Fundarhöld

6 April, 2006 at 9:51 am (Líf og fjör)

Það er ekki hægt að segja annað en að ég hafi verið vinsæl í gær. Ég get nú líka sagt að gærdagurinn var ansi langur. Ég byrjaði á því að fara í vinnuna. Þetta var fínn dagur, þó nokkuð um veikindi hjá starfsmönnum en við á minni deild redduðum því, að sjálfsögðu. Ég var búin kl. 16.30 og þá tók við smá pása til 17.00 en þá var starfsmannafundur. Mér finnst alveg hroðalega gaman á starfsmannafundum. Ég skil ekki þegar fólk er að kvarta yfir þeim. Ekki skemmir heldur fyrir að maður fær borgað fyrir svona fundarsetu. En allavega, eftir fundinn var farið á næsta fund kl. 19.30 á Grænuborg. Þar var fyrirlestur á vegum foreldrafélagsins og þar sem undirrituð er formaður þá var mér skylda að mæta. Ég mætti og raðaði stólum, setti upp tjald og tengdi skjávarpann og svo hóft fyrirlesturinn. Reyndar mættu ekki margir foreldrar og ég djókaði með það að ég myndi segja af mér ef það mættu ekki fleiri. Ég er reyndar hætt við afsögnina, þar sem að ég mun hætta minni formennsku þegar Pjakkmundur skiptir um leikskóla. En Herdís Storgaard kom og fræddi okkur um slys og slysavarnir barna og hafði ég mjög gagn og gaman að. Hún er dálítill snillingur þessi kona. Eftir þetta var för minni heitið í skúringarnar og svo beinustu leið heim á húsfund. Það var því þreytt kona sem að lagðist upp í sófa í gær eftir sturtu, í náttfötum og með upptöku af sjónvarpsefni kvöldsins.

Nú er maður bara komin af stað þennan morguninn. Er búin að sendast í Grafarvoginn og búin að skutla pjakk á leikskólann. Nú það eina sem á eftir að gera í dag er að gera eina ritgerð, mæta í tíma, klára að gera reikning frá því í gær og slúðra og svona ýmsilegt. Kannski að ákveða hvað ég ætli að gera í framtíðinni, allavega svona á næstu árum. Ég var nefnielga spurð að því í gær í vinnunni hvort að ég kæmi ekki alveg örugglega í fulla vinna núna  í haust. Ég brosti bara mínu blíðasta og sagðist ekki einu sinni geta valið hvað ég ætlaði að gera í næstu viku, sagðist vera haldin valkvíða og bað um frest á svari við þessari spurningu.

Oh.. hvað á ég að gera????

Skellibjallan

Advertisements

1 Comment

  1. Ragnhildur said,

    ooo.. þú ert svo klikkuð;)

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: