Erfiður dagur…

14 July, 2006 at 10:05 pm (Líf og fjör)

Já það má með sanni segja að þessi dagur hafi verið frekar erfiður. Pjakkmundurinn minn var að hætta á Grænuborginni og það tók á alla. Bæði mig- hann og vini hans tvo sem við skildum við grátandi í dag. Þetta var mjög tilfinningaþrungið og erfitt en drengurinn litli grét þegar við vorum komin út í bíl. Það er nú samt ekki hægt að segja það sama um mömmuna sem var alvega að missa það inni á deild hjá starfsmönnunum. En svona bara er þetta og ég er viss um að maður kemst yfir þetta.

Sem betur fer erum við núna komin í tæplega 4 vikna frí svo áhyggjur af leikskólamálum verða settar bak við eyra og ekki verður hugsað um það fyrr en á Urðarhól er komið.

En út í annað… Brúðkaup Ingu og Tomma er á morgun og ég sem veislustjóri er svona smá að finna fyrir stressinu. Fattaði það áðan að ég átti engin föt til að fara í. Fann reyndar svartan kjól inni í skáp sem ég keypti í USA um daginn. Ég mátaði hann aldrei þá en hann er allt í lagi- kannski svona í þrengsta lagi, en ég vef bara einhverju sjali utan um mig! Hann er allavega þægilegur og það er fyrir öllu þegar maður þarf að standa frammi fyrir 100 manns af og til um kvöldið. Svo bara fína svarta skó og þá er ég ready. Samt kannski meira eins og ég sé að fara í jarðaför en brúðkaup- en þeir sem þekkja mig vita að ég er alltaf í svörtu. Set kannski fallega litað sjal á mig- það er málið held ég bara.

Annars er svona það helsta fyrir ræðuhöld og skemmtiatriði komið á hreint- á þó eftir að tala við hinn veislustjórann í kvöld. Svo ætlum við að mæta snemma á morgun. Þetta reddast, það er málið

Upphaflega hugmyndin var að gista- en það hefur verið hætt við það og við fáum gistingu á Slefossi. Pjakkurinn verður í pössun þar- reyndar í afmæli fyrr um daginn og svo fær hann að lúlla hjá afmælisbarninu, það þykri voða sport. Æi, það er bara ágætt að fara heim, við ætlum hvorugt að drekka, Eyjó út af göngunni og ég út af helv…. sýklalyfjum og líka því að ég er veislustjóri. Byði ekki alveg í sjálfa mig stressaða og drukkna- þið vitið að ég þarf ekkert mikið meira en tvo þrjá, til að verða vel tipsy!

En nóg um þetta. Speed er í TV-inu. Frekar fyndið að sjá þessa mynd svona núna. Sá hana á sínum tíma 16 ára þegar ég var að deita Bjarka. Jamm það var í þá gömlu góðu daga þegar gæjarnir buðu í bío og bíóið hét Austurbæjarbíó og var ekki í eign 365- eða skífunnur eða Senu eða Dagsbrúnar eða hvað þetta nú allt heitir í dag!

Heil og sæl að sinni

Skellibjallan

Advertisements

1 Comment

  1. RAGNHILDUR SYS said,

    HAHAHAHAHHAAH ÉG MAN EFTIR BJARKA!

    .. mér fannst hann ekkert lítið sætur og svalur 😉

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: