Þoli ekki…

28 November, 2006 at 9:36 pm (Líf og fjör)

– þegar maður er búinn að vinna og vinna að verkefni og klárar og skilar og á smá kvöld þar sem maður getur slakað á og maður ætlar sér að horfa á uppáhalds þáttinn sinn- en þá er stöð 2 með stæla og ekki möguleiki að greina mannverur á skjánum, hvað þá tal!

– þegar asnar eins og maðurinn sem að skrifaði í Velvakandi í Mogganum í dag (28.nóv) um karlmennsku fær leyfi til þess að tjá sig á svona asnalegan hátt.

– þegar menn eins og asninn sem var minnst hér á að ofan hefur svona brenglaðar hugmyndir um kynin

– þegar ég er svöng, þó svo að ég sé búin að borða

– þegar brauðið sem ég baka er ekki að gera sig!

– þegar mig langar á kaffihús en kallinn er á næturvakt

– margt annað þessa dagana…

Advertisements

Permalink 3 Comments

Skyldublogg

21 November, 2006 at 10:43 am (Líf og fjör)

Stundum svona þegar ég hef ekki bloggað neitt í marga daga, þá finnst mér ég verða að setja eitthvða hér niður- jafnvel þó svo að ég hafi ekki frá neinu merkilegu að segja. Þessi skyldublogg eru samt sem áður oft skemmtilega því þá lætur maður hugann reika og spáir í öðrum hlutum en vanalega- ekki satt.

Núna til dæmis þá langar mig að segja ykkur frá honum Mola. Ég ætlaði ekki að setja fréttir af honum hér inn, fannst það mikið frekar eiga heima á síðunni hans Tryggva en núna, úr því að ég hef ekki frá neinu að segja þá ætla ég að kynna ykkur fyrir honum. Moli kallinn er tæplega 4 vikna gamall hamstraungi sem bættist í fjölskylduna fyrir síðustu helgi. Tryggvi er stoltur eigandi þess dýrs en við foreldrarnir erum alvega jafn dugleg að dáðst af honum og skjalla hann. Svona ef þið vissuð það ekki, þá höfum við Eyjó aldrei átt gæludýr- að frátöldum gullfiskunum mínum sem ég átti 10 ára gömul. Það er nú samt var hægt að kalla það gæludýr- frekar skraut! Svo við erum að lifa þetta gæludýrastúss í gegnum son okkar og finnst það bara gaman. En mynd af Mola verður hægt að sjá á síðunni hans Tryggva hér eftir nokkra daga- en ég vara ykkur við hann er hrikalega sætur!

Jæja hvað get ég meira sagt. Fór til Unu um daginn og við kíktum á nokkrar gamlar ljósmyndir. Jesús minn hvað maður var einu sinni ungur og sætur… læt nokkrar myndir fylgja með af okkur stelpunum.

Hildur Halla, Klara og Una

Ég, Klara og Una á góðri stund!

Hildur Halla og Vala

Og hér erum við Vala, örugglega á leið á djammið.

Þessa myndir eru líklega teknar á árunum 1998-1999 og mikið var mar´fínn og sætur þá og alltaf á leið á djammið!

Permalink 8 Comments

Google

16 November, 2006 at 12:36 am (Líf og fjör)

Sjæse! Hafið þið prófað að gúggla ykkur? Ég hef nú nokkrum sinnum gert það en herre gud. Ég prófaði enn og aftur og komast að því að það er mjög auðvelt að hafa uppi á mér. Það eru sko allskonar færslur út um allt internet. Ég prófaði líka að gúggla aðra og ja hérna hér. Ég komst að ýmsu. Þetta er hentugt í sumum tilvikum en alls ekki í öðrum… getur jafnvel verið alvega stórhættulegt. Held að maður ætti svona í alvöru að spá líka bara í hvað maður bloggar um…

En annað! Hefur einhver skoðað síðuna www.timarit.is ? Þetta er snilldar síða. Til dæmis Mogginn frá 1913- 1997 (þó bara komði að 1990 núna) á rafrænuformi. Fann til að mynda brúðkaupstilkyningu ömmu og afa þar frá árinu 1958! Einnig þessa sætu sætu mynd…sem ég get ekki sett hér inn en þið getið séð á þessum link http://www.timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=424796&pageSelected=16&lang=0  Stelpan sem að snýra eiginlega baki í myndina er sko engin önnur en ég 18.ágúst 1982. Ég er enn að leita að myndinni sem birtist af mér þegar ég var um 2 ára. Býst við að það hafi verið í örðu blaði en Mogganum fyrst að ég finn það ekki á þessari síðu. En ég mæli með að þið leitið… þetta er voða voða gaman.

Skellibjallan sem er ekki í eins vondu skapi og í morgun þegar henni fannst hún vera í grunnskóla og þegar hún hafði sett færlsuna á bloggið stakk kennarinn í lavöru upp á að það yrði sungið. Finnst ykkur þetta eðlilegt?

Permalink 1 Comment

Pappakassanám!

15 November, 2006 at 8:55 am (Líf og fjör)

Skvo… þetta nám sem að ég er í er eiginelga réttnefnt pappakassanám, jafnvel Cheerios nám. Mér gjörsamlega blöskrar hvernig vinnubrögðin í þessu meistaranámi eru. Ég get sagt ýmislegt- en veit ekki hversu aðlaðandi það er fyrir ykkur kæru lesendur að lesa. Gef ykkur samt nokkur dæmi

En ég hef bara aldrei kynnst öðru eins. Kennarar hafa sína hentisemi- skella á verkefnum þegar þeir vilja, en á sama tíma er verið að kenna okkur skipulögð vinnubrögð (sem þetta er ekki), sem ekki tekst betur en það að kúrsinn er kallaður af okkur nemendunum, óksipulögð vinnubrögð. Kennarar fara ekki yfir verkefnin sín sjálf og fá aðra í það- gott og blessað- en þá er nú um að gera að fá einhvern með viti til þess. Ég fékk til dæmis ábendingu um að gera svolítið, þetta svolítla var svo mikil vitleysa og ég vissi betur en yfirferðardruslan þóttist hafa sitt á hreinu. Ég þurfti ekki að gera annað en að fletta upp í einni bók til að sjá að ég hafði rétt fyrir mér.  Kennarar bera fyrir sig fjárskorti- en það eru jafn miklir peningar til í þessu námi og var í mínu fyrra námi og aldrei afsökuðu kennarar sig með því. Og svo annað- ef þú heldur að þú eigir ekki pening til að reka nám, þá setur það ekki að fót! Vitleysa dauðans.

Jæja, hvað get ég sagt annað- jú það sem er verið að kenna okkur er ekki að gera sig… punktur!

Eins og þið kannski lesið á milli línanna og jafnvel beint hér af, þá er ég sko ekki að meika þessa vitleysu- MEEEEEN! Og til að toppa allt, þá er eitt lokaverkefnið það að taka upp viðtal við einhvern sem ég þekki ekki vel á vídeo! Ætti ég kannski að labba upp að næsta manni og athuga hvort að hann vili vera tilraundýrið mitt og heitma að hann reddi vídeokameru- allavega á ég ekki svoleiðis og veit ekki alvega hvernig hægt er að gera kröfu um það! Það stóð ekki að nauðsynlegar eigur fyrir námskeiðið væri kamera! Ekkert frekar en að sum verkefni voru ekki sett í kennsluskrá sem er bara rugl!

ARRRRG! Pirraða Skellibjallan í Lögbergi

Permalink 4 Comments

Innflytjendur!!!

9 November, 2006 at 1:09 am (Líf og fjör)

Það hefur mikið verið rætt um málefni innflytjenda hér á landi síðustu daga. Ég vil rekja þetta til fjölmiðla og ákeðins aðila í Frjálslynda Flokknum. Einhvern veginn hefur þetta haft alvega gífurleg áhrif og allt þjóðfélagið hefur hrifist með. Ég hef ekki fundið mig knúna til þess að tjá mig mikið um þetta mál hér á Skellibjöllunni, enda hefur mér gjörsamlega ofboðið.

Sannarlega er þessi umræða þörf- enda hef ég síðustu árin verið á því! En það sem er í gangi í þjóðfélaginu núna er umræða sem er á lágu siðferðislegu plani- að mínu mati.

Félagsmálaráðherra getur talað, því tók ég eftir í Kastljósinu um daginn þegar hann ræddi við Magnús nafna sinn í Frjálslynda flokknum.  Sá síðarnefndi þóttist vera óttalega málefnalegur en hagaði sér líkt og ég ímynda mér að krakkar í 8 ára bekk gera.

Margir misskilja þessa umræðu, halda að þetta séu eintómir fordómar. Ég er viss um að sú umræða sem að F flokkurinn reyndi að skapa var ekki beint á þeim nótunum, þeir voru vissulega að benda á ýmsa þætti sem að betur megi gera- þar er ég sammála en það er hin tryllta sýn ÍSLENDINGANNA, hinna sönnu íslendinga sem er að skemma fyrir.

  • Pólverjar taka vinnu af ÍSLENDINGUM
  • Lettar fremja fleiri glæpi en ÍSLENDINGAR
  • Útlendingarnir vilja ekki læra ÍSLENSKU
  • Þetta fólk úrkynjar ÍSLENSKU þjóðina

og svona mætti lengi áfram telja. Mér bókstaflega blöskrar fáfræði fólks og fordómar þegar þessar staðhæfingar eru settar fram. Þetta gerir ekkert annað en að íta undir fordóma og styðja við staðalmyndir. Mig langar að skrifa hér mikið meira- en í alvöru talað þá bara höndla ég það ekki sem stendur. Ég er bara hrikalega sár út í þjóðina- að sjá ekki hvað vandamálið er og fría sig allri ábyrgð.

Vil samt benda fólki á skrif eins lögmanns hér á landi http://static.flickr.com/99/291710400_91b9691818.jpg?v=0%20

Þessi maður er að mínu mati málefnalegur framan af og allt gott um það að segja, en í lokin gleymdi hann sér aðeins í þjóðernishyggjunni. Ég veit allavega ekki hveru umburðarlyndur og sveigjanlegur hann er, en eitt er vís að ekki m yndi ég nú vilja hafa hann sem lögfræðinginn minn ef ég þyrfti að fara fyrir hæstarétt. Hvað þá ef ég væri ekki kristin skandinavíubúi, með ljóst hár og blá augu!

Permalink 8 Comments

ÍSLENDINGAR!

1 November, 2006 at 9:19 am (Líf og fjör)

Á föstudaginn síðasta sat ég ráðstefnuna Þjóðarspegillinn sem haldin er árlega í HÍ. Ég valdi mér mannfræðimálstofu því það voru svo spennandi fyrirlestrar. Það heyrði ég ansi skemmtilega pælingu. Það var verið að ræða viðhorf fólks af erlendum uppruna sem hafði komið hingað til lands…en nóg um það! Það var verið að spjalla um auglýsingar á borð við SS pulsur og 1944 réttina. Það virðist sem að þessi matur sé einungis miðaður að Íslendingum. Af hverju- spyr einhver og ég bið ykkur að hugsa einkunarorðin

“Íslendingar borða SS pylsur”

“Réttur fyrir sjálfstæða Íslendinga”

Ég segi nú bara kom on sko! Fyrr má nú aldeildi fyrr vera. En ég vona að þetta sé frekar hugsanaleysi frekar en einhver illkvittniskapur. En svo heldur þetta áfram. Í gær, þriðjudaginn 31.okt las ég Moggann í róelgheitunum. Var komin á bíósíðurnar og þar og rak augun í fyrirsögn.

Um 40.000 Íslendingar hafa séð Mýrina

Jahá, það er naumast. Ég man allavega ekki til þess að ég hafi verið spurð að þjóðerni, né að öðrum persónuupplýsingum þegar ég keypti miðann minn á Mýrina. ég spyr- hvernig er hægt að alhæfa svona. Ég geri mér alvega ljóst að mikill meirihluti áhorfenda Mýrarinnar eru að öllum líkindumÍslendingar- en þó getum við aldrei alhæft og að aðaldagblað þjóðarinnar skuli gera svona vitleysu finnst mér slæmt. Þetta er bara, ja hvað skal segja angi af þessari þjóðernishyggju sem að ríkir hér á landi.

Permalink 9 Comments