Sweet home Kópavogur…

12 October, 2006 at 1:48 pm (Líf og fjör)

Æi það er alltaf gott að komast heim! Þó svo að það hafi verið frábært að vera úti og ég hefði verið til í að vera lengur þá kallaði litli pjakkur í mann. Og líka bara heimili manns og svona. En ferðin var frábær í alla staði og rosa gaman að fara loks til Boston. Við keyrðum um 700 milur í ferðinni, verlsuðum heilmikið, sáum marga flotta og skrítna staði. Löbbuðum um miðbæ Boston og fórum inn á Cheers kránna. Fórum svo á háskólasvæðið og ég tróð mér inn í einn Harvardgarðinn. Svo borðuðum við á mörgum mismunandi stöðum og fórum í svo marga litla og sæta smábæi. Þetta var bara rosalega gaman. Og já, seinasta kvöldið fundum við búð sem seldi alvöru bjór. Það var sko danskur Carlsberg! og hann var svo góður í hitanum.

Veðrið var fínt- ætli það hafi ekki verið í kringum 20 c hita og það ringdi aldrei. Reyndar hefði verið gaman að lenda í rigningu eins og í Minneapolis- það var ekkert smá maður.

Ég ætlaði að vera voða dugleg að blogga á meðan að ég var úti, en eftir þessi 2 skiptir varð tölvan svo vinsæl á hótelinu að ég komst aldrei í hana. Og ekki nennti ég að eyða tíma í að bíða lengi lengi eftir henni. Svo nú er ég komin heim, voða voða þreytt og fór ekkert í skólann í dag. Enda náði ég mér í einhverja hálsbólgu úti. En ég fer á morgun og þá er lífið komið á sitt ról aftur.

Pjakkmundur var voða ánægður að sjá okkur og var ánægðastur með að fá apabúningin sinn, en hann er búinn að bíða lengi eftir svoleiðis. Hann var svo fyndinn í honum! En jæja, ferðatöskurnar taka ekki upp úr sér sjálfar- verð að fara í að núna. Heyrusmt síðat

I´m just fine and dandy…..

img_2478.JPG We were having a blast!

Advertisements

1 Comment

  1. alex said,

    jej gaman að fá þig heim, hringdu þegar þú hefur tíma til að hittast á hressó, eins og alltaf þá er ég laus alla daga.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: