Herinn farinn

30 September, 2006 at 10:45 pm (Líf og fjör)

Þetta er fyrirsögn á textavarpinu. Í fréttunum var sýnt frá “draugabæum” á Miðnesheiði. Einnig var sýnd mjög dramaþrungin kveðjuathöfn. Herstöðvarandstæðingar fagna, margir aðrir fanga. En það er líka alvega hellingur af fólki sem fagnar ekki. Til að mynda dansa ég engan stríðsdans. Af hverju ekki? Jú vegna þess að ég vildi ekkert að herinn færi. Og þegar ég læt þessa skoðun mína í ljós er eins og ég sé bara svarti sauðurinn í fjölskyldunni (sauðurinn er í  þessu tilviki er öll íslenska þjóðin).

En það er ekki bara það að mér finnist sárt hversu slæmt þetta er fyrir Reykjanesbæ, hversu hrikalegt þetta er fyrir margar fjölskyldur þar sem aðilar hafa misst vinnu sína og einnig hversu vont þetta er fyrir fyrirtæki sem hafa komið að einhverju leyti að rekstri og þjónustu við herstöðina. Þetta er ekki það eina sem mér finnst slæmt. Við virðumst vera búin að gleyma hvað hersetan hér á landi hefur gert fyrir land og þjóð. Við vorum náttúrulega óttalega sveitó hér áður en herinn mætti á svæðið. Þá er ég að tala bæði um Bretann og Kanann. Seta varnarliðsins hér á landi hefur auk þess komið okkur vel hvað ýmsa samninga og önnur fríðind hjá hinum stóru samtökum úti í heimi varðar. Og að lokum þá er það dægurmenningin sem hefur spilað stórt hlutverk í lífi okkar íslendinga. Sjónvarpið, sápuóperur, nammi og önnur ó/hollusta kom með Kananum.

En þegar öllu er á botnin hvolft þá er það versta að mínu mati að við erum herlaus. Jújú sumir myndu hoppa hæð sína af gleði einmitt út af því. En ég held mig við fyrri skoðun mína og bendi fólki á að við erum á mjög hernaðarlegu mikilvægu svæði- jafnvel þrátt fyrir að Kalda stríðinu sé lokið. Oh ooo mæ god, þegar yfirlýsingar um að nú ríki ekki lengur stríð og að við lifum á friðartímum er svo alröng… ég meina, er fólk bara búið að gleyma eða lokar það augunum fyrir þeim stríðum sem eru í gangi. Halló! Írak, Afganista etc…. Þessi stríð eru sko ekki lengi að breiðast út og ekki er langt síðan að hryðjuverkaárasir voru gerðar í borgum nálægt okkur, s.s. Barcelona og London. JEJEJE við lifum á friðartímum my ass….

 :(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(:(

Advertisements

6 Comments

 1. Elin said,

  Heyr heyr!!! Ég er nú alveg örugglega ekki aðdándi þegar kemur að kananum, en hann hefur nú séð um að tryggja þjóðaröryggi í rúma hálfa öld og mér leið bara vel með það. Núna er fjölda manns búin að missa lífsviðurværið, fyrirtæki og stofnanir misst stóran hóp viðskiptavina sinna. Núna stendur þarna allt tómt og tilbúið til að grotna niður og enginn veit hvað á að gera við allar þessar byggingar og enginn þorir að taka af skarið. Byggjum heldriborgara paradís!!!

 2. alex said,

  Svo sammála þér með herinn hildur.

 3. Gummi á Borgarveginum. said,

  Hvað heyri ég, þurfti að lesa þetta yfir aftur til að trúa, en samt trúi ég ekki að enn sé til fólk sem saknar hersins, svo þú hlýtur að vera að djóka, ég vissi það þú er að djóka.
  Ég bý nú ekki langt frá varnarsvæðinu gamla og þekki mikið af fólki sem unnið hefur á vellinum, og ég get sagt þér það að það saknar ekki nokkur maður Kanans, ekki einn, og það sem meira er það er búin að vera hér stanslaus blíða síðan þeir skelltu á eftir sér og fóru.
  Svona er það nú hér góða mín í gamla Kanalandi.

 4. skellibjalla said,

  Hummmm. Gummi minn- eða ætti ég kannski að segja GUNNI minn. Skrítið að þú þekkir ekki neinn, ekki einn einasta sem að saknar hersins. Ég þekki þá nefnilega nokkrar. Greinilegt að fólk skiptist í tvær fylkingar með þetta, eins og margt annað. En ég er ekki að djóka og hinir sem kommentuðu á undan þér voru ekki heldur að djóka 😉

 5. Labbus Kakkalakksky said,

  Hey Hildur ég er svo sammála þér ,ég nefnilega bý í offiseraklúbbnum og það er ekki matarbita að fá hér lengur,svo ekki sé minnst á áfengið,tóbakið og stuðið.
  en þetta er í lagi börnin mín eru flutt til Reykjavíkur og þegar þau eru búinn að koma sér fyrir þá senda þau eftir mér,kannski við hittumst þá.
  Kær kveðja labbus.

 6. skellibjalla said,

  Kæri Labbus Kakkalakksky. Ég vorkenni þér alvega hrikalega. Að vera svona einn og yfirgefinn á Officeraklúbbnum. Svo er líka búið að loka bíóinu, svo þú getur ekki einu sinni flúið þangað og maulað nokkur gömul popp!

  En veistu, ég er að fara til USA. Á ég ekki bara að smygla þér með mér. Við sendum bara fjölskylduna þína með næsta hóp sem fer. Það er ekkert fyrir þig að gera hér á Íslandi fyrst að herinn er farinn

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: