Menningarnótt

19 August, 2006 at 11:41 pm (Líf og fjör)

Jæja enn og aftur rennur hún upp, hin svívinsæla Menningarnótt. Eitthvað fór nú lítið fyrir henni hjá mér þetta árið- eða bara svona eins og það hefur verið síðustu ár. En ég tók nú samt daginn snemma og var vöknuð 6.30. Af hverju, gætuð þið spurt ykkur núna, jú ég nefnilega var mætt á flugstöðina í Rvk kl hálf átta til að ná vél til Egilsstaða klukkan átta í morgun. Ferðin var fín, alvega þrususkyggni og við sáum allt sem hægt er að sjá. Öll fjöll, allar ár, allt merkilegt, svo sem Öskjuvatn, Kárahnjúkavirkjun, Snæfellið og margt margt fleira. Við vorum 10 saman að ferðast til að fara í jarðaför, en það voru nú fleiri sem voru í sömu erindagjörðum. Maður sá það nú alvega á klæðnaðinum. Restin af farþegunum var göngufólk og sá maður það líka á klæðnaði.

En dagurinn rann fljótt og við fengum hreint út sagt frábært verður fyrir austan. Ferðin heim var ágæt líka og vorum við lent um rúmlega níu í kvöld. Þá fór eiginmaðurinn að vinna en ég ætlaði að sækja pjakkinn. Hann var hjá mömmuog hafði einmitt verið þar síðustu nótt svo við þrytum ekki að ræsa allt stóðið fyrir 7. Þegar til mömmu kom var farið á flugeldasýningu Menningarnætur og þá var mér tilkynnt að pjakkur ætlaði að vera aðra nótt hjá ömmu sinni og afa. Reyndar var hann búinn að fjasa um það alla vikuna að hann ætlaði að vera í tvær nætur en ég hélt, kannski bara svona í einfeldni minni, að hann myndi nú vilja koma heim með múttunni eftir sólarhringsaðskilnað. En NEI! Ekki vildi herramanninn það. Svo ég var send ein heim. Kallinn að vinna og hinn hjá mömmu.

Þetta hefði náttúrulega hentað afskaplega vel ef ég væri í djammpakkanum og í stuðinu- sem ég er vitaskuld ekki í þessa dagana. Þá hefði maður nú aldeilsi skellt ballskónum undir hælana og skellt sér á Menningarnæturbrölt. En þess í stað er ég komin heim, í gallabuxur og mussu, með tv og tölvu og ætla að njóta þess að fá að sofa út í fyrramálið, án þynnku eða þreytu í fótum.

Góða skemmtun allir sem einn

Skellibjallan

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: