Föstudagsverk og pælingar

1 April, 2006 at 1:08 am (Líf og fjör)

Hausverkurinn sem að ég er enn með kom strax í morgun- ég hata að vakna með hausverk. Ekki skánaði verkurinn þegar litli skæruliðinn ákvað að vera með sem bestu lætin og stælana. Ekki var ég nú til mikil gagns þegar við hittum í morgun í Odda til að skipuleggja verkefnið. Svo stökk ég til tannsa og hér með er meðferð minni hjá honum lokið. Ég er komin með voða sætan vír…. sem á að vera eins lengi og hægt er. Svo ég kvaddi hann Sæma og þakkaði honum fyrir leiðinlega en vel heppnaða samveru.

EN svo fór dagurinn í búðarráp. Við fórum og keyptum gólflista og vá, þvílíkt vesen. Og svo þegar heim var komið sá ég að ég var ekki alveg nógu sátt með litasamsetninguna. Ég ætla að skoða það betur á morgun. Svo voru líka keyptar hurðar og þær verða vonandi settar upp á morgun. Ekki er nú mikið að frétta af eldhúsinnréttingunni. Var að vona að hún myndi hringja í dag, sko konan sem að teiknar hana, ekki innréttingin sjálf!!!! En hún gerði það ekki. Býst því fastlega við að hún hafi bara samband eftir helgi. Það er svosem ágætt- en ég er bara orðin svo spennt að sjá hvernig þetta kemur út.

En já, að öðru. Fékk smá mikið samviskubit í dag út af lærdómi. Tók mig því til í kvöld og gerði smá. Og það læknaði sammarann alveg heilmikið. Svo á morgundagurinn að fara í lærdóm, það þýðir ekkert annað núna! Nú er það bara harkan sex, enda nóg um að vera þessa dagana.

Og úr lærdómi yfir í námsval. Kannist þið við valkvíða? Ég þarf nefnilega að fara að ákveða mig, svona hvað ég ætla mér að gera næsta vetur. Verð verð verð að fara að leggja höfuðið í bleyti og ákveða eitthvað, þetta gengur ekki lengur. Kannski ég láti mig dreyma það. Ég er búin að vera svo opin fyrir svona allskonar hlutum sem að maður á ekkert endilega að vera opinn fyrir. Jamm, þetta hefur bara komið á síðusu mánuðum. Kannski bara tilviljun- en þá þarf ég að vera ansi heppin í tilviljunum.

En allavega, Skellibjallan ætlar að koma sér í bólið til að geta tekið vaktina í fyrramálið með pjakkmundinum. Kallinn á næturvakt… ohhhh

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: