Sjöundi prófdagurinn

7 May, 2006 at 10:35 pm (Líf og fjör)

Og þetta er allt að koma. Byrjaði daginn á því að fara í barnaafmæli klukkan 11 í morgun. Það var voða næs og fínt að fá smá hressingu áður en átökin hófust. Skutlaði svo pjakkalakka til afa síns og settist svo niður á minn gamalkunna stað í Odda og byrjaði. Ég get nú ekki sagt að einbeitingin hafi verið mikil. 18°C út og sól og blankalogn gerðu það að verkum að mann langaði ekkert að læra, bara að fara í sund eða leika úti.

En jæja dagurinn leið og ég varð bjartsýnni með hverri setningu um að ná þessu. Fór svo að ná í guttann og pabbi bauð út að borða.

Eftir að kalllinn kom heim af vakt fór mín að skúra og svo að pikka hinn lærdómshestinn upp. Lennt í smá flutningum með henni- sem var bara fínt og við ákváðum að verðlauna okkur með því að fara á Hressó að læra. Enda alveg kominn tími til. Enda er eðli vinnu okkar þannig núna að hægt er að vinna það hvar sem er.

Staðan sem semsagt núna sú að við sitjum hér yfir tölvunum okkar á Hressó. Ég er búin með ritgerðina, búin að fara yfir hana og alles og næst á dagskrá er yfirlestur og lokaorð í heimaprófinu.

Ég er því ansi ánægð með mig núna og hlakka til annað kvöld þegar ég verð komin í SUMARFRÍ!!!!!

Skellibjallan í sumarfílingnum kveður að sinni

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: