíma ljósakort og klipping, ekki slæmt. Ætli maður noti það ekki fyrir USA ferðina sína. hahahah

En það var svo árshátíð löggunnar í salnum við hliðina á okkur og vorum við ansi iðin við að halda uppi stuðinu þar- ein löggan sagði svo vera. Þetta var fínt og góðar hljómsveitir á báðum böllum, bæði okkar og löggunnar.

Eitthvað ætlaði ég mér að miðbæjast eftir að böllin voru búin en sem betur fer var það heitt og gott í bílnum hjá Hnikarri að ég ákvað að fara bara heim. Sem betur fer, veit ekki hvenær ég hefði annars skriðið heim. Allar vinkonurnar farnar og ég hefði bara ráfað um með kunningjum og skólafélögum langt fram á morgun.

En þetta var bara fínt- en dagurinn í dag var frekar sjeikí…ef svo má segja. Eyjó skellti sér austur á skot…eitthvað og við Tryggvi horfðum á teiknimyndir, lékum í playmó og kíktum aðeins í bíltúr. Nú á bara að koma sér fyrir með ís yfir 24 og Jack Bauer- sem er einmitt að byrja núna svo hér verður ekki skrifað meira.

Skellan

Advertisements

4 Comments

 1. Ásdís said,

  Hvað segirðu var dagurinn sjeikí?? Skrítið 🙂 ég held að áfengi eigi bara ekki við mig lengur- ég er ennþá smá þunn

 2. Dröfn kjúba said,

  já, sko… þetta kvöld var ansi mikil snilld..
  flott líka að fá william hung alla leið frá útlandinu til að skemmta hjá okkur í padeiu!!
  alveg óhætt að segja að sunnudeginum hafi verið vel varið í ótrúlega mikla þynnku..
  happadrættisvinningurinn minn var líka brúkaður á sunnudeginum! jább, þynnkuborgari á búllunni : ) klikkar sjaldnast. fékk meira að segja gefins sjeik með því ég var svo fín enn í gærugallanum frá kvöldinu áður!! hohohohoh
  kveðja frá kúbu

 3. Kolla said,

  Hæ og til hamingju með nýju síðuna þína. Ég vissi að ég gæti treyst á ykkur til að skemmta ykkur vel á laugardaginn 🙂 og flottar á því að skella ykkur á Hereford, ánægð með ykkur.
  sjáumst annars á eftir
  kv. Kolla

 4. María said,

  Já þetta var gott skrall 😉 og löggurnar í miklu stuði – allar nema ein..hehehe

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: