Bloggrúnturinn

2 April, 2006 at 11:04 pm (Líf og fjör)

Eftir að hafa farið bloggrúntinn í dag og kvöld og séð að það er enginn virkur bloggari í dag, þá ákvað ég að skella inn nýrri færslu hjá mér!!!!

þetta var hinn fínast dagur þannig séð. Mamma hringdi í morgun og bauð okkur pjakkmundi í brunch. Kallinn var ekki enn kominn heim af Mýrum, en hann hafði verið sendur þangað í slökkvistarf í gærdag. Svo ætluðum við að tékka á Tinnu frænku en náðum ekki í þau. Svo þá tók við rúntur, í búðir og bókasafn og að skúra og svo hittum við Kalla og þóru í Bræðró og tókst okkur þóru að klúðra pönnsunum allsvakalega. Kalli tók því við og gerði mikið grín af okkur!

Annars hefur samt mikill hluti af deginum farið í áhyggjur af henni ömmu minni á Kanarí. Mér finnst óþægilegt að vita af henni svona einni þar, ég veit ekki alveg hvernig staðan er á frænda, en það var ætlunin að senda hann út til hennar. Ég náði bara ekki að athuga það í kvöld. Kannski ég bara nái einhverjum upplýsingum á morgun. Vona bara að amma hafi það gott og geti hugsað með bros á vör til áranna sem þau Valdi áttu saman.

Með kveðju til allra sem taka bolggrúnt þetta sunnudagskvöld!

Bjallan….

Advertisements

2 Comments

  1. Ásdís said,

    Minningarnar eru alltaf það dýrmætasta sem maður á, maður verður að halda í þær. Ég skil vel að þú hafir áhyggjur af ömmu þinni enda ekki gott að vita af henni einni, vonandi kemst hann til hennar sem fyrst. Heyri í þér annað kvöld 🙂

  2. skellibjalla said,

    Já það er alveg ótrúlegt hvað minningar eru mikilvægar. eiginlega mikilvægari en maður gerði ráð fyrir. En minningar eru eitthvað sem að maður á alltaf að halda í, sama hvað það kostar.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: