Dægrastytting

27 August, 2006 at 10:51 am (Líf og fjör)

Í nokkurn tíma, eða réttara sagt í nokkur ár, hefur tölvan verið mín besta dægrastytting, fyrir utan það náttúrulega að vera helsti aðstoðarmaður í náminum. Ég elska tölvuna mína og þá sérstaklega netið. En nú er þessu öðruvísi farið…

Tölvan er ekki að gera sig fyrir mig þessa dagana. Þetta var orðið hrikalegt- ekki þó þannig að hún hafi gert það vísvitandin. Ekki heldur halda að það sé tölvunni að kenna. Ég vil segja ða þetta sé sambland að aðstæðum og vana sem að séu að fara með mig þessa leið. Málið er sko, að tölvan var farin að gera mig leiða. Ég var farin að “stelast” inn á síður sem ég átti ekkert með að vera að skoða. En með því leið mér líka alvega hrikalega illa og datt niður í algjört þunglyndi.

Nú hvað gera sjálfstæðar og tölvuvæddar konur þá? Júbb, þær loka tölvunni og finna sér eitthvað annað að gera. Sem ég og gerði- fyrir utan það að opna tölvuna til þess að komast í póstinn, bankann, blogg og barnalandsíður. Ef ég ætla að skoða eitthvað annað- loka ég í snatri- og ekkert annað. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að hér er lítið bloggað, fáar stundir á msn og illa borgaðir reikningar. Vegna þess að ég á ennþá erfitt með að læra á þennan nýja internethring. En þetta kemur.

En allavega, ég fann mér nýtt áhugamál, nýja dægrastyttingu til að seyja ekki úr leiðindum hér heima. ég byrjaði á því að ná mér í bók, fann gamla ungilngabók sem að ég dýrkaði þegar ég var 13 ára. Þetta er bókin Martin og Viktoría. Hún er nú kannski heldur gróf fyrir 13 ára stelpukjána- en hún meikar sense í dag! Loskins 15 árum síðar! En ég fann líka að bókin var ekki aðalmálið, mig vantaði að gera eitthvað annað- svo ég tók upp prjónana og er búin að vera að prjóna. Og haldið þið ekki bara að ég sé komin með tæpa 10 cm af marglitum renning. Held að þetta endi sem teppi. Þó ekki fyrir fullorðna- nenni því ekki. Kannski barnateppi- jafnvel ungbarnateppi og ef ég nenni ekki meir þá bara bý ég til dúkkuteppi úr þessu! Sko ég er bjartsýn núna.

Advertisements

1 Comment

  1. Tinna said,

    Hæ dúlla – til hamingju með afmælið í dag! Já það styttist í næsta stórafmæli hehe 😉 Dekraðu nú soldið við þig í dag og við heyrumst!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: