Engin hreyfing

26 October, 2006 at 6:57 pm (Líf og fjör)

Merkilegt, oft á milli 18.30 og 19.30 er lítil hreyfing á netinu. Þá eru fáir inni á msn, umræðurnar á barnalandi færast mjöööög hæææægt upp á við og enginn bloggar. Mér þykir líkleg orsök þessa vera sú að það er matartími…. og því ætla ég að blogga hér, bara svona fyrir þá sem eru að vafra á netinu og vilja sjá eitthvða nýtt. En ætla ég að segja eitthvað af viti? Nei ég býst ekki við því. Kannski ég þá afsaki bara síðustu færslu. Myndirnar eru alvega ofboðslega stórar. En það er bara annað hvort í ökla eða eyra og það var bara í boði að vera með svona HUGE eða þá að vera með TINY… svo ég valdi stærri gerðina. Kannski maður geti fiktað eitthvað smá meira einn daginn þegar maður hefur ekkert að gera og lagi þetta. En þangað til verðið þið bara að þola þetta!

Nú kraumar kjötsúpan í pottinum hjá mér. Nammi nammi, út er kalt og næsta víst að veturinn er á leiðinni og því alvega tilvalið að fá sér góða kjötsúpu.

Næsta mál á dagskrá hjá mér er að klára tvö verkefni. Eitt þar sem Ragnhildur systir gerðist tilraunadýr og svo hitt um mig sjálfa- yfirspurningin er “hver er ég” og á ég að svara þessari spurningu með tilvísun í bókina becoming að helper. Þetta er svona ferðalag um mig með aðstoð Corey og Corey- hljómar spennende- ekki satt? Úff púff!

Enívei, Skellibjöllu hungrar í kjötsúpu núna og ætlar að taka hana af hellunni og bjóða til borðs.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: