Breytt viðhorf

27 April, 2006 at 10:22 am (Líf og fjör)

Já ég get sko með sanni sagt að viðhorf mitt til leikskólamála í Kópavogi hafi breyst til muna í morgun. Byrjum á byrjuninni…. ég fór einhvern tíman í febrúar minnir mig að skoða leikskóla í þeim ágæta bæ, Kópavogi. Mér leist svona lala á hann. Fannst leikskólastjórinn eitthvað fráhrindandi og var ekki alveg að fíla leikskólann. En ég hélt bara að þetta væri sama tilfinning og ég fékk þegar ég var að láta pjakkmynd skipta síðast um leikskóla. En sú tilfinning reyndist bara bull- enda var ég alveg ótrúelga og er alveg hrikalega ánægð með núverandi leikskóla. En jæja, líður og bíður og svo fæ ég sent bréf heim þess efnis að pjakkurinn sé kominn með pláss á þessum tiltekna leikskóla. Ég hringdi,bæði til að staðfesta og til að leiðrétta smá misskilning sem að hafði orðið á vistunartíma. En hvað haldið þið? Leikskólastjórinn var bara með dónaskap við mig og hún stuðaði mig alveg helling. Ég var nú ekki par ánægð með þetta, þekki mig og tilfinningar mínar og ef að eitthvað fer í mig, þá á ég að taka mark á því. Næst hófst svaka úthringingartími og reyndi ég strax að komahonum fyrir á örðum leikskóla. Leikskólaráðgjafinn í Kópavogi vildi gera allt fyrir mig en sagði að það væri nú búið að úthluta flestum öðrum plássum í Kópavogi. En ég náttúrulega hlustaði ekki á það- heldur hringdi sjálf á annan leikskóla sem ég hafði upphaflega verið að spá í fyrir prinsinn. Ég sem sagt tók málið í mínar hendur. Mér leist voða vel á skólastjórann þar og hún bauð mér að koma að skoða, sem við gerðum svo í morgun. Núna- eftir þessa skoðunarferð er ég mun jákvæðari að láta pjakkinn skipta. Ég var nefnielga komin á þær buxurnar að reyna eftir fremsta megni að halda honum á Grænu- var tilbúin að leggjast í lög og reglugerðir til að fá mínu framgengt. En hvað haldið þið? Minni leist svona rosalega vel á þennan leiksóla sem er Urðarhóll og skólastjórinn alveg frábær og vildi allt fyrir mig gera og náði vel til bæði mín og Tryggva. Svo núna eftir klukktutíma hringi ég á leikskólaskrifstofu Kópavogsbæjar og fæa ð breyta umsókninni. Hún Unnur skólastjóri sagði að þeim vantaði einmitt pjakk á aldur við minn og hún og eiginelga allir starfmennirnir létu það svo vel í ljós hvða þau vilfu fá okkur. Við spjölluðum líka um leikskólamál og á endanum bauð hún mér að ef ég vildi skipta um starfsvettvang þá ætti ég greiða leið inn hjá þeim, það skipti ekki máli þó að barn mitt væri á staðnum. Ef um góða starfsmenn væri að ræða, þá mætti alltaf redda hlutnum. Ég verð nú að segja að þetta var allt annað viðhorf heldur en á fyrri leikskólanum og ekki má gleyma því hvða leiksólinn er bara frábær og hvða hann er þægilega uppbyggður og flottur. Stefnan þeirra, Heilsuleikskóli, er líka alveg frábær og ég hlakka svo til að láta pjakkinn byrja þarna. Hann var líka sáttur og hlakkar til að byrja. Svo loksins er komin lausn í þetta mál. Ég er búin að hafa þetta á herðunum síðan í desember og mjög gott að ljúka þessu núna.

En allavega, út í annað. Ásdís vinkona á afmæli í dag. Hún er tuttuguogfimmára- ekkert smá gömul (hahah segi ég). Hún mun eyða afmælisdeginum sínum með mér í verkefnavinnu og svo verðurm við með kynningu á verkefninu sem við erum búnar að vera að vinna að eftir hádegi. Hennar afmælisdagur er alltaf á leiðinlegum tíma, alltaf í próflsetri og verkefnavinnu.

Og út í enn annað. Nú erum bara rúmar 3 vikur í USA. Mikið verður nú gaman. Reyndar er einhver skritín tilfinning fyrir þessari ferð. Þetta verður ekki eins og síðast. Nenni kannski ekki alveg að ræða það hér. En ýmsilegt verður erfitt- það veit ég. En um að gera að leggja það til hliðar og reyna að skemmta sér eftir fremsta megni.

Annars er bara brjálæði í gangi, verkefni og próf. En þetta verður allt búið 8 maí og svo fer ég að vinna á Lækjó. Ég verð í 100% starfi á gömlu deildinni minni. Æi, það er bara allt í lagi. Ég þrauka í 100% núna, þó svo að ég myndi vilja aðeins minni. Þýðir ekkert að hugsa um það núna.

Góða skemmtum í vikunni

Skellibjallan

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: