Fjórði í prófi

4 May, 2006 at 9:08 pm (Líf og fjör)

Jæja jæja, þetta gengur hægt- en gengur þó! Það er nú fyrir öllu. Þessi dagur er búinn að vera fínn. Við Ásdís tókum okkur þó smá kaffipásu í hádeginu og svo fórum við í nammileiðangur íbestu sjoppu bæjarins í dag. Reynda dró ég hana líka með mér að skúra áðan og hún bauð mér svo heim í mat. Það var fínt. Minn pjakkalakkur fór nefnilega til vinar sína eftir leikskóla og ætlaði að vera þar í mat, svo ég þurfti ekki að hafa neitt samviskubit vegna hans. Reynda á ég mann heima hjá mér, en ég veit að hann lifir það af að hitta mig ekki. Hann er svo vanur því.

Spurning númer tvö gengur fínt. Planið er að vera helst búin með hana í kvöld, allavega að vera komin langleiðina með hana og taka svo þriðju spurningu á morgun. Helgin fer svo í ritgerðina og þá er þetta komið. Reyndar virðist sem að við höfum allan mánudaginn líka- það er reyndar ekki enn komið á hreint, en ef svo er þá er ég í góðum málum. Eða ég held það allavega.

Annars vil ég líka óska henni Maríu til hamingju með afmælið. Hún er bara orðin tuttuguogfimmára, ekkert smá stór. Hún, líkt og Ásdís, þarf ætíð að eyða afmælisdeginum sínu í prófum. Nema reyndar núna, hún er ekki í neinum prófum. VIð reydnum að hringja í hana áðan og hún svaraði ekki. Ætli hún sé ekki bara að borða góðan mat og halda ærlega upp á afmælið sitt og meðan að við Ásdís sitjum sveittar og sælar yfir okkar prófi!!

En ástandið í Odda er svona núna:

 • fullt af námsbókum og möppum á borðinu mínu
 • Ásdís að flakka á milli barnalands og prófsins hér á næsta borði- en við náttúrulega megum ekki vinna þetta saman, svo það eru nokkur borð á milli okkar
 • Nammipoki og Kristall +- rauður!
 • barnaland og fleiri spjallsíður opnar, til þess ða dreifa huganum
 • Rigning og hvassviðri úti
 • Fullt af fólki, sumir með eyrnartappa, aðrir með ipod og enn aðrir komnir í prófafílinginn og flissa og gaspra
 • Ljósin voru slökkt áðan í Odda- sparnaður sko, en einhver læddist niður og kveikti, gott hjá honum!

En svona er lífið í dag, heyrumst seinna….

Advertisements

3 Comments

 1. Ásdís said,

  Hey jú! ég er ekkert að trassa við lærdóminn 🙂 Barnaland er bara opið svona upp á gamanið… viss lærdómur í því

 2. skellibjalla said,

  Jújú það er nú alveg rétt. Mikill fróðleikur og viska á barnalandi. Stundum þó einum of…. Verum duglegar.

 3. María said,

  Ef ég þekki ykkur rétt þá eru það ekki þið sem eruð að flissa, bara læra og læra, algjör þögn 🙂 En takk fyrir afmæliskveðjuna. Var í leikhúsi. Hlakka til að heyra í ykkur þegar þetta prófastúss er búið. Baráttukveðjur!!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: