Er maður á lífi eða?

12 July, 2006 at 9:46 pm (Líf og fjör)

Jæja þá er komið að færslu…. ekki seinna vænna.

Ég er komin heim frá USA og það var geggjað, ég er líka búin að fara norður í fermingu og það var sko gott að komast í Sunnudalinn. Svo er ég líka búin að vinna og vinna, búin að kveðja nokkra vini, djamma með öðrum, halda upp á afmæli sonar og eiginmanns, gæsa vinkonur, fara í frábært ferðalag um Snæfellsnes og fleira.

Þar sem alveg hellingur hefur gerst ætla ég ekkert nánar út í það. Næst á dagskrá er hinsvegar brúðkaup á laugardaginn, þar sem ég var plötuð í hlutverk veislustjóra. Jeminn, ég hélt að það væri nú lítið mál, en þetta er nú meira verkefnið… En þetta er nú samt gaman.

Nú svo er ég að komast í 3 vikna sumarfrí núna eftir föstudaginn og eftir tvær vikur leggur maður af stað í stóra ferðalagið sitt. Planið er að fara í Flateyjardal, Herðubreiðalindir og flakka svo um norður og austurland og ætli maður keyri ekki í einum rykk svo suðurlandið heim eins og vanalega. Ég bara einhvern veginn kann ekki við suðurlandið.

But anyway…. ég er komin aftur og ætla að vera dugleg að blogga núna.

Ásdís- ef þú lest þetta skemmtu þér ótrúegla ógeðslega vel í Chile…þú veist að þú hefur bara gott af þessu 🙂

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: