Lífið

18 October, 2006 at 6:10 pm (Líf og fjör)

Stundum stend ég sjálfa mig að því að vorkenna mér alvega voðalega mikið. Ég hef alvega lent í ýmsu í gegnum ævina sem er ekkert sem að fólk vill endilega upplifa. En svo kemur alltaf af því að ég þarf að slá sjálfa mig utan undir til að vakna til lífsins.

Í netsamfélaginu barnaland.is getur maður “kynnst” misjöfnu fólki og  þeirra lífi. Til að mynda var ég að koma úr “heimsókn” frá tveimur fjölskyldum. Og þegar ég tala um heimsókn þá á ég við innlit á vefsíðu þeirra. Mikið hrikalega getur fólk á erfitt, mikið rosalega þarf sumt fólk að gagna í gegnum margt erfitt. Til hvers? spyr maður sig vitanlega. Og ekki ég ég svarað því.

Ég held að það sé mann afskaplega hollt að líta í kringum sig og átta sig á því að maður er ekki einn í heiminum og að vandamál manns eru oft og tíðum ekki neitt neitt, miðað við vandamál og erfiðleika annarra. En því miður dettur maður oft í að vorkenna sjálfum sér. Kannski er það í lagi, svo lengi sem að maður kemur sér úr því sem snöggvast aftur. Það er í lagi að líða illa, en maður verður að koma sér upp úr því á endanum- ég held að það sé það sem ég sé að meina með þessari færslu.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: