Herinn farinn

30 September, 2006 at 10:45 pm (Líf og fjör)

Þetta er fyrirsögn á textavarpinu. Í fréttunum var sýnt frá “draugabæum” á Miðnesheiði. Einnig var sýnd mjög dramaþrungin kveðjuathöfn. Herstöðvarandstæðingar fagna, margir aðrir fanga. En það er líka alvega hellingur af fólki sem fagnar ekki. Til að mynda dansa ég engan stríðsdans. Af hverju ekki? Jú vegna þess að ég vildi ekkert að herinn færi. Og þegar ég læt þessa skoðun mína í ljós er eins og ég sé bara svarti sauðurinn í fjölskyldunni (sauðurinn er í  þessu tilviki er öll íslenska þjóðin).

En það er ekki bara það að mér finnist sárt hversu slæmt þetta er fyrir Reykjanesbæ, hversu hrikalegt þetta er fyrir margar fjölskyldur þar sem aðilar hafa misst vinnu sína og einnig hversu vont þetta er fyrir fyrirtæki sem hafa komið að einhverju leyti að rekstri og þjónustu við herstöðina. Þetta er ekki það eina sem mér finnst slæmt. Við virðumst vera búin að gleyma hvað hersetan hér á landi hefur gert fyrir land og þjóð. Við vorum náttúrulega óttalega sveitó hér áður en herinn mætti á svæðið. Þá er ég að tala bæði um Bretann og Kanann. Seta varnarliðsins hér á landi hefur auk þess komið okkur vel hvað ýmsa samninga og önnur fríðind hjá hinum stóru samtökum úti í heimi varðar. Og að lokum þá er það dægurmenningin sem hefur spilað stórt hlutverk í lífi okkar íslendinga. Sjónvarpið, sápuóperur, nammi og önnur ó/hollusta kom með Kananum.

En þegar öllu er á botnin hvolft þá er það versta að mínu mati að við erum herlaus. Jújú sumir myndu hoppa hæð sína af gleði einmitt út af því. En ég held mig við fyrri skoðun mína og bendi fólki á að við erum á mjög hernaðarlegu mikilvægu svæði- jafnvel þrátt fyrir að Kalda stríðinu sé lokið. Oh ooo mæ god, þegar yfirlýsingar um að nú ríki ekki lengur stríð og að við lifum á friðartímum er svo alröng… ég meina, er fólk bara búið að gleyma eða lokar það augunum fyrir þeim stríðum sem eru í gangi. Halló! Írak, Afganista etc…. Þessi stríð eru sko ekki lengi að breiðast út og ekki er langt síðan að hryðjuverkaárasir voru gerðar í borgum nálægt okkur, s.s. Barcelona og London. JEJEJE við lifum á friðartímum my ass….

 :(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(

Advertisements

Permalink 6 Comments

verkefnið í viðtalstækni…

30 September, 2006 at 5:52 pm (Líf og fjör)

…liggur á mér eins og skata. Gjörsamlega. Ég tók smá æfingar viðtal við systur mína í dag, þar sem hún kom til mín. Ég gerði sirkabát 4 tilraunir og lengsta viðtalið var næstum því 3 mín….. 3MIN!!!!! þetta á að vera 15 mín langt viðtal. Ég vona svo innilega að viðmælandi minn á morgun hafi frá helling að segja.

Út í annað… býst ekki við að komast í þrítugsafmæli sem mér var boðið í í kvöld. Ég fæ ekki pössun. Ætli það endi ekki með því að ég sitji í sófagerpinu mínu, með nammi og kók og glápi á íslenskt sjónvarpsefni í Ríkiskassanum í kvöld. Húrra fyrir 40 árum RUV!

En áfram skýringar, endurorðun, speglun og samantekt- ásamt opnum spurningum….

SKELLIBJALLAN kveður því að sinni

Permalink Leave a Comment

Mr. H

30 September, 2006 at 1:09 am (Líf og fjör)

Vá…. ég tók mér smá pásu og ákvað að horfa á ógeðið mr. H. En herra há er rauðhærða ógeðið Horatio Caine í CSI:Maimi. Díjsús bobby hvað ég er ekki að meika manninn. Hann er svo illalegur og leiðinlegur og leikarinn ofleikur þetta svoooo mikið. Reyndar er vinkona hans hún Alexx líka í overdúinu. Jeminn eini! En ég horfi samt. Getum sagt að Delko og Wolf reddi málunum. Reyndar fer hún ljóshærða byssugella líka í mínar fínustu, en ég horfi samt. Ég vil bara fá 100 x fleiri CSI með Grissom & co. Það eru sko karakterar að mínu skapi.

Over….

Permalink 2 Comments

Verkefnós og allt það

29 September, 2006 at 6:18 pm (Líf og fjör)

Nú ætla ég að fara að vera duglegri að blogga. Það er búið að vera geeeðveiki að gera hjá mér. Ég hef varla litið á sjónvarpið. En svona er þetta, þegar maður ákveður að skella sér til útlanda á miðri önn. En maður hefur nú samt gott af því að finna smá fyrir pressunni. Nú á ég bara 2 verkefni eftir. Reyndar bara 1 sem á að skilast áður en ég fer út, en skiladagur á hinu er eftir að ég kem heim, en glætan að ég nenni að hafa það hangandi yfir mér úti, svo ég byrja allavega á því og sé hversu langt ég kemst með það.

Annars er allt gott að frétta. Eiginmaðurinn tilvonandi skrapp núna á gæsaveiðar og ég vona svo að hann komi með fullt af gæsakjöti heim. Ummmmmm! Pjakkmundur unir sér vel í leikskólanum og púkast vel inn á milli, eins og fram kemur á heimasíðu hans. Síðast í gær tókst honum að leysa helsta þjóðarvanda Íslendinga. Deiluna um Hálsalón! Jamm hann er soddan spekingur og gömul sál, það er alvega á hreinu.

Ég er búin að ætla að skrifa svo margt sniðugt hér inn á síðustu dögum en er að sjálfsögðu búin að gleyma því núna…svo Skellibjallan kveður núna.

Permalink 2 Comments

Boston!

17 September, 2006 at 11:09 pm (Líf og fjör)

Jæja, þá er lillebro búinn að kjafta. En það er sem sagt komið á hreint að ég er að fara að skella mér til Boston. Ég veit ég sagðist ekki ætla að fara þangað fyrr en ég yrði þrítug- en núna hafa bara málin breyst og það hentar okkur að fara núna. En það er nú ekkert þar með sagt að ég fari ekki neitt þegar ég verð þrítug- kannski bara til Grikklands eða eitthvað!

En allavega, lífið heldur áfram sinn vanagang. Við systur fórum í sumarbústað með mömmu og Gunna núna um helgina. Pjakkur kom að sjálfsögðu líka með. Það var bara kósý, við spiluðum, borðuðum góðan mat, kjöftuðum og nutum þess að vera til. Svo stoppaði ég á Selfossi og lét laga á mér hárið- maður verður nú að vera flottur um hárið í Boston…

En það er einn hængur á þessari ferð minni. Ég þarf að klára að minnsta kosti 6 verkefni áður en ég fer út. Það eru ekki nema 3 vikur til stefnu svo nú verður sett í 5 gír og hana nú.

Heyrumst

Skellibjalla Ameríkurfari

Permalink 2 Comments

Námsráðgjafanámið…

8 September, 2006 at 11:10 pm (Líf og fjör)

leggst betur og betur í mig. Í fyrsta tímanum svitnaði ég bara í lófunum en nú er þetta bara orðið skemmtilegt. Ég hlakka bara til og þá er nú mikið sagt. Ég held að þetta eigi nú bara alvega ágætlega vel við mig og mest af öllu hlakka ég til að útskrifast. Ég er reyndar að taka 20 einingar núna á þessari önn. Ég ætla nefnilega að ná að útskrifast með tvær diplómur næsta sumar. Ég átti bara eitt námskeið- sem er þó 5 einingar eftir í Fötlunarfræðinni til að ná að ljúka þeirri diplómu.

Ég á að byrja í starfþjálfun núna bráðum. Ég fékk úthlutað á svæðismiðlun í 1. þrepi. Það verður ótrúlega forvitnilegt að prófa það. Eftir áramót fer ég svo í skólana. Mig langar mikið að prófa bæði grunn og framhaldskóla. Hef ekki mikinn áhuga á háskólunum. Þetta verður bara stuð!

En út í annað. Mig langar svo til útlanda. Getur það verið? spyrjið þið örugglega. En já, ég verð að viðurkenna að ég er svolítið veik fyrir þeirri hugmynd og sérstaklega að fara til USA aftur. Mér finnst svo gaman að fara þangað- get bara ekki að því gert. En jæja, ég vona að einhver nenni að lesa þetta. Virðist sem enginn geri það…. þið vitið að það er kommentakerfi hér…….

Permalink 4 Comments

Ammælisstelpa

3 September, 2006 at 11:08 pm (Líf og fjör)

Júhú, nú er maður bara búinn að eiga afmæli. Það var á föstudaginn og var afmælisdagurinn góður að vanda. Skólinn byrjaði þá eins og svo oft áður og það var bara fínt að fara svona í einn tíma og fá svo helgargfrí.

Ég þakka öllum sem að hringdu og sendu mér skilaboð og skeyti! Ég hafði ekki tíma né nenni að þakka öllum persónulega svo hér með er þakklæti mínu komið á framfæri til allra. Takk takk takk fyrir að hugsa til mín.

Eftir skóla hittumst við Ásdís og María á Hressó, bara svona for old time sake…það var fínt. Um kvöldið fórum við skötuhjúin út að borða og í bíó. Það var sko voða kósý og fínt- að sjálfsögðu. Í gær var svo heldur betur tekið á því. Við Ásdís og María höfðum ætlað út að borða í tilefni afmæla okkar- en engin okkar hafði haldið neitt sérstaklega upp á þau. Hinsvegar forfallaðist María, svo við Ásdís fórum bara tvær. Við fórum á Hereford, fengum okkur fordrykk, þriggja rétta máltíð og rauðvín og bjór og skot og borgðuðum 3000 kall á mann fyrir það. Ekki slæmt! Svo ætluðum við að gera eitthvað en vissum ekki hvað. SKyndlega var Ásdís búin að plata mig á Sálarball í Mosó. Og ég sem ætlaði aldrei fyrir mitt litla líf að fara þangað- þvílíkar horrarsögur hef ég heyrt af því “þorpi” Nei ég segi svona. Við fórum í smá teiti hjá vinum Ásdísar og svo lá leiðin í Hlégarð. Það var alveg ótrúelga gaman. Ég hitt nokkra sem að ég kannaðist við, alltaf gaman að hittast á alvöru balli. Við tókum svo bara taxi heim saman nokkrar og það var gott að komast í bólið.

Annars er helgin bara búin að vera fínt. Við gerðum líka stórkaup í Ikea og nú er allt að verða svo fínt og flott hjá okkur. Mér tókst að kaupa nýja heimasíma líka, svo nú er loksins hægt að hringja í mig… vei vei vei.

En allavega, skólinn á morgun; starfsþjálfun—spennó!

Skellibjellan

Permalink Leave a Comment