Lazy-days

27 March, 2006 at 9:56 pm (Líf og fjör)

æi, maður er alltaf með allt á hælnum. Hvernig sem ég reyni að breyta sjálfri mér, þá tekst mér það hreinlega ekki. Í upphafi annarinnar, lágu 5 verkefni fyrir. Ég er búin með 2 og á þar af leiðandi 3 eftir. Úff og ég er ekki að nenna að koma mér í þau. Fyrir utan það að ég þyrfti náttúrulega að ákveða framhaldið á námi mínu. ætla ég að sækja um námskráðgjöfina aftur eins og ég var búin að ákveða, ætla ég að halda áfram í sérskipulagða MA náminu, ætla ég kannski að hætta bara í skóla og fara að vinna. Eða ætla ég kannski í eitt diplomanám, hef sé nokkur áhugaverð. Jamm þetta er höfuðverkur sem ég nenni ekki að standa í að laga.

Svo ekki sé nú talað um leti í sambandi við helv… skattaskrýsluna. Loksins þegar ég dreif í þessu, pantaði tíma hjá skattafrænda, þá gleymdist kaupa og sala eigna, hugmyndafræðin hjá mér. Svo það þarf að gera þetta aftur- ég byrjaði áðan. Get þetta hreinlega ekki ein og þarf að bruna í Grafarvoginn aftur ef frændi hjálparhella vill taka á móti mér.

Jamm svona er þetta. Ég reyndar tók mig á áðan, prentaði út nokkrar greinar fyrir eitt af þessum verkefnum, en ég bara hef ekki hugmynd um það hvernig ég á að gera þetta fjandans verkefni. Oh er það eina sem ég get sagt núna- allavega svona í bili.

Ég ætla bara að halda áfram að vera Lazy-daizy- það er fínt með Tv og sófaliggeríinu mínu sem hefur einkennt síðasta mánuð.

Skellibjallan lata kveður að sinni

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: