Ísland here I come

25 July, 2006 at 1:10 am (Líf og fjör)

Jæja, þá er ég að fara að leggja í hann á morgun. Búin að gera næstum allt. Verslaði í dag og búin að búa til túnfisksalat, búin að setja kjöt í mareneringu, búin að fara með dót út í bíl, búin að pakka niður, búin að búa til skemmtitösku fyrir pjakkmund í bílinn, búin að fylla ipodinn af allskonar lögum og ævintýrum, búin að setja olíu á bílinn.

Ég á bara eftir að setja í kæliboxið, tengja það, bera töskur út í bíl og festa íbúðina mína aftan í jeppann og keyra svo af stað. Þetta verður bara stuð. Ég ætla fyrst í Sunndal, hitti Oddu þar og við verðum tvær með krakkagríslingana þar eina nótt. Kallarnir okkar koma svo seinnipartinn daginn eftir.

Hver veit svo hvert ferðinni er heitið. Það eru nokkrir staðir sem við ætlum pottþétt að skoða en svo ferð áætlunin  einna helst eftir veðrinu- eins og alltaf hér á Íslandi. En þið gerið verið viss um að ég mun örugglega fara langleiðina hringinn í kringum litla landið Ísland.

Adios

Skellibjalla í sumarfrí

Advertisements

Permalink Leave a Comment

SUMARIÐ KOM Í DAG!

19 July, 2006 at 2:03 pm (Líf og fjör)

Vúhú, loksins loksins lét þetta sumar sjá sig- og ég eyði þá tímanum inni! Alveg týpískt. Reyndar á sér þetta allt ústkýringar. Ég er búin að vera á fartinum síðan snemma í morgun, við að koma Eyjó út úr bænum. Hann er sem sagt farinn og pjakkmundurinn minn ákvað að brjóta odd af oflæti sínu og skellti sér á RÓLÓ núna eftir hádegi. Hann ætlar að vera stutt í dag- svona fyrsta daginn svo ég er að nota tímann á meðan að fara í tölvuna og reyna að taka til heima.

Annars bara vona að ég veðrið verði svona þar til fram yfir Verslunarmannahelgi- það myndi henta mér og tjaldvagnin um mínum afskaplega vel. Annars hugsa ég mest um helgina núna- við tengdó eruma ð hugsa um að flýja upp í sumarbústað ef veðrið verður svona gott, slaka á og leyfa Pjakk að dúlla sér úti í náttúrunni svona á meðan að mennirnir okkar eru að jaksa sér út á Hornströndum.

Heyriðið mig, ég held nú bara að brúðkaupið síðustu helgi hafi verið með þeim skemmtilegri sem ég hef farið í, jafnvel þó að bytthildur hafi verið edrú. Reyndar hélt brúðurin að ég væri vel í glasi- en það sýnir manni bara það að það er ekkert mál að skemmta sér edrú- heyrið það! Skemmtilegast þótti mér þó þegar við veilsustjórarnir vorum búina ð ljúka formlegri dagskrá og Trúbadorinn mætti go við tókum við að syngja hástöfum. Jamm þá er mín sko komin í gírinn. Ég þurfti svo að draga Eyjó heim, því hann skemmti sér konunglega og ekki þotti honum verra að foreldrar brúðarinnar eru “sveitungar” hans. Jamm kallinn minn er nú studnum óttalega sveitó!

En nú ætla ég að drífa þrif og svona af og sækja svo pjakkinn og fara að gera eitthvað skemmtilegt. Á morgun ætlum við að fara að trufla veiðmenn í Elliðaánum….

kveð í bili- Skellibjallan

Permalink 1 Comment

Erfiður dagur…

14 July, 2006 at 10:05 pm (Líf og fjör)

Já það má með sanni segja að þessi dagur hafi verið frekar erfiður. Pjakkmundurinn minn var að hætta á Grænuborginni og það tók á alla. Bæði mig- hann og vini hans tvo sem við skildum við grátandi í dag. Þetta var mjög tilfinningaþrungið og erfitt en drengurinn litli grét þegar við vorum komin út í bíl. Það er nú samt ekki hægt að segja það sama um mömmuna sem var alvega að missa það inni á deild hjá starfsmönnunum. En svona bara er þetta og ég er viss um að maður kemst yfir þetta.

Sem betur fer erum við núna komin í tæplega 4 vikna frí svo áhyggjur af leikskólamálum verða settar bak við eyra og ekki verður hugsað um það fyrr en á Urðarhól er komið.

En út í annað… Brúðkaup Ingu og Tomma er á morgun og ég sem veislustjóri er svona smá að finna fyrir stressinu. Fattaði það áðan að ég átti engin föt til að fara í. Fann reyndar svartan kjól inni í skáp sem ég keypti í USA um daginn. Ég mátaði hann aldrei þá en hann er allt í lagi- kannski svona í þrengsta lagi, en ég vef bara einhverju sjali utan um mig! Hann er allavega þægilegur og það er fyrir öllu þegar maður þarf að standa frammi fyrir 100 manns af og til um kvöldið. Svo bara fína svarta skó og þá er ég ready. Samt kannski meira eins og ég sé að fara í jarðaför en brúðkaup- en þeir sem þekkja mig vita að ég er alltaf í svörtu. Set kannski fallega litað sjal á mig- það er málið held ég bara.

Annars er svona það helsta fyrir ræðuhöld og skemmtiatriði komið á hreint- á þó eftir að tala við hinn veislustjórann í kvöld. Svo ætlum við að mæta snemma á morgun. Þetta reddast, það er málið

Upphaflega hugmyndin var að gista- en það hefur verið hætt við það og við fáum gistingu á Slefossi. Pjakkurinn verður í pössun þar- reyndar í afmæli fyrr um daginn og svo fær hann að lúlla hjá afmælisbarninu, það þykri voða sport. Æi, það er bara ágætt að fara heim, við ætlum hvorugt að drekka, Eyjó út af göngunni og ég út af helv…. sýklalyfjum og líka því að ég er veislustjóri. Byði ekki alveg í sjálfa mig stressaða og drukkna- þið vitið að ég þarf ekkert mikið meira en tvo þrjá, til að verða vel tipsy!

En nóg um þetta. Speed er í TV-inu. Frekar fyndið að sjá þessa mynd svona núna. Sá hana á sínum tíma 16 ára þegar ég var að deita Bjarka. Jamm það var í þá gömlu góðu daga þegar gæjarnir buðu í bío og bíóið hét Austurbæjarbíó og var ekki í eign 365- eða skífunnur eða Senu eða Dagsbrúnar eða hvað þetta nú allt heitir í dag!

Heil og sæl að sinni

Skellibjallan

Permalink 1 Comment

Er maður á lífi eða?

12 July, 2006 at 9:46 pm (Líf og fjör)

Jæja þá er komið að færslu…. ekki seinna vænna.

Ég er komin heim frá USA og það var geggjað, ég er líka búin að fara norður í fermingu og það var sko gott að komast í Sunnudalinn. Svo er ég líka búin að vinna og vinna, búin að kveðja nokkra vini, djamma með öðrum, halda upp á afmæli sonar og eiginmanns, gæsa vinkonur, fara í frábært ferðalag um Snæfellsnes og fleira.

Þar sem alveg hellingur hefur gerst ætla ég ekkert nánar út í það. Næst á dagskrá er hinsvegar brúðkaup á laugardaginn, þar sem ég var plötuð í hlutverk veislustjóra. Jeminn, ég hélt að það væri nú lítið mál, en þetta er nú meira verkefnið… En þetta er nú samt gaman.

Nú svo er ég að komast í 3 vikna sumarfrí núna eftir föstudaginn og eftir tvær vikur leggur maður af stað í stóra ferðalagið sitt. Planið er að fara í Flateyjardal, Herðubreiðalindir og flakka svo um norður og austurland og ætli maður keyri ekki í einum rykk svo suðurlandið heim eins og vanalega. Ég bara einhvern veginn kann ekki við suðurlandið.

But anyway…. ég er komin aftur og ætla að vera dugleg að blogga núna.

Ásdís- ef þú lest þetta skemmtu þér ótrúegla ógeðslega vel í Chile…þú veist að þú hefur bara gott af þessu 🙂

Permalink Leave a Comment