Boston baby

3 October, 2006 at 9:44 pm (Líf og fjör)

Ja hérna hér. Nú fer þetta að styttast maður. Það eru bara tveir dagar í Bostonferð. Ég er samt alvega óttalega róleg miðað við oft áður. Kannski er það stressið. En það lágu svo mörg verkefni fyrir áður en ég færi… en vitið þið hvað ég er búin með þau öll nema eitt. Og það er það eina sem á líka ekki að skila fyrr en ég er komin heim. Vil bara vera búin með eitthvað svo ég þurfi ekki að vera á haus þegar ég kem heim.

En mikið er gott að vera svona tímalega með þetta- algjört frelsi.

Miðað við þær aðferðir sem okkur voru kenndar í einum að tilgangslaus tímum námsins í morgun ætti maður ekkert líf. Jújú, það væri voða gaman að vera svona virkur námsmaður eins og færðin segja að maður eigi að vera, sko fyrst að skima efnið, fara svo á fyrirlestur, fara heim og vinna úr efninu, djúplega og laga glósur og búa til spjöld og hugkort og rifja svo upp áður en maður fer að sofa og svo vikulega og mánaðarlega. HALLÓ! Sko, það eru bara 24 klst í sólarhring- belive you my, ég er búin að reyna að finna út hvar er hægt að lengja hann- það er enginn staður til. En allavega, ef maður á að læra svona fyrir hvert fag- ég er í 6 fögum og þarf að skila 14 verkefnum á önninni og er með heimili og alles. Guð minn góður ég myndi aldrei meika það út önnina, þið kæmuð með jólakortin til mín og konfektkassa á einvhern fallegan spítala. Ég meina, fólk er ekkert að hugsa. Það er ekkert hægt að kenna svona aðferð við lærdóm- ætlast til þess að maður fygli því og setja svo gommu af verkefnum og koma svo með uakverkefni í hverjum tíma. Maður er enginn SUPERMAN….

Enívei- ég er á leið til USA, liggaliggalái. Oh ég hlakka mest til að fá mér Strwberry Daquri í morgunmat, hádegismat og kvöldmat…. hahaha og hlakka líka voða til að kaupa mér úlpu- ekki veitir af í þessum kulda brrrr, sko hér á Íslandi- ekki í henni ameríku!

Ameríska Skellibjallan kveður að sinni

Advertisements

1 Comment

  1. Ásdís said,

    Heyrðu góða mín! ég ætla ekki að heimsækja þig á Vog um miðjan október… Áfenginu sleppir þú nú í morgunmatnum alla vega…

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: