Komin á kunnar slóðir

30 April, 2006 at 7:09 pm (Líf og fjör)

Jæja þá er það hafið- próftímabilið ógurlega. Ég er mætt, galsvösk að venju í Odda, með allt mitt hafurtask. Búin að bjóða fjölskyldunni út að borða- því að ég er svo bissý að ég nennti ekki að eyða þeim litla tíma sem ég hafði yfir pottunum.

En þetta verður stutt tímabil. Ég er búin 8.maí og þá er komin sumar hjá mér. Ég á bara eftir að klára eina ritgerð og taka eitt próf á næstu 8 dögum og voila….allt búið, wham…bamm…búmm.

 Verð nú að viðurkenna að Baltomoreferðin er farin að sækja aðeins á mig. Verð að viðurkenna að ég er svona í huganum farin að spá og spekúlera hvað ég ætla nú að versla og hvernig ég eigi að eyða þessum dögum. Læt það þó ekki eftir mér að fara í leit á netinu. Geri það bara þegar ég er búin með þetta tímabil mitt, þetta próftímabil.

En allavega, vildi bara svona rétt láta heyra í mér. Vil líka minna á kommentakerfið mitt. Það er ekkert leiðinlegra en að blogga og fá engin komment. Líka óskaplega sorglegt fyrir hina sem skoða að sjá að enginn kommenti hjá mér. Þá mætti halda að ég ætti enga vini!!!! Takið það til athugunar.

Kveð að sinni, beint úr Odda.

SB

Advertisements

Permalink Leave a Comment

Breytt viðhorf

27 April, 2006 at 10:22 am (Líf og fjör)

Já ég get sko með sanni sagt að viðhorf mitt til leikskólamála í Kópavogi hafi breyst til muna í morgun. Byrjum á byrjuninni…. ég fór einhvern tíman í febrúar minnir mig að skoða leikskóla í þeim ágæta bæ, Kópavogi. Mér leist svona lala á hann. Fannst leikskólastjórinn eitthvað fráhrindandi og var ekki alveg að fíla leikskólann. En ég hélt bara að þetta væri sama tilfinning og ég fékk þegar ég var að láta pjakkmynd skipta síðast um leikskóla. En sú tilfinning reyndist bara bull- enda var ég alveg ótrúelga og er alveg hrikalega ánægð með núverandi leikskóla. En jæja, líður og bíður og svo fæ ég sent bréf heim þess efnis að pjakkurinn sé kominn með pláss á þessum tiltekna leikskóla. Ég hringdi,bæði til að staðfesta og til að leiðrétta smá misskilning sem að hafði orðið á vistunartíma. En hvað haldið þið? Leikskólastjórinn var bara með dónaskap við mig og hún stuðaði mig alveg helling. Ég var nú ekki par ánægð með þetta, þekki mig og tilfinningar mínar og ef að eitthvað fer í mig, þá á ég að taka mark á því. Næst hófst svaka úthringingartími og reyndi ég strax að komahonum fyrir á örðum leikskóla. Leikskólaráðgjafinn í Kópavogi vildi gera allt fyrir mig en sagði að það væri nú búið að úthluta flestum öðrum plássum í Kópavogi. En ég náttúrulega hlustaði ekki á það- heldur hringdi sjálf á annan leikskóla sem ég hafði upphaflega verið að spá í fyrir prinsinn. Ég sem sagt tók málið í mínar hendur. Mér leist voða vel á skólastjórann þar og hún bauð mér að koma að skoða, sem við gerðum svo í morgun. Núna- eftir þessa skoðunarferð er ég mun jákvæðari að láta pjakkinn skipta. Ég var nefnielga komin á þær buxurnar að reyna eftir fremsta megni að halda honum á Grænu- var tilbúin að leggjast í lög og reglugerðir til að fá mínu framgengt. En hvað haldið þið? Minni leist svona rosalega vel á þennan leiksóla sem er Urðarhóll og skólastjórinn alveg frábær og vildi allt fyrir mig gera og náði vel til bæði mín og Tryggva. Svo núna eftir klukktutíma hringi ég á leikskólaskrifstofu Kópavogsbæjar og fæa ð breyta umsókninni. Hún Unnur skólastjóri sagði að þeim vantaði einmitt pjakk á aldur við minn og hún og eiginelga allir starfmennirnir létu það svo vel í ljós hvða þau vilfu fá okkur. Við spjölluðum líka um leikskólamál og á endanum bauð hún mér að ef ég vildi skipta um starfsvettvang þá ætti ég greiða leið inn hjá þeim, það skipti ekki máli þó að barn mitt væri á staðnum. Ef um góða starfsmenn væri að ræða, þá mætti alltaf redda hlutnum. Ég verð nú að segja að þetta var allt annað viðhorf heldur en á fyrri leikskólanum og ekki má gleyma því hvða leiksólinn er bara frábær og hvða hann er þægilega uppbyggður og flottur. Stefnan þeirra, Heilsuleikskóli, er líka alveg frábær og ég hlakka svo til að láta pjakkinn byrja þarna. Hann var líka sáttur og hlakkar til að byrja. Svo loksins er komin lausn í þetta mál. Ég er búin að hafa þetta á herðunum síðan í desember og mjög gott að ljúka þessu núna.

En allavega, út í annað. Ásdís vinkona á afmæli í dag. Hún er tuttuguogfimmára- ekkert smá gömul (hahah segi ég). Hún mun eyða afmælisdeginum sínum með mér í verkefnavinnu og svo verðurm við með kynningu á verkefninu sem við erum búnar að vera að vinna að eftir hádegi. Hennar afmælisdagur er alltaf á leiðinlegum tíma, alltaf í próflsetri og verkefnavinnu.

Og út í enn annað. Nú erum bara rúmar 3 vikur í USA. Mikið verður nú gaman. Reyndar er einhver skritín tilfinning fyrir þessari ferð. Þetta verður ekki eins og síðast. Nenni kannski ekki alveg að ræða það hér. En ýmsilegt verður erfitt- það veit ég. En um að gera að leggja það til hliðar og reyna að skemmta sér eftir fremsta megni.

Annars er bara brjálæði í gangi, verkefni og próf. En þetta verður allt búið 8 maí og svo fer ég að vinna á Lækjó. Ég verð í 100% starfi á gömlu deildinni minni. Æi, það er bara allt í lagi. Ég þrauka í 100% núna, þó svo að ég myndi vilja aðeins minni. Þýðir ekkert að hugsa um það núna.

Góða skemmtum í vikunni

Skellibjallan

Permalink Leave a Comment

Stórundarlegt alveg hreint!

11 April, 2006 at 12:14 am (Líf og fjör)

Í dag fékk ég sent póstkort. Ég varð að sjálfsögðu afsakplega forvitin þegar ég sá glitta í það í póstkassanum mínum. Ég leit á það og sá að það var frá Ameríkunni. Fannst það frekar skrítið, þar sem ég þekki voða fá þar og enginn sem ég þekki var þar í ferðalegi nýverið. Póststimpillinn er frá South Dakota og er stmplaður 29.mars 2006 en kortið er svohljóðandi.

Hádý hádý.
það er búið að vera frábært, þar er sól og blíða í dag svo að við fórum eitthvað um að skoða. Knúsaðu litluna frá mömmu sinni. Love you
Þórahalla.

Allavega, þetta er kortið. Ég þekki enga Þórhöllu og ég veit ekki hvaða litlu er verið a ræða um. Jamm þetta væri nú kannski ekki svona stórskrítið nema hvað að kortið er stílað á “okkur”, allavega er það stílað á Hildi og Eyjólf á Gunnarsbrautinni. Reyndar er núemrið á húinu ekki rétt, við bjuggum jú á númer 32 en kortið er stílað á hús númer 43, en málið við það er að það er ekki til nein Gunnarsbraut 43. Jahá, þetta er bara fyndið og ég tými varla að fara og láta þetta kort af hendi án þess ða komast til botns í þessu. Þetta er bara fyndið- og ekkert annað.

Permalink 3 Comments

Arggggg…

7 April, 2006 at 10:36 am (Líf og fjör)

Ég kem mér ekki í að svara spurningunni

Er hægt að stuðla að auknu jafnrétti kvenna og karla í þjóðfélaginu í gegnum menntun?

Jeminn eini, ég er svo lost í þessu að ég veit ekki hvar ég á að byrja. Ég er með helling af heimildum- eiginlega alltof mikið. Ég kann ekkert í þessu efni, ég skil það ekki og hef engan áhuga á því. Hreinlega hef barasta engan áhuga á þessu efni og nenni ekki að standa í þessu.

Arg… ég er samt búin að boða mig í hádegiskaffiverð hjá Unu og litlu. Ætla að leyfa mér það, þar sem að kvöldið fer í lærdóm í Mosó- en ekki Idolúrslitakvöld eins og vonir stóðu til. En ég tek það bara upp og horfi seinna.

Best að koma sér að verki og sparka í rassinn og kveikja á heilanum.

Permalink Leave a Comment

Fundarhöld

6 April, 2006 at 9:51 am (Líf og fjör)

Það er ekki hægt að segja annað en að ég hafi verið vinsæl í gær. Ég get nú líka sagt að gærdagurinn var ansi langur. Ég byrjaði á því að fara í vinnuna. Þetta var fínn dagur, þó nokkuð um veikindi hjá starfsmönnum en við á minni deild redduðum því, að sjálfsögðu. Ég var búin kl. 16.30 og þá tók við smá pása til 17.00 en þá var starfsmannafundur. Mér finnst alveg hroðalega gaman á starfsmannafundum. Ég skil ekki þegar fólk er að kvarta yfir þeim. Ekki skemmir heldur fyrir að maður fær borgað fyrir svona fundarsetu. En allavega, eftir fundinn var farið á næsta fund kl. 19.30 á Grænuborg. Þar var fyrirlestur á vegum foreldrafélagsins og þar sem undirrituð er formaður þá var mér skylda að mæta. Ég mætti og raðaði stólum, setti upp tjald og tengdi skjávarpann og svo hóft fyrirlesturinn. Reyndar mættu ekki margir foreldrar og ég djókaði með það að ég myndi segja af mér ef það mættu ekki fleiri. Ég er reyndar hætt við afsögnina, þar sem að ég mun hætta minni formennsku þegar Pjakkmundur skiptir um leikskóla. En Herdís Storgaard kom og fræddi okkur um slys og slysavarnir barna og hafði ég mjög gagn og gaman að. Hún er dálítill snillingur þessi kona. Eftir þetta var för minni heitið í skúringarnar og svo beinustu leið heim á húsfund. Það var því þreytt kona sem að lagðist upp í sófa í gær eftir sturtu, í náttfötum og með upptöku af sjónvarpsefni kvöldsins.

Nú er maður bara komin af stað þennan morguninn. Er búin að sendast í Grafarvoginn og búin að skutla pjakk á leikskólann. Nú það eina sem á eftir að gera í dag er að gera eina ritgerð, mæta í tíma, klára að gera reikning frá því í gær og slúðra og svona ýmsilegt. Kannski að ákveða hvað ég ætli að gera í framtíðinni, allavega svona á næstu árum. Ég var nefnielga spurð að því í gær í vinnunni hvort að ég kæmi ekki alveg örugglega í fulla vinna núna  í haust. Ég brosti bara mínu blíðasta og sagðist ekki einu sinni geta valið hvað ég ætlaði að gera í næstu viku, sagðist vera haldin valkvíða og bað um frest á svari við þessari spurningu.

Oh.. hvað á ég að gera????

Skellibjallan

Permalink 1 Comment

Bloggrúnturinn

2 April, 2006 at 11:04 pm (Líf og fjör)

Eftir að hafa farið bloggrúntinn í dag og kvöld og séð að það er enginn virkur bloggari í dag, þá ákvað ég að skella inn nýrri færslu hjá mér!!!!

þetta var hinn fínast dagur þannig séð. Mamma hringdi í morgun og bauð okkur pjakkmundi í brunch. Kallinn var ekki enn kominn heim af Mýrum, en hann hafði verið sendur þangað í slökkvistarf í gærdag. Svo ætluðum við að tékka á Tinnu frænku en náðum ekki í þau. Svo þá tók við rúntur, í búðir og bókasafn og að skúra og svo hittum við Kalla og þóru í Bræðró og tókst okkur þóru að klúðra pönnsunum allsvakalega. Kalli tók því við og gerði mikið grín af okkur!

Annars hefur samt mikill hluti af deginum farið í áhyggjur af henni ömmu minni á Kanarí. Mér finnst óþægilegt að vita af henni svona einni þar, ég veit ekki alveg hvernig staðan er á frænda, en það var ætlunin að senda hann út til hennar. Ég náði bara ekki að athuga það í kvöld. Kannski ég bara nái einhverjum upplýsingum á morgun. Vona bara að amma hafi það gott og geti hugsað með bros á vör til áranna sem þau Valdi áttu saman.

Með kveðju til allra sem taka bolggrúnt þetta sunnudagskvöld!

Bjallan….

Permalink 2 Comments

Föstudagsverk og pælingar

1 April, 2006 at 1:08 am (Líf og fjör)

Hausverkurinn sem að ég er enn með kom strax í morgun- ég hata að vakna með hausverk. Ekki skánaði verkurinn þegar litli skæruliðinn ákvað að vera með sem bestu lætin og stælana. Ekki var ég nú til mikil gagns þegar við hittum í morgun í Odda til að skipuleggja verkefnið. Svo stökk ég til tannsa og hér með er meðferð minni hjá honum lokið. Ég er komin með voða sætan vír…. sem á að vera eins lengi og hægt er. Svo ég kvaddi hann Sæma og þakkaði honum fyrir leiðinlega en vel heppnaða samveru.

EN svo fór dagurinn í búðarráp. Við fórum og keyptum gólflista og vá, þvílíkt vesen. Og svo þegar heim var komið sá ég að ég var ekki alveg nógu sátt með litasamsetninguna. Ég ætla að skoða það betur á morgun. Svo voru líka keyptar hurðar og þær verða vonandi settar upp á morgun. Ekki er nú mikið að frétta af eldhúsinnréttingunni. Var að vona að hún myndi hringja í dag, sko konan sem að teiknar hana, ekki innréttingin sjálf!!!! En hún gerði það ekki. Býst því fastlega við að hún hafi bara samband eftir helgi. Það er svosem ágætt- en ég er bara orðin svo spennt að sjá hvernig þetta kemur út.

En já, að öðru. Fékk smá mikið samviskubit í dag út af lærdómi. Tók mig því til í kvöld og gerði smá. Og það læknaði sammarann alveg heilmikið. Svo á morgundagurinn að fara í lærdóm, það þýðir ekkert annað núna! Nú er það bara harkan sex, enda nóg um að vera þessa dagana.

Og úr lærdómi yfir í námsval. Kannist þið við valkvíða? Ég þarf nefnilega að fara að ákveða mig, svona hvað ég ætla mér að gera næsta vetur. Verð verð verð að fara að leggja höfuðið í bleyti og ákveða eitthvað, þetta gengur ekki lengur. Kannski ég láti mig dreyma það. Ég er búin að vera svo opin fyrir svona allskonar hlutum sem að maður á ekkert endilega að vera opinn fyrir. Jamm, þetta hefur bara komið á síðusu mánuðum. Kannski bara tilviljun- en þá þarf ég að vera ansi heppin í tilviljunum.

En allavega, Skellibjallan ætlar að koma sér í bólið til að geta tekið vaktina í fyrramálið með pjakkmundinum. Kallinn á næturvakt… ohhhh

Permalink Leave a Comment