SUMARIÐ KOM Í DAG!

19 July, 2006 at 2:03 pm (Líf og fjör)

Vúhú, loksins loksins lét þetta sumar sjá sig- og ég eyði þá tímanum inni! Alveg týpískt. Reyndar á sér þetta allt ústkýringar. Ég er búin að vera á fartinum síðan snemma í morgun, við að koma Eyjó út úr bænum. Hann er sem sagt farinn og pjakkmundurinn minn ákvað að brjóta odd af oflæti sínu og skellti sér á RÓLÓ núna eftir hádegi. Hann ætlar að vera stutt í dag- svona fyrsta daginn svo ég er að nota tímann á meðan að fara í tölvuna og reyna að taka til heima.

Annars bara vona að ég veðrið verði svona þar til fram yfir Verslunarmannahelgi- það myndi henta mér og tjaldvagnin um mínum afskaplega vel. Annars hugsa ég mest um helgina núna- við tengdó eruma ð hugsa um að flýja upp í sumarbústað ef veðrið verður svona gott, slaka á og leyfa Pjakk að dúlla sér úti í náttúrunni svona á meðan að mennirnir okkar eru að jaksa sér út á Hornströndum.

Heyriðið mig, ég held nú bara að brúðkaupið síðustu helgi hafi verið með þeim skemmtilegri sem ég hef farið í, jafnvel þó að bytthildur hafi verið edrú. Reyndar hélt brúðurin að ég væri vel í glasi- en það sýnir manni bara það að það er ekkert mál að skemmta sér edrú- heyrið það! Skemmtilegast þótti mér þó þegar við veilsustjórarnir vorum búina ð ljúka formlegri dagskrá og Trúbadorinn mætti go við tókum við að syngja hástöfum. Jamm þá er mín sko komin í gírinn. Ég þurfti svo að draga Eyjó heim, því hann skemmti sér konunglega og ekki þotti honum verra að foreldrar brúðarinnar eru “sveitungar” hans. Jamm kallinn minn er nú studnum óttalega sveitó!

En nú ætla ég að drífa þrif og svona af og sækja svo pjakkinn og fara að gera eitthvað skemmtilegt. Á morgun ætlum við að fara að trufla veiðmenn í Elliðaánum….

kveð í bili- Skellibjallan

Advertisements

1 Comment

  1. María said,

    Bara farin að blogga á fullu aftur. Gott mál, gott mál. Greinilega nóg um að vera hjá þér. Hlakka til að hitta þig þegar þú ferð af stað með tjaldvagninn… 😉 hehe

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: