Dægrastytting

27 August, 2006 at 10:51 am (Líf og fjör)

Í nokkurn tíma, eða réttara sagt í nokkur ár, hefur tölvan verið mín besta dægrastytting, fyrir utan það náttúrulega að vera helsti aðstoðarmaður í náminum. Ég elska tölvuna mína og þá sérstaklega netið. En nú er þessu öðruvísi farið…

Tölvan er ekki að gera sig fyrir mig þessa dagana. Þetta var orðið hrikalegt- ekki þó þannig að hún hafi gert það vísvitandin. Ekki heldur halda að það sé tölvunni að kenna. Ég vil segja ða þetta sé sambland að aðstæðum og vana sem að séu að fara með mig þessa leið. Málið er sko, að tölvan var farin að gera mig leiða. Ég var farin að “stelast” inn á síður sem ég átti ekkert með að vera að skoða. En með því leið mér líka alvega hrikalega illa og datt niður í algjört þunglyndi.

Nú hvað gera sjálfstæðar og tölvuvæddar konur þá? Júbb, þær loka tölvunni og finna sér eitthvað annað að gera. Sem ég og gerði- fyrir utan það að opna tölvuna til þess að komast í póstinn, bankann, blogg og barnalandsíður. Ef ég ætla að skoða eitthvað annað- loka ég í snatri- og ekkert annað. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að hér er lítið bloggað, fáar stundir á msn og illa borgaðir reikningar. Vegna þess að ég á ennþá erfitt með að læra á þennan nýja internethring. En þetta kemur.

En allavega, ég fann mér nýtt áhugamál, nýja dægrastyttingu til að seyja ekki úr leiðindum hér heima. ég byrjaði á því að ná mér í bók, fann gamla ungilngabók sem að ég dýrkaði þegar ég var 13 ára. Þetta er bókin Martin og Viktoría. Hún er nú kannski heldur gróf fyrir 13 ára stelpukjána- en hún meikar sense í dag! Loskins 15 árum síðar! En ég fann líka að bókin var ekki aðalmálið, mig vantaði að gera eitthvað annað- svo ég tók upp prjónana og er búin að vera að prjóna. Og haldið þið ekki bara að ég sé komin með tæpa 10 cm af marglitum renning. Held að þetta endi sem teppi. Þó ekki fyrir fullorðna- nenni því ekki. Kannski barnateppi- jafnvel ungbarnateppi og ef ég nenni ekki meir þá bara bý ég til dúkkuteppi úr þessu! Sko ég er bjartsýn núna.

Advertisements

Permalink 1 Comment

og lífið heldur áfram….

22 August, 2006 at 6:50 pm (Líf og fjör)

jamm það er nokkuð ljóst að það gerir það. Ég farin í vinnuna aftur og fíla það bara vel. Fínt að hitta fólkið og krakkagemlingana aftur. Sumir reyndar þekktu mig ekki sökum nýrrar klippingar. En þá fór ég bara að láta eins og asni og þá mundu þau eftir mér:)

Já já ég er öll að koma til.. finnst samt ekki allir skilja mig en ég skil það líka alvega! Eyjó er enn við sama heygarðshornið og ákvað að kaupa einn nýjan bíl til viðbótar við þá sem við eigum. Ég sver það ég hef ekki einu sinni tölu á öllum þessum bílhræjum sem maðurinn dregur heim… en þessi á að vera algjört æði; reyndar áttu margir af hinum að vera það líka- en þessi er víst geggjaður. Ég þykist bara aldrei hafa heyrt það áður og brosi.

Tryggvi unir sér rosalega vel á nýja leikskólanum og það mætti halda að hann hafi ekki gert neitt annað allt sitt líf en að rífa sig upp með rótum og kynnast nýju fólki og gera allt nýtt. Æi hann er svo mikill gullmoli- eins og hann kallar sjálfan sig.

Og svo er það bara old shcool eftir tæpar 2 vikur. Vúhúvúhú, það verður gaman að sjá hvernig þetta námsráðgjafanám er. Ég býst ekkert við að vinna með skólanum þessa haustönnina, þar sem ég ákvað með tilliti til aðstæðna að taka ekki nema 20 ein fyrir áramót. Ég ætla bara að klára þetta dæmi og vera bara búin með skólann á næsta ári- nenn´ekk´meir….

En jæja, ætla að henda lasagne í ofninn, fínt að eiga frosið síðan síðast, nennti ekki að elda í kvöld.

Skellibjallan

Permalink 1 Comment

Menningarnótt

19 August, 2006 at 11:41 pm (Líf og fjör)

Jæja enn og aftur rennur hún upp, hin svívinsæla Menningarnótt. Eitthvað fór nú lítið fyrir henni hjá mér þetta árið- eða bara svona eins og það hefur verið síðustu ár. En ég tók nú samt daginn snemma og var vöknuð 6.30. Af hverju, gætuð þið spurt ykkur núna, jú ég nefnilega var mætt á flugstöðina í Rvk kl hálf átta til að ná vél til Egilsstaða klukkan átta í morgun. Ferðin var fín, alvega þrususkyggni og við sáum allt sem hægt er að sjá. Öll fjöll, allar ár, allt merkilegt, svo sem Öskjuvatn, Kárahnjúkavirkjun, Snæfellið og margt margt fleira. Við vorum 10 saman að ferðast til að fara í jarðaför, en það voru nú fleiri sem voru í sömu erindagjörðum. Maður sá það nú alvega á klæðnaðinum. Restin af farþegunum var göngufólk og sá maður það líka á klæðnaði.

En dagurinn rann fljótt og við fengum hreint út sagt frábært verður fyrir austan. Ferðin heim var ágæt líka og vorum við lent um rúmlega níu í kvöld. Þá fór eiginmaðurinn að vinna en ég ætlaði að sækja pjakkinn. Hann var hjá mömmuog hafði einmitt verið þar síðustu nótt svo við þrytum ekki að ræsa allt stóðið fyrir 7. Þegar til mömmu kom var farið á flugeldasýningu Menningarnætur og þá var mér tilkynnt að pjakkur ætlaði að vera aðra nótt hjá ömmu sinni og afa. Reyndar var hann búinn að fjasa um það alla vikuna að hann ætlaði að vera í tvær nætur en ég hélt, kannski bara svona í einfeldni minni, að hann myndi nú vilja koma heim með múttunni eftir sólarhringsaðskilnað. En NEI! Ekki vildi herramanninn það. Svo ég var send ein heim. Kallinn að vinna og hinn hjá mömmu.

Þetta hefði náttúrulega hentað afskaplega vel ef ég væri í djammpakkanum og í stuðinu- sem ég er vitaskuld ekki í þessa dagana. Þá hefði maður nú aldeilsi skellt ballskónum undir hælana og skellt sér á Menningarnæturbrölt. En þess í stað er ég komin heim, í gallabuxur og mussu, með tv og tölvu og ætla að njóta þess að fá að sofa út í fyrramálið, án þynnku eða þreytu í fótum.

Góða skemmtun allir sem einn

Skellibjallan

Permalink Leave a Comment

Nákvæmlega…

17 August, 2006 at 3:45 pm (Líf og fjör)

Opið bréf til Gunnars í Krossinum, Jón Vals Jenssonar, Snorra í Betel sem og
annarra bókstafstrúarmanna sem hafa “Sannleikann” sín megin og birtu m.a.
auglýsingu í Morgunblaðinu sl.Sunnudag varðandi “lækningu” við samkynhneigð:

Kæru bókstafstrúarmenn,
Kærar þakkir fyrir upplýsa fáfróðan almenning á Íslandi varðandi “Guðs lög” sem
og um “sannleikann”. Það er ljóst að það er mjög margt sem maður getur lært
frá ykkur – vitrari mönnum – og við reynum t.d. að miðla ykkar fróðleik eins
víða og við getum þar sem við teljum ykkur vera eins og þið segið – boðberar
sannleikans í einu og öllu.
Það eru hinsvegar nokkur atriði sem við þurfum aðstoð við varðandi “Guðs orð”
því eins og þið bentið alltaf á, er sannleikann að finna í guðs orði og orð
Guðs er óbreytanlegt og eilíft.
Eftir að hafa lesið Guðs orð undanfarið vakna nokkrar spurningar varðandi
óbreytanleika guðs orðs sem og þeirrar fullyrðingar að guðs orð sé eilíft og
hinn eini sannleikur:

1. Mig langar að selja dóttur mína í þrældóm eins og leyft er í guðs orði,
Exodus 21:7 – hvað teljið þið eðlilegt markaðsverð fyrir hana þar sem þið eruð
jú sérfræðingarnir hérna, er 18 ára og gullfalleg.
2. Ég veit að ég má ekki hafa neitt samband af neinu tagi við konu á meðan hún
er ´”túr” sbr. guðs orð Lev 15:19-24….hvernig fer ég að því að hafa ekkert
samband að neinu tagi við konu mína svo dögum skiptir ? Ber mér að flytja út úr
húsinu okkar ?
3. Í guðs orði, Lev 25:44 segir skýrt að ég megi hafa þræla – bæði karlmenn
sem og konur, svo framarlega sem þeir eru keyptir frá nágrannalöndum okkar.
Vandamálið er að ég er mjög hrifinn af Þjóðverjum og því langar mig að spyrja
af hverju ég megi ekki eiga þræla frá Þýskalandi þótt það sé ekki nágrannaland
okkar ?
4. Ég á vin sem krefst þess að vinna á “Sabbath” deginum. Í Guðs orði, Exodus
35:2 segir skýrt að hann skuli tekinn af lífi fyrir slíkan óhæfuverknað. Er ég
skyldugur til að drepa hann sjálfur eða get ég látið öðrum það eftir ?
5. Í guðs orði, Lev 21:20 segir skýrt að ég megi ekki nálgast altari guðs ef ég
hafi sjónskekkju , þ.e. ekki fullkomna sýn. Ég verð að viðurkenna að ég nota
lesgleraugu – er ekki eitthvad svigrúm hérna svo ég geti nálgast altari guðs ?
6. Flestir karlkyns vinir mínir fara í klippingu og snyrta nefhár osvfrv.,þrátt
fyrir að þetta sé stranglega bannað skv.guðs orði, Lev 19:27. Á hvaða hátt
ber að taka þessa menn af lífi ? Kitlar mig soldið að keyra yfir þá á nýja
jeppanum mínum ?
7. Frændi minn er bóndi. Því miður brýtur hann guðs orð, Lev 19:19 þar sem hann
er með 2 uppskerur á sömu jörð. Kona hans brýtur einnig sama ákvæði Guðs orðs
með því að nota 2 mismunandi efni í fötin sín (Cotton/Polyester). Hann blótar
einnig og rífur kjaft. Er það virkilega nauðsynlegt að safna öllum bæjarbúum
til að grýta þau til dauða eins og segir í guðs orði (Lev 24:10-16) ? Er ekki
bara hægt að brenna þau til dauða innan fjölskyldunnar, eins og við gerum með
fólk sem sefur hjá ættingjum sínum ?

Ég veit að þið hafið skoðað og lært þessar kenningar í einu og öllu svo ég er
sannfærður að þið getið hjálpað. Og síðast en ekki síst – bestu þakkir fyrir
að benda okkur á að Guðs orðs er ÓBREYTANLEGT og EILÍFT.
Bestu kveður,
Hinir fáfróðu
_______________________________

Tek það fram að þetta er ekki samið af mér heldur stolið af netinu og lýsir nákvæmlega minni skoðun á þessu.

Permalink Leave a Comment

Komin heim!

17 August, 2006 at 1:15 am (Líf og fjör)

Jæja þá er ég komin heim. Það var fínt að komasta í frí. Ef einhver vill nánari útlistun á ferðalaginu þá getur sá kíkt á síðuna hjá pjakkmundi- nenni ómögulega að skrifa allt hér.

Annars hlakka ég voða mikið til að byrja í skólanum. Hlutir hjá mér hafa breyst smá og því verður maður bara að aðlaga sig nýjum aðsæðum. Það er víst ekki á allt kosið!

En ég er í veikindafríi þessa viku í vinnunni. Býst við að fara eftir helgi aftur í vinnu. Þá er nú ekki mikið eftir áður en skólinn byrjar. Ég veit ekki alvega hvernig veturinn verður, tíminn verður bara að leiða það allt saman í ljós.

Hafið það sem allra best

Skellibjallan

Permalink 3 Comments