Verkefnós og allt það

29 September, 2006 at 6:18 pm (Líf og fjör)

Nú ætla ég að fara að vera duglegri að blogga. Það er búið að vera geeeðveiki að gera hjá mér. Ég hef varla litið á sjónvarpið. En svona er þetta, þegar maður ákveður að skella sér til útlanda á miðri önn. En maður hefur nú samt gott af því að finna smá fyrir pressunni. Nú á ég bara 2 verkefni eftir. Reyndar bara 1 sem á að skilast áður en ég fer út, en skiladagur á hinu er eftir að ég kem heim, en glætan að ég nenni að hafa það hangandi yfir mér úti, svo ég byrja allavega á því og sé hversu langt ég kemst með það.

Annars er allt gott að frétta. Eiginmaðurinn tilvonandi skrapp núna á gæsaveiðar og ég vona svo að hann komi með fullt af gæsakjöti heim. Ummmmmm! Pjakkmundur unir sér vel í leikskólanum og púkast vel inn á milli, eins og fram kemur á heimasíðu hans. Síðast í gær tókst honum að leysa helsta þjóðarvanda Íslendinga. Deiluna um Hálsalón! Jamm hann er soddan spekingur og gömul sál, það er alvega á hreinu.

Ég er búin að ætla að skrifa svo margt sniðugt hér inn á síðustu dögum en er að sjálfsögðu búin að gleyma því núna…svo Skellibjallan kveður núna.

Advertisements

2 Comments

  1. Solla said,

    Æi – vá! Þú ert audda bara dugnaðarforkur Hildur Halla mín!!!! Legg til að við förum að hittast vinkonurnar úr VT–skólanum – jafnvel líka gaurarnir. Væri ekki leiðinlegt 🙂 Alveg sex ár síðan við útskrifuðumst 🙂 Ekki seinna vænna en að rifja upp gömul kynni hehe.

    Bestu kv.
    Sólveig VT-ARI og BJÓR sukkari – Í DEN að minnsta kosti tíhí.

  2. skellibjalla said,

    Hey, Solla. Gaman að þú skyldir kíka hér inn. En bara smá forvitni, hvernig vissiru um síðuna? Kom kannski linkurinn með síðasta pósti sem ég sendi þér? Man ekki eftir því. En allavega. Tek undir smá hitting. Spurning um að fara að finna liðið, væri sko gaman að hitta gellurnar og dúddana…. Heyrumst HH

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: