Sagan af sveitadurgunum…

28 May, 2006 at 4:46 am (Líf og fjör)

Eg var vist buin ad lofa sogunni um raunir okkar her i Amerikunni. En fyrst tharf ad segja fra thvi ad vid fengum alvega glatad GPS- taeki og komumst 2 metra afturabak fyrir hvern metra fram a vid- or so to speak!

En allavega, her a fyrsta deginum okkar tha var akvedid ad skella ser i outlet mall. Eftirvaentingin leyndi ser ekki og vid vorum alvega gasalega spennt! Svo bara ekyrum vid og reynum ad fylgja fyrirmaelum asnataekisins…. sem endadi nu thannig ad vid tokum vitlaust EXIT. Og hvad haldid thid. ad sjalfsogdu lentum vid a einum versta stad sem haegt er ad lenda i henni Ameriku. Vid lentum i Cheekpointi hja NSA. Sem er National American Security. Gaeslukonan var svona frekar ekki hress med thessa fer okkar og sagdi okkur ad fara inn fyrir og thar myndi oryggisvordur taka a moti okkur. Thad sem sagt endadi med 4 loggubilum, yfirheyrslu, tekki a skilrikum og leit i bilnum med sprengjuhundi. Thetta tok rumlega 40 min og thad sem thad var nu helgid ad okkur svona inn a milli. Vid Odda fengum badar hraedlushlaturskast og tokum panickast. Best ar tho thegar l0ggan taladi vid Joa, sem var vid styrid og hann sagdi this is probable the worst exit I've could have taken. Og loggan leit a hann og borsti ut i annad og svaradi, je pretty much!

En sem betur fer komumst vid nu heil ut ur thessu- en thad var samt hringdt til stjornvalda ut af okkur og allskonar eydublod fyllt ut um okkur. Vid vonum bara ad Kaninn hafi humor fyrir ramvilltum Islendingum.

Annars er allt gott ad fretta af okkur. Vedrid er geggjad og vi erum buin ad keyra um allt. Kitkum Til D.C. i dag og thad var frabaert. Fullt af folki og nog um ad vera. Vid nadum reyndar bara ad fara i eitt Smithsoninasafnid thvi thad lokadi svo snemma. Svo forum vid a Krabbastad ad broda i kv-ld og tokum leigubil heim og thad var sko skemmtilegasta bilferd sem eg hef farid i. Svort kella var leigubilstjorinn og hun var svona eins og ekta bilstjorar i biomyndum eru. Keyrdi a milljon og hropadi ut um gluggan og hlo hrossahlatri… Gaman ad thvi

Laet kannski heyra i mer aftur adur en eg kem heim- annars er erfitt ad komast i tolvu, hun er mjog vinsael her a hotelinu.

Bless i bil

Skellibjallan i Amerikunni

Advertisements

Permalink 5 Comments

America, blessud america

25 May, 2006 at 11:26 am (Líf og fjör)

well well tha er madur bara maettur til usa. Ferdin var frekar erfid, eg vard flugveik i fyrsta sinn. Svona er thad thegar madur tharf ad vera a almanningi. Iss og piss bara! En allavega. Vedrid var fint i gaer og thegar vid vorum ad lenda sa Eyjo yfir alla New York- hann meira ad segja kom ser i mjukinn hja einni freyjunni og hun for med hann inn a Saga Class- heppinn hann. Vid lentum hins vegar a alvega hirkalegri bilaleigu- eda svona thannig sed. Billinn er voda voda finn en gps- taekid er algjorlega glatad og thad nyttist okkur ekki neitt ad radi i gaer og vorum vid thvi heillengi ad finna hotelid og midbaeinn. En loks tokst thad og vid roltum svo um kvoldid nidur a hofn og skodudum mannlifid og fengum okkur ad borda.

Her er voda mikid af heimilislausu folki og eg a nu svolitid erfitt med ad leida thad hja mer. Thad er ska allt annar stemmari her en i Minnieapolis- en svona er thettta vist. Nuna er klukkan 20 min yfir sjo ad stadartima- o ja thid lasud rett. Gellan vakanadi fyrir allar aldir og er nuna bara komin a rol og vid aetlum ad fa okkur morgunmat a hotelinu i dag og plana daginn. Eg byst fastlega vid ad thetta verdi OUTLET DAY… gaman ad thvi.

En jaeja nog i bili. Thad er folk ad bida eftir Buisness Centerinu sem eg er i.

SKellibjallan i Amerikunni

Permalink 3 Comments

Júróvision

18 May, 2006 at 9:41 pm (Líf og fjör)

Jæja þá er forkeppnin afstaðin. Mikið var það nú gott. Verð nú að segja að ég var nú ekkert alltof ánægð m eð framlag okkar þarna í Aþenu. Fannst þetta frekar leim. Er búin að hafa smá húmor fyrir henni Sylvíu Nótt undanfarið og vonaði að hún kæmi karakter sínum til skila. En miðað við púið sem að hún fékk í upphafi og lok lags, þá er nokkuð ljóst að hún var ekki alvega að falla í kramið hjá þeim þarna í utlöndunum. Svo held ég að framkoma hennar síðusu vikurnar hafi ekki verið að hefja hana upp.

Ef ég hefði persónulega mátt ráða hvernig þetta færi fram, þá hefði ég jú sent hana út. Látið hana samt halda sig á ottunni og hætta þessum djöfulsins dónaskap. Hún hefði alveg náð athygli með útlitinu og atriðinu einu saman. Hún hefði mátt sleppa þessu attitjúdi. Finnst það bara. En ekki skilja það sem svo að ég sé eitthvða tapsár. Ég bjóst aldrei við því að hún kæmist áfram, ég hefði bara viljað að við Íslendingar gætum haldið andlitinu sem að mínu mati gerðist ekki í kvöld. Ég held að við verðum áægtlega lengi að jafna okkur á þessu. Ég er ágætis júrófan og hef spáð og spekúlerað í þessari keppni núna í nokkur ár.  Allavega er það því mitt mat að við eigum eftir að bera merki SN í nokkurn tíma!

Semsagt í hnotskurn, ég varð fyrir miklum vonbrigðum í kvöld. Ekki þó með úrslitin- heldur bara með framlag Íslendinga eins og það lagði sig. Þetta hefði getað verið miklu betra í alla staða ef hitt og þetta hefði verið öðruvísi.

En allavega, úr vonbrigði kvöldsins í gleðitíðindi dagsins. Ég fékk inn í námsráðgjöfina. Er frekar ánægð með það en samt frekar rignluð. Núna þarf ég að taka ákvöðrun um framhaldið hjá mér. Ef ég hefði fengið neitun, þá hefði ÉG ekki þurft að ákveða neitt, það hefði verið gert fyrir MIG. En ég er nú samt alvega nokkuð viss um hvering þetta fer hjá mér. Ætla nú samt að bíða með allar yfirlýsingar…. 

Og annað, ég er búin að vinna 4 daga af öllu sumrinu og ég er orðin leið á því að vera svona bundin frá hálf níur til hálf fimm!!!! Reyndar er þetta prósess frá hálf átti til sex og það er bara einum of mikið fyrir minn smekk. Ég heimta að vinna 8-2 eða 9-3 í framtíðinni. Nenni hinu ekki- það er sko ekkert stuð.

En jæja, það eru 6 daga í USA. Ég er líka búina ð búa til Biblíu Ameríkufaranna

Skellibjallan

Permalink Leave a Comment

Áttundi dagur prófs og sá síðasti

8 May, 2006 at 11:53 am (Líf og fjör)

Loksins er þessi dagur runninn upp. Bjartur og fagur. Gat ekki fengið betra veður þennan síðasta prófdag minn. Mér tókst að klára allt sem klára þurfti í gær og eyddi svo morgninum í að lesa yfir enn eina ferðina. Var svo að setjast fyrir framan tölvuna aftur eftir að hafa farið niur í tölvustofu til að prenta út. Ég er semsagt búin að skil alíka og ég er himinlifandi núna.

Ég er semsagt komin í sumarfrí núna….þar til á morgun en þá fer ég að vinna. Veit svo ekki alvega hvernig ég mun vinna þar til að ég fer út en frá og með 1. júní er ég komin í 100% starf- úffúffúffpúff… en ég hlít að geta það þetta sumar eins og önnur!

Nú taka bara við heimilistörf- enda veitir ekki af, því hýbýli mín eru í rúst eftir prófatíð. Svo þarf að fara að plana USA ferðina og gera allt klárt. Illarnir á Flugleiðum svara mér ekkert aftur og hef ég misst mikið álit á því companyi! En svona virkar einokunin og ekkert múður með það. Legg til að Iceland Express fari að flúgja þanað eða jafnvel Britis Airways- þá yrði sko stuð á markaðnum.

En jæja, ætla að fá mér smá kaffi með Ásdísi á Hressó á eftir áður en ég fer í jarðaför seinna í dag.

Skellibjallan í sumarskapi kveður að sinni

Permalink Leave a Comment

Sjöundi prófdagurinn

7 May, 2006 at 10:35 pm (Líf og fjör)

Og þetta er allt að koma. Byrjaði daginn á því að fara í barnaafmæli klukkan 11 í morgun. Það var voða næs og fínt að fá smá hressingu áður en átökin hófust. Skutlaði svo pjakkalakka til afa síns og settist svo niður á minn gamalkunna stað í Odda og byrjaði. Ég get nú ekki sagt að einbeitingin hafi verið mikil. 18°C út og sól og blankalogn gerðu það að verkum að mann langaði ekkert að læra, bara að fara í sund eða leika úti.

En jæja dagurinn leið og ég varð bjartsýnni með hverri setningu um að ná þessu. Fór svo að ná í guttann og pabbi bauð út að borða.

Eftir að kalllinn kom heim af vakt fór mín að skúra og svo að pikka hinn lærdómshestinn upp. Lennt í smá flutningum með henni- sem var bara fínt og við ákváðum að verðlauna okkur með því að fara á Hressó að læra. Enda alveg kominn tími til. Enda er eðli vinnu okkar þannig núna að hægt er að vinna það hvar sem er.

Staðan sem semsagt núna sú að við sitjum hér yfir tölvunum okkar á Hressó. Ég er búin með ritgerðina, búin að fara yfir hana og alles og næst á dagskrá er yfirlestur og lokaorð í heimaprófinu.

Ég er því ansi ánægð með mig núna og hlakka til annað kvöld þegar ég verð komin í SUMARFRÍ!!!!!

Skellibjallan í sumarfílingnum kveður að sinni

Permalink Leave a Comment

Sjötti í prófi

6 May, 2006 at 9:39 pm (Líf og fjör)

Jæja, lífið er ekki eins ömurlegt í dag og í gær. Það er búið að ganga alvega ágætlega. Ég er samt ekkert búin að gera í prófinu sjálfu í dag- er hinsvegar búin að vinna í verkefninu. Er komin með heimildir og þannig, en þarf að fara að vinna úr þeim, greina og ræða um þær. Það er frekar eriftt- sérstaklega þegar maður veit ekki alvega hvað maður á að vera að gera.

Annars er staðan hér í Odda alveg ágæt. Það vantar samt alvega skemmtilegt fólk hér- bara einhverjir illar hér allt í kringum mig. Nema Ásdís- hún er hérna einhvers staðar líka. Hún fellur ekki undir þennan flokk.

Veðrið er búið að vera frábært í dag, en ég hef nú samt fengið að finna lítið fyrir því. Sé það bara út um gluggann. Pjakkurinn var með Helga frænda sínum í dag og svo komu þeir hingað til mín og við pjakkalakki fórum heim að elda. Buðum svo Ásdísi í mat. Við þurftum að fá hollan mat til að vega upp á móti öllu namminu sem að var keypt í dag.

Annars ætla ég að óska móður minni til hamingju með daginn. Kellan bara orðin fimmtug og nýtur lífisins í botn á skemmtiferðaskipi as we speak! Til lukku með daginn mammsla.

Over and out- í bili

Skellibjallan

Permalink 1 Comment

Fimmti dagur prófs

5 May, 2006 at 11:43 pm (Líf og fjör)

arggg…. nú er ekki gaman að lifa- það get ég sko sagt ykkur!

Mér er orðið alvega meinilla við þetta próf- þá aðallega spurningu númer 2. Djöfull skil ég þetta ekki. Ég er búin að reyna og reyna og ekkert gengu. Mig langaði helst til þess að öskra hérna áðan, en var ráðlagt að mér reyndari námsmönnum að halda ró minni og anda inn og svo út. Ég gerði það, það gekk ekki- en ég öskraði þó ekki.

Mikið er ég pirruð. Mér finnst ég ekkert komast úr skrefi í þessari blessuðu leiðinda andófs spurningu, Jeminn eini, ég er pirruð. Ykkur langar ekki að hitta mig núna. Er búin að sporðrenna súkkulaði, poppi, sódavatni og ekki kemur andinn né vitið yfir mig.

Ohhhhhhhhhhhhhhhhhhhh og markmið mitt að vera búin með prófspurningar á föstudagskvöldi er ekki að nást! Sjitturinn titturinn, mellan og hóran. Þetta er booooring.

Permalink 2 Comments

Fjórði í prófi

4 May, 2006 at 9:08 pm (Líf og fjör)

Jæja jæja, þetta gengur hægt- en gengur þó! Það er nú fyrir öllu. Þessi dagur er búinn að vera fínn. Við Ásdís tókum okkur þó smá kaffipásu í hádeginu og svo fórum við í nammileiðangur íbestu sjoppu bæjarins í dag. Reynda dró ég hana líka með mér að skúra áðan og hún bauð mér svo heim í mat. Það var fínt. Minn pjakkalakkur fór nefnilega til vinar sína eftir leikskóla og ætlaði að vera þar í mat, svo ég þurfti ekki að hafa neitt samviskubit vegna hans. Reynda á ég mann heima hjá mér, en ég veit að hann lifir það af að hitta mig ekki. Hann er svo vanur því.

Spurning númer tvö gengur fínt. Planið er að vera helst búin með hana í kvöld, allavega að vera komin langleiðina með hana og taka svo þriðju spurningu á morgun. Helgin fer svo í ritgerðina og þá er þetta komið. Reyndar virðist sem að við höfum allan mánudaginn líka- það er reyndar ekki enn komið á hreint, en ef svo er þá er ég í góðum málum. Eða ég held það allavega.

Annars vil ég líka óska henni Maríu til hamingju með afmælið. Hún er bara orðin tuttuguogfimmára, ekkert smá stór. Hún, líkt og Ásdís, þarf ætíð að eyða afmælisdeginum sínu í prófum. Nema reyndar núna, hún er ekki í neinum prófum. VIð reydnum að hringja í hana áðan og hún svaraði ekki. Ætli hún sé ekki bara að borða góðan mat og halda ærlega upp á afmælið sitt og meðan að við Ásdís sitjum sveittar og sælar yfir okkar prófi!!

En ástandið í Odda er svona núna:

  • fullt af námsbókum og möppum á borðinu mínu
  • Ásdís að flakka á milli barnalands og prófsins hér á næsta borði- en við náttúrulega megum ekki vinna þetta saman, svo það eru nokkur borð á milli okkar
  • Nammipoki og Kristall +- rauður!
  • barnaland og fleiri spjallsíður opnar, til þess ða dreifa huganum
  • Rigning og hvassviðri úti
  • Fullt af fólki, sumir með eyrnartappa, aðrir með ipod og enn aðrir komnir í prófafílinginn og flissa og gaspra
  • Ljósin voru slökkt áðan í Odda- sparnaður sko, en einhver læddist niður og kveikti, gott hjá honum!

En svona er lífið í dag, heyrumst seinna….

Permalink 3 Comments

Þriðji prófdagurinn

3 May, 2006 at 10:26 pm (Líf og fjör)

Er ekki gasalega sniðugt hjá mér að láta ykkur vita af stöðunni hjá mér á hverjum degi? Allavega hefur lítið farið fyrir skrifum í dag, þar sem þetta var vinnudagur. Reyndar átti ég alveg ofboðslega erfitt í dag og var að farast í öllum líkamanum. Endað með því að taka 400 mg af Ibúfeni og það gerði bara ill verra, varð bara óglatt og alles. Svo þegar ég var búin að lesa fyrir pjakkinn minn í kvöld, þá steinsofanði ég með honum í smá tíma. Er þó öll að skríða saman og ætla aðeins að kíkja á ritgerðina, þó svo að Prison Break þátturinn frá því í gær bíði eftir mér!

En allavega- þriðji í prófi gegnur bara fínt. Ég fór líka smá til Oddu í dag. Við svona aðeins ræddum USA ferðina og hlakkar ekkert smá til að fara að halda skipulagsfund. Kannski við grillum bara og eitthvað svoleiðis. Allt þegar ég er búin í prófum.

Skellibjallan

Permalink Leave a Comment

Annar í prófi…

2 May, 2006 at 12:54 pm (Líf og fjör)

Jamm og já. Dagurinn í gær, fór kannski ekki alvega eins og hann átti að fara. Ég gerði ekki eins mikið og ég ætlaði en ástæða þess er í fyrsta lagi leti og leiðindi og svo líka lítill skilningur á spurningunni sem ég ákvað að taka. En núna er þetta allt annað. Ég er komin með gróf uppkast að svari og er byrjuð að svara spurningu númer 2.

Morgundagurinn fer í vinnu og heimasetu, svo það fer lítið fyrir prófinu þá- en ég stefni á að vera búin með það á föstuaginn svo ég geti farið yfir um í ritgerðinni um helgina. Svo bara vonum við auðvitað öll að ég nái að klára þetta allt saman.

En allavega, það er komið hádegi og mallinn minn orðinn voða svangur… Tjá

SKellibjallan

Permalink 2 Comments

Next page »