Hvalveiðar hafnar aftur

17 October, 2006 at 7:44 pm (Líf og fjör)

Júhú! Loksnis eru hvalveiðar hafnar aftur. Ég sem íslendingur er bara voðalega ánægð með það og skil ekki hvað fólk er að væla yfir þessu. Varð frekar hneyksluð þegar breski sendiherrann fór að tjá sig um þetta mál. Hvað er hann að væla, af hverju eru Bretar sem þjóð á móti hvalveiðum. Af því að hvalirnir gefa svo mikið af sér? Og samtök ferðamálaiðnaðar halda því fram að ferðamenn muni sniðganga Ísland út af þessu. Kom on sko! Ekki gerðu þeir það hér fyrir 2 áratugum og ég þykist viss um það að ferðamenn sem vilji koma til Íslands láti ekki veiðistefnu þjóðarinnar aftra sér í því. Allavega ferðamenn með fulle femm sko.

Af hverju vælir fólk ekki yfir því að við veiðum humar, þorsk, ýsu eða eitthvað annað. Af hverju er hvalurinn svona mikið áhyggjuefni. Er það af því að hvalurinn er spendýr, er það málið? Og ef það er málið af hverju er þá ekki verið að gera mál yfir selnum sem við veiðum.

Best fannst mér samt að sjá stjórnarandstöðuna í fréttunum áðan. Þeir eru alltaf á móti- alltaf alltaf alltaf… ég veit að þetta er stjórnarandstaðan en kom on, studnum hlítur maður að vera sammála öðrum, það getur ekki verið að þessir tveir vængir séu alltaf ósammála. Herre Gud!

En þrefalt húrra fyrir sjárvarútvegsráðherra- þó hann sé ekki annars maður að mínu skapi, og þrefalt húrra fyrir Hvali 9. Veiðum nú þessi 39 dýr sem búið er að gefa leyfi fyrir- þó svo við náðu því nú varla á þessu veiðitímabili! En það kemur annað veiðitímabil eftir þetta.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: