Júróvision

18 May, 2006 at 9:41 pm (Líf og fjör)

Jæja þá er forkeppnin afstaðin. Mikið var það nú gott. Verð nú að segja að ég var nú ekkert alltof ánægð m eð framlag okkar þarna í Aþenu. Fannst þetta frekar leim. Er búin að hafa smá húmor fyrir henni Sylvíu Nótt undanfarið og vonaði að hún kæmi karakter sínum til skila. En miðað við púið sem að hún fékk í upphafi og lok lags, þá er nokkuð ljóst að hún var ekki alvega að falla í kramið hjá þeim þarna í utlöndunum. Svo held ég að framkoma hennar síðusu vikurnar hafi ekki verið að hefja hana upp.

Ef ég hefði persónulega mátt ráða hvernig þetta færi fram, þá hefði ég jú sent hana út. Látið hana samt halda sig á ottunni og hætta þessum djöfulsins dónaskap. Hún hefði alveg náð athygli með útlitinu og atriðinu einu saman. Hún hefði mátt sleppa þessu attitjúdi. Finnst það bara. En ekki skilja það sem svo að ég sé eitthvða tapsár. Ég bjóst aldrei við því að hún kæmist áfram, ég hefði bara viljað að við Íslendingar gætum haldið andlitinu sem að mínu mati gerðist ekki í kvöld. Ég held að við verðum áægtlega lengi að jafna okkur á þessu. Ég er ágætis júrófan og hef spáð og spekúlerað í þessari keppni núna í nokkur ár.  Allavega er það því mitt mat að við eigum eftir að bera merki SN í nokkurn tíma!

Semsagt í hnotskurn, ég varð fyrir miklum vonbrigðum í kvöld. Ekki þó með úrslitin- heldur bara með framlag Íslendinga eins og það lagði sig. Þetta hefði getað verið miklu betra í alla staða ef hitt og þetta hefði verið öðruvísi.

En allavega, úr vonbrigði kvöldsins í gleðitíðindi dagsins. Ég fékk inn í námsráðgjöfina. Er frekar ánægð með það en samt frekar rignluð. Núna þarf ég að taka ákvöðrun um framhaldið hjá mér. Ef ég hefði fengið neitun, þá hefði ÉG ekki þurft að ákveða neitt, það hefði verið gert fyrir MIG. En ég er nú samt alvega nokkuð viss um hvering þetta fer hjá mér. Ætla nú samt að bíða með allar yfirlýsingar…. 

Og annað, ég er búin að vinna 4 daga af öllu sumrinu og ég er orðin leið á því að vera svona bundin frá hálf níur til hálf fimm!!!! Reyndar er þetta prósess frá hálf átti til sex og það er bara einum of mikið fyrir minn smekk. Ég heimta að vinna 8-2 eða 9-3 í framtíðinni. Nenni hinu ekki- það er sko ekkert stuð.

En jæja, það eru 6 daga í USA. Ég er líka búina ð búa til Biblíu Ameríkufaranna

Skellibjallan

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: