Boston!

17 September, 2006 at 11:09 pm (Líf og fjör)

Jæja, þá er lillebro búinn að kjafta. En það er sem sagt komið á hreint að ég er að fara að skella mér til Boston. Ég veit ég sagðist ekki ætla að fara þangað fyrr en ég yrði þrítug- en núna hafa bara málin breyst og það hentar okkur að fara núna. En það er nú ekkert þar með sagt að ég fari ekki neitt þegar ég verð þrítug- kannski bara til Grikklands eða eitthvað!

En allavega, lífið heldur áfram sinn vanagang. Við systur fórum í sumarbústað með mömmu og Gunna núna um helgina. Pjakkur kom að sjálfsögðu líka með. Það var bara kósý, við spiluðum, borðuðum góðan mat, kjöftuðum og nutum þess að vera til. Svo stoppaði ég á Selfossi og lét laga á mér hárið- maður verður nú að vera flottur um hárið í Boston…

En það er einn hængur á þessari ferð minni. Ég þarf að klára að minnsta kosti 6 verkefni áður en ég fer út. Það eru ekki nema 3 vikur til stefnu svo nú verður sett í 5 gír og hana nú.

Heyrumst

Skellibjalla Ameríkurfari

Advertisements

2 Comments

  1. Ásdís said,

    Ameríka, America, Americana… Spurning um að koma sér upp heimili hinu megin við hafið? Köben skvísan orðin Ameríkufíkill, hverjum hefði dottið það í hug?

    Reyndar skil ég þig mjög vel, ég væri alveg til í að versla í Ameríkunni, ég veit reyndar ekki hvort ég myndi treysta ykkur með GPS tæki- kannski það væri í lagi ef maður er með fullgild skilríki meðferðis, Visakort er ekki tekið sem skilríki þarna er það nokkuð????

    Spýta í lófana, einfalda verkefnin í stressinu og klára þau! Síja

  2. Skellibjalla said,

    Hehe, ertu viss um að þú viljir ekki villast með okkur í Ameríku. En það er nokkkuð ljóst að í þessari ferð verða ökuskírteini ætíð meðferðis sem og höfum við séð til þess að fá almenninglegt GPS tæki. Þetta verður bara gaman.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: