Engin hreyfing

26 October, 2006 at 6:57 pm (Líf og fjör)

Merkilegt, oft á milli 18.30 og 19.30 er lítil hreyfing á netinu. Þá eru fáir inni á msn, umræðurnar á barnalandi færast mjöööög hæææægt upp á við og enginn bloggar. Mér þykir líkleg orsök þessa vera sú að það er matartími…. og því ætla ég að blogga hér, bara svona fyrir þá sem eru að vafra á netinu og vilja sjá eitthvða nýtt. En ætla ég að segja eitthvað af viti? Nei ég býst ekki við því. Kannski ég þá afsaki bara síðustu færslu. Myndirnar eru alvega ofboðslega stórar. En það er bara annað hvort í ökla eða eyra og það var bara í boði að vera með svona HUGE eða þá að vera með TINY… svo ég valdi stærri gerðina. Kannski maður geti fiktað eitthvað smá meira einn daginn þegar maður hefur ekkert að gera og lagi þetta. En þangað til verðið þið bara að þola þetta!

Nú kraumar kjötsúpan í pottinum hjá mér. Nammi nammi, út er kalt og næsta víst að veturinn er á leiðinni og því alvega tilvalið að fá sér góða kjötsúpu.

Næsta mál á dagskrá hjá mér er að klára tvö verkefni. Eitt þar sem Ragnhildur systir gerðist tilraunadýr og svo hitt um mig sjálfa- yfirspurningin er “hver er ég” og á ég að svara þessari spurningu með tilvísun í bókina becoming að helper. Þetta er svona ferðalag um mig með aðstoð Corey og Corey- hljómar spennende- ekki satt? Úff púff!

Enívei, Skellibjöllu hungrar í kjötsúpu núna og ætlar að taka hana af hellunni og bjóða til borðs.

Advertisements

Permalink Leave a Comment

Menningarferð

25 October, 2006 at 4:59 pm (Líf og fjör)

Hér á eftir verður sagt frá menningarferð sem farin var laugardagskvöld- og nótt síðustu helgi. Ég vil beina athygli fólks að því að börnum og gamalmennum er ráðlagt að halda fyrir augun!

The three amigos gengu hálfan Laugarveginn í leit að ætistað. Að lokum var tekið á móti okkur á Caruso og þar fegnum við okkur einn drykk. Það var Mohito að hætti útlendinga… Eins og sjá má þá vorum við mjög dannaðar og fínar- eins og sönnum menningarsinnum ber að vera.

oktober-2006-067-small.jpg 

 Að loknu borðhaldi töltu við aðeins ofar og settumst inn á Sólon. Við ákváðum þar að við skyldum fá okkur einn drykk á hverjum stað og það hélt, en þó bara þar til við vorum búnar með svo marga að við mundu ekki hvert við vorum búnar að fara…

oktober-2006-077-small.jpg

Þessi mynd var tekin á nýjum stað  DECO og þessar hér fyrir neðan líka- en við komumst í smá myndavélastuð. Ásdís sýndi okkur Maríu sinn innri mann

oktober-2006-084-small.jpg 

Reyndar ákvað ég þá að sýna hennir hvernig maður á að súpa á svona fínum mjöð

oktober-2006-085-small.jpg

Eftir þetta duttum við inn á þann fína stað Vitkor og urðum skyndilega minnihlutahópur. “Helvítis útlendingar” eins og þeir kölluðu sig sjálfir höfðu mikinn áhuga á okkur- enda ekkert skrítið. Við svona gasalega lekkarar og fínar frúr.

 oktober-2006-114b-small.jpg

Sem að málum okkur bara frammi fyrir öðrum, líka til að sýna þeim að maður þarf að vera fínn þegar maður er menningarviti- ekki dugir að mæta í vinnufötunum…Svo sungum við og dönsuðum alvega í takt við músíkina… hvað annað?

 oktober-2006-110-small.jpg

Og létum fólkið á næsta borði ekki í friði- en í hvert sinn sem tekin var mynd af Maríu kvörtuðu þau undan flassinu. Reyndar tóskust svo sættir með borðunum tveim;)

 oktober-2006-093-small.jpg

Og svo kunnum við líka að skemmta okkur svo svakalega vel og pósa….

oktober-2006-095-small.jpg

En sem sagt… þeir staðir sem heimsóttir voru í þessari ferð sem ekki er búið að tíunda hér eru að auki, Paris, Sólon (3 sinnum), Ölstofan og Hverfis. Því miður eða kannski sem betur fer var búið að loka Oliver þegar við ætluðum að dröslast þar inn.

En já, svo hittir maður líka studnum gamla vini á djamminu. Hér má sjá endurfundi gamalla vina sem ekki hafa sést í 10 ár.

oktober-2006-121-small.jpg

Elsku mennigarvitarnir mínir, takk fyrir frábært kvöld “þá sjaldan sem maður lyftir sér upp!” hohoho

Permalink 1 Comment

Sumar auglýsingar…

20 October, 2006 at 11:21 pm (Líf og fjör)

meika bara ekki sense. Ég meina hver er ávinningurinn af því að fá eitthvað sem er ókeypis í kaupbæti með því sem þú kaupir? Nei maður bara spyr sig, svona eðlilega!

Permalink Leave a Comment

Stjörnuspá ársins…

20 October, 2006 at 5:23 pm (Líf og fjör)

 • Vatnsberi (20. janúar – 19. febrúar): Þú ert sérvitur og skrýtinn, og alltaf svo langt á undan samtímanum að enginn skilur þig eða getur notað hugmyndir þínar. Vissulega ertu svalur, en þú ert svo sjálfstæður, ópersónulegur og hræddur við raunverulegan innileika, að þú ert í raun alltaf einn, frosinn í einskis manns landi. Týndur á skýi í háloftunum.
 • Fiskur (19. febrúar – 20. mars): Þú ert rugluð og týnd sál og hefur ekki hugmynd um hvernig þú átt að nýta hæfileika þína eða í hvaða átt þú átt að fara. Þú vilt vera alls staðar og upplifa allt. En þar sem þetta er ómögulegt, þá fer allt í vitleysu. En það gerir ekkert til, þú ert sérfræðingur í sjálfsblekkingum og því að flýja raunveruleikann.
 • Hrútur (20. mars – 20. apríl): Þú ert óþolinmóður og fljótfær egóisti, góður að lofa öllu fögru, en fljótur að gefast upp og láta aðra þrífa upp skítinn. Þú ert keppnismaður og sérlega klár í að keppa við ranga aðila og slá tilgangslaus högg útí loftið. Þú ert kvikindi, en það hjálpar hversu einlægur, barnalegur og einfaldur þú ert.
 • Naut (20. apríl – 21. maí): Þú ert latur og þrjóskur, enda löngu staðnaður og fastur í sama farinu. Peningar og þægindi eru það eina sem þú hugsar um, enda háður nautnum, mat, sykri og skynörvandi efnum. Þú hreyfist ekki úr stað og selur sannfæringu þína hæstbjóðenda. Þú ert lítið betri en stífluð rotþró.
 • Tvíburi (21. maí – 20. júní): Þú ert eirðarlaus og yfirborðslegur, alltaf á hlaupum frá einu tilgangslausu verkefni í annað, með hundrað ókláruð járn í eldinum. Þú ert sí ljúgandi, enda sérfræðingur í að gefa loforð sem þú getur ekki staðið við. Vissulega ertu vel gefinn, en þú sóar hæfileikum þínum í blaður og óþarfa.
 • Krabbi (21. júní – 23. júlí): Þú þykist vera töff, en ert í raun aumingi og tilfinningasósa, og getur ekki talað og tjáð þig, nema með því að væla og kvarta. Þú ert fastur í fortíðinni og munt því fyrr en síðar kafna í drasli og gömlum minningum. Þegar þú reiðist þá fer allt í einn graut og upp blossar grimmd og hefnigirni. En svona dags daglega þá ertu fúll, þunglyndur og sjálfsvorkunnsamur.
 • Ljón (22. júlí – 23. ágúst): Þú ert eigingjarn og of upptekinn af eigin málum til að hafa áhuga á öðrum. Þú veist allt og hlustar ekki eða öskrar á andmælendur þína. Þú ert svo barnalegur, einlægur og trúgjarn, að það er augljóst að þú hefur aldrei fullorðnast. Þú ert latur, en þegar þú gerir eitthvað, þá gengur þú of langt.
 • Meyja (23. ágúst – 23. september): Þú ert einn leiðinlegasti maður í heimi, alltaf að kvarta, gagnrýna og skipta þér af fólki, en segir aldrei neitt sem gagnast öðrum. Þú ert alltaf á hlaupum, þykist vera duglegur, en gerir aldrei neitt af viti, ekki frekar en stormur í tebolla. Þú ert stressuð taugahrúga.
 • Vog (23. september – 22. október): Þú þykist vera ljúfur og vingjarnlegur, en ert í raun falskur og eigingjarn, brosir framan í fólk, en lýgur og ferð bakvið aðra. Það tekur þig óratíma að taka ákvaðanir, en þegar það loksins gerist, ertu óhagganlegur, enda of latur til að hugsa málin aftur og of upptekinn af því að smjaðra fyrir öðrum.
 • Sporðdreki (23. október – 21. nóvember): Þú ert frekur og valdasjúkur, færð einstök mál á heilann (þráhyggja) og ert því einhæfur og hundleiðinlegur. Þú ert ímyndunarveikur og tortrygginn, móðgast útaf engu og gerir úlfalda úr mýflugu. Lífið er annað hvort frábært eða ómögulegt. Þú ert eins og biluð plata, stöðugt að spila sama lagið.
 • Bogmaður (22. nóvember – 21. desember): Þú ert týpan sem grautar í öllu, en kann ekkert, enda alltaf á hlaupum úr einu í annað. Þú átt erfitt með að þekkja takmörk þín, ert agalaus, flýrð óþægindi og veist ekki hvernig þú átt að nýta hæfileika þína. Ef þú nærð tökum á einhverju, þá hleypur þú í verkefni sem þú ræður ekki við.
 • Steingeit (21. desember – 20. janúar): Þú ert stífur og vansæll vinnualki, fastur í tilgangslausum siðum og reglum, alltaf að skipta þér af öðrum og segja þeim að gera það sem þú getur ekki gert sjálfur. Þú ert snobbaður og þráir stöðutákn, enda með minnimáttarkennd sem þú heldur að hægt sé að breiða yfir með titlum og merkjavöru.

..og dæmi hver fyrir sig!

Permalink Leave a Comment

Húrra fyrir Iceland Express

19 October, 2006 at 9:10 pm (Líf og fjör)

Mikið varð ég ánægð þegar ég rak augun í eina frétt í Mogganum í dag. Iceland Express ætlar að fara að flúgja til Boston og New York. Mikið var, enda löngu kominn tími til segi ég nú bara. Er búin að bíða eftir samkeppni í Ameríkuflugið lengi- samkeppnin leiðir að sjálfsögðu af sér lægra verð fyrir mig! Jamm nú get ég opniberlega tilkynnt það að ég er Ameríkufan og verð það allavega eitthvað lengur. Nú get ég loksins fengið almenninlega útrás fyrir þessu æði mínu án þess að borga milljón og fimmtíuþúsund í hvert sinn.

Já, í sömu frétt- eða það sem var nú aðalfréttin, var sagt að sömu aðilar ætluðu að fara að fljúga innanlands líka, Akureryi og Egilstaðir. Hipp hipp hurrei, fyrir því líka. Fannst nú samt bjánlegt kommentið sem FI settti fram. “Við erum ekki með einokiun, við erum í bullandi samkeppni við einkabílnni” Kom on sko, hvernig er hægt að líkja flugi og keryslu saman….. Stupid people!

Permalink Leave a Comment

Lífið

18 October, 2006 at 6:10 pm (Líf og fjör)

Stundum stend ég sjálfa mig að því að vorkenna mér alvega voðalega mikið. Ég hef alvega lent í ýmsu í gegnum ævina sem er ekkert sem að fólk vill endilega upplifa. En svo kemur alltaf af því að ég þarf að slá sjálfa mig utan undir til að vakna til lífsins.

Í netsamfélaginu barnaland.is getur maður “kynnst” misjöfnu fólki og  þeirra lífi. Til að mynda var ég að koma úr “heimsókn” frá tveimur fjölskyldum. Og þegar ég tala um heimsókn þá á ég við innlit á vefsíðu þeirra. Mikið hrikalega getur fólk á erfitt, mikið rosalega þarf sumt fólk að gagna í gegnum margt erfitt. Til hvers? spyr maður sig vitanlega. Og ekki ég ég svarað því.

Ég held að það sé mann afskaplega hollt að líta í kringum sig og átta sig á því að maður er ekki einn í heiminum og að vandamál manns eru oft og tíðum ekki neitt neitt, miðað við vandamál og erfiðleika annarra. En því miður dettur maður oft í að vorkenna sjálfum sér. Kannski er það í lagi, svo lengi sem að maður kemur sér úr því sem snöggvast aftur. Það er í lagi að líða illa, en maður verður að koma sér upp úr því á endanum- ég held að það sé það sem ég sé að meina með þessari færslu.

Permalink Leave a Comment

Hvalveiðar hafnar aftur

17 October, 2006 at 7:44 pm (Líf og fjör)

Júhú! Loksnis eru hvalveiðar hafnar aftur. Ég sem íslendingur er bara voðalega ánægð með það og skil ekki hvað fólk er að væla yfir þessu. Varð frekar hneyksluð þegar breski sendiherrann fór að tjá sig um þetta mál. Hvað er hann að væla, af hverju eru Bretar sem þjóð á móti hvalveiðum. Af því að hvalirnir gefa svo mikið af sér? Og samtök ferðamálaiðnaðar halda því fram að ferðamenn muni sniðganga Ísland út af þessu. Kom on sko! Ekki gerðu þeir það hér fyrir 2 áratugum og ég þykist viss um það að ferðamenn sem vilji koma til Íslands láti ekki veiðistefnu þjóðarinnar aftra sér í því. Allavega ferðamenn með fulle femm sko.

Af hverju vælir fólk ekki yfir því að við veiðum humar, þorsk, ýsu eða eitthvað annað. Af hverju er hvalurinn svona mikið áhyggjuefni. Er það af því að hvalurinn er spendýr, er það málið? Og ef það er málið af hverju er þá ekki verið að gera mál yfir selnum sem við veiðum.

Best fannst mér samt að sjá stjórnarandstöðuna í fréttunum áðan. Þeir eru alltaf á móti- alltaf alltaf alltaf… ég veit að þetta er stjórnarandstaðan en kom on, studnum hlítur maður að vera sammála öðrum, það getur ekki verið að þessir tveir vængir séu alltaf ósammála. Herre Gud!

En þrefalt húrra fyrir sjárvarútvegsráðherra- þó hann sé ekki annars maður að mínu skapi, og þrefalt húrra fyrir Hvali 9. Veiðum nú þessi 39 dýr sem búið er að gefa leyfi fyrir- þó svo við náðu því nú varla á þessu veiðitímabili! En það kemur annað veiðitímabil eftir þetta.

Permalink Leave a Comment

Sweet home Kópavogur…

12 October, 2006 at 1:48 pm (Líf og fjör)

Æi það er alltaf gott að komast heim! Þó svo að það hafi verið frábært að vera úti og ég hefði verið til í að vera lengur þá kallaði litli pjakkur í mann. Og líka bara heimili manns og svona. En ferðin var frábær í alla staði og rosa gaman að fara loks til Boston. Við keyrðum um 700 milur í ferðinni, verlsuðum heilmikið, sáum marga flotta og skrítna staði. Löbbuðum um miðbæ Boston og fórum inn á Cheers kránna. Fórum svo á háskólasvæðið og ég tróð mér inn í einn Harvardgarðinn. Svo borðuðum við á mörgum mismunandi stöðum og fórum í svo marga litla og sæta smábæi. Þetta var bara rosalega gaman. Og já, seinasta kvöldið fundum við búð sem seldi alvöru bjór. Það var sko danskur Carlsberg! og hann var svo góður í hitanum.

Veðrið var fínt- ætli það hafi ekki verið í kringum 20 c hita og það ringdi aldrei. Reyndar hefði verið gaman að lenda í rigningu eins og í Minneapolis- það var ekkert smá maður.

Ég ætlaði að vera voða dugleg að blogga á meðan að ég var úti, en eftir þessi 2 skiptir varð tölvan svo vinsæl á hótelinu að ég komst aldrei í hana. Og ekki nennti ég að eyða tíma í að bíða lengi lengi eftir henni. Svo nú er ég komin heim, voða voða þreytt og fór ekkert í skólann í dag. Enda náði ég mér í einhverja hálsbólgu úti. En ég fer á morgun og þá er lífið komið á sitt ról aftur.

Pjakkmundur var voða ánægður að sjá okkur og var ánægðastur með að fá apabúningin sinn, en hann er búinn að bíða lengi eftir svoleiðis. Hann var svo fyndinn í honum! En jæja, ferðatöskurnar taka ekki upp úr sér sjálfar- verð að fara í að núna. Heyrusmt síðat

I´m just fine and dandy…..

img_2478.JPG We were having a blast!

Permalink 1 Comment

Kjotsupa med pulsum…

7 October, 2006 at 12:23 pm (Líf og fjör)

jamm thad er sko margt skritid i henni Ameriku. Til daemis forum vid a veitingastad in middel if nowere i gaer. Okkur leist svo voda vel a hann, enda var thetta svona ekta fjolskyludrekinn amersiskur sveitamatsolustadur. Vid pontudum okkur allskonar kraesingar af matsedlinum en thad su fyndnasta var supa dagsins. Thegar eg souri hana tha sagdi tjhonninn, uummmm it’s homemade, with potatoes, vegeteble and green apples. Umm okei, okkeu Eyjo langadi ad profa, bara profa svo vid pontudum thetta. Thegar kraesingarnar komu a bordid tha var thetta bara oskop venjuleg kjotsupa med sma eplabragdi- en i stad supukjots voru litlar ameriskar pulsur. Jamm thetta var svolitid steikt allt saman. En svo fekk eg i adalrett typiskan thnaksgiven mat, kalkunn med fyllingu og cranberry sulut og baunum og kalkunasosu. Voda gaman. Og ad sjalfsogdu gat madur ekki klarad matinn sinn thar- ekkert frekar en annan mat her i USA sokum staerdar a skommtum.

En nog um kjostupuna. Thad var voda gaman i gaer. Thegar vid akvadum af fara upp ad vekja feradafelagana maettum vid theim i stiganum. Tha hofdu thau vaknad um 5 leytid lika og voru buin ad bida eftir ad vid voknudum. Leid okkar la a Diner tila f af morgunmat…svo var stoppad i Walgreen (sem er apotek) og svo lagt af stad til Maine. Vid vorum um 50 min ad keyra thangad og tha tok saelan vid hja okkur Gunyju allavega. Strakarnir skidu vid okkur i OLd Nav y og foru i einhverja veidibud. Thegar vid svo vorum ordnar svo klifjadar fengum vid tha til ad koma med bilinn til ad losa okkur vid pokana. En svona var dagurinn, vid versludum. Thad var reydnar unun ad horfa a Gudnyju, hun var i ham. Orugglega eins og eg var thegar eg for til Minneapolis. Hun var meira ad segja ad fa gjafir i budum thvi hun var svo dugleg ad versla.

EFtir mikid versleri keyrdum vid i smabae, Ouganquite eda eitthva alika. BJarki kalladi hann nu bara Inginkut. Thar saum vid sjoinn og vid islendingarnir brunudum ut til ad finna sjavarlyktina. Vid forum lika i jolabud i ttessu litla thorpi sem var bara skritid! Eftir matinn a kjotsupustadnum var svo bara brunad aftur til Massachusetts. Vid Gudny nadum okkur i blund a liedinni enda buid ad vera erfidur dagur fyrir okkur 🙂 Svo var allt gossid borid upp og a medan ad var verid ad ganga fra og flokka… fengum vid okkur drykk.

En thad er vist eitthvad djok her ad Hildur verdur ad fa drykkinn sinn thegar lida fer ad kvoldi! Skil ekkert i thessum brandara 😉 Verd tho ad segja ad eg smakkadi Rasberry Daqurie i gar, hann var lika finn.

En nu bid eg eftir ferdafelogunum. Vid Eyjo voknudum adan og litum a klukuna og hun syndi 10.35. Eg gjorsamlega stokk a faetur enda er madur ekki i frii til ad sofa ut- get bara gert thad thegar eg verd gomul. Svo tokum vid okkur til og hringdum heim i gemlinginn. Tha komumst vid ad thvi ad klukkan var bara vitlaus og hun var ekki nema ad verda 8! Svo vid erum nu ekki thad sein i dag. Thad sem liggur fyrir i dag er morgunmatur og svo a ad fara i Wrentham Mallid- thar eru sko Levi’s gallabuxur fyrir okkur. En allavega over and out i bili

Skellibjalla Daqurie

Permalink 3 Comments

Godan daginn America!

6 October, 2006 at 10:54 am (Líf og fjör)

We are in America, hljomadi fra Ferafelaga minum thegar vid lentum a Logan flugvelli i Boston. Ferdin gekk voda vel. Thad var svoda skemmto mynd, The Break up- svo eg nadi ekkert ap sofna. Thegar vid loksins lentum tha einhvern veginn fannst mer flugvelin okkar oskop lasy. Vid hlid okkar badu megin voru svakalega storar og flottar. Eg vaeri sko alvega til i ad flugja med theim heim. En aetli madur lati ekki Icelandair duga.

En segid mer eitt, hversu sick er thad thegar madur kannast svo ofsalega vid eina fluffuna og man thad svo ad hun flaug med mann sidast thegar madur for til USA. Vona svo sannarlega ad hun muni ekki eftir mer. Og annad, thegar vid forum ad na i dollarar i SPK, tha afgreiddi sami gjaldkeri okkur og samskitpin voru alvega jafn frikud! Jamm merkilegt nokk. En snuum okkur ad USA!

Nuna er klukkan 6.40 ad stadartima. En eg vakandi kl 5.00 aha, thid heyrdud rett. Eg for ad sofa um midnaetti sem er ad sjalfs0gdu um 4 leytird ad islenskum tima. Eg bjost nu alveg vid ad fyrsti dagurinn yrdi svona klikk. En ferdafelagarnir eru steinsofandi enntha. Vid aetlum ad fa okkur morgunmat a hotelinu nuna og svo ad fara i naeta fylki, MAINE i outlet mall. Byst fastlega vid ad allur daguinn fari i thetta

ANnars forum vid i gaer eftir ad vid vorum buin ad fara i gegnum utlendingaeftirlitid, tollinn, car rental shuttle, Hertz bilaleguna og hotelid, ut ad borda. Vid skelltum okkur a Outback- sem er natturulega bara godur stadur. Ad sjalfsogdu fekk Skellibjallan ser einn S.D (Strawberry Daqurie) og var ekki lengi ad svolgra hinum i sig.

Thad er ekki svo heitt herna, sem betur fer. I gear var um 15 stiga hit- sem er bara assgoti fint. Veit ekki alvega hversu heitt a ad vera i dag, veit ekki alveg hvernig vedrid er nuna, thvi thad er enn dimmt (ja munid, klukkan er ekki svo mikid her).

En gleymdi alveg ad segja ykkur fra binum okkar. Bilinn sem vid hofdum pantad var ekki til. Sa bill hafdi verid mjog odyr, orugglega a tilbodi, en thegar allt kom til alls tha var hann ekki til. Svo vid fengum i stadinn risastoran SUV.. FOrd Explorer og hann er geggjadur og thad fer ekkert sma vel um okkur i honum. Nu er bara malid og keyra og keyra og fylla skottid af gossi.

Aetla ad haetta nuna, skrifa vonandi aftur i kvold eda fyrramalid.

Permalink 1 Comment

Next page »