ÍSLENDINGAR!

1 November, 2006 at 9:19 am (Líf og fjör)

Á föstudaginn síðasta sat ég ráðstefnuna Þjóðarspegillinn sem haldin er árlega í HÍ. Ég valdi mér mannfræðimálstofu því það voru svo spennandi fyrirlestrar. Það heyrði ég ansi skemmtilega pælingu. Það var verið að ræða viðhorf fólks af erlendum uppruna sem hafði komið hingað til lands…en nóg um það! Það var verið að spjalla um auglýsingar á borð við SS pulsur og 1944 réttina. Það virðist sem að þessi matur sé einungis miðaður að Íslendingum. Af hverju- spyr einhver og ég bið ykkur að hugsa einkunarorðin

“Íslendingar borða SS pylsur”

“Réttur fyrir sjálfstæða Íslendinga”

Ég segi nú bara kom on sko! Fyrr má nú aldeildi fyrr vera. En ég vona að þetta sé frekar hugsanaleysi frekar en einhver illkvittniskapur. En svo heldur þetta áfram. Í gær, þriðjudaginn 31.okt las ég Moggann í róelgheitunum. Var komin á bíósíðurnar og þar og rak augun í fyrirsögn.

Um 40.000 Íslendingar hafa séð Mýrina

Jahá, það er naumast. Ég man allavega ekki til þess að ég hafi verið spurð að þjóðerni, né að öðrum persónuupplýsingum þegar ég keypti miðann minn á Mýrina. ég spyr- hvernig er hægt að alhæfa svona. Ég geri mér alvega ljóst að mikill meirihluti áhorfenda Mýrarinnar eru að öllum líkindumÍslendingar- en þó getum við aldrei alhæft og að aðaldagblað þjóðarinnar skuli gera svona vitleysu finnst mér slæmt. Þetta er bara, ja hvað skal segja angi af þessari þjóðernishyggju sem að ríkir hér á landi.

Advertisements

9 Comments

 1. Sigurrós said,

  Já, ég hnaut einmitt um þessa fyrirsögn þegar ég las blaðið, einmitt af því að hvenrig er hægt með vissu að vita að allir þeir sem á myndina fóru, hafi verið íslenskir??

  Annars varð ég ferlega hneysksluð í vinnunni í dag, kom til mín maður uppfullur af rasisma, að kvarta undan því að maður sem varð fyrir svörum við spurningum hans, hafi ekki verið íslenskur og sagði að fólk af erlendum uppruna ætti ekki að vera í fremstu víglínu.. það ætti að hafa það bakatil að minnsta kosti, þar til það hefur lært íslenskuna. Ég sagði við hann að til þess að fólk lærði málið, væri ekki sniðugt að hafa það bakatil og að mér þætti svona tal ekki fallegt.

  Þá spurði maðurinn, hvað mamma mín myndi segja.. vissi hún að ég væri í tygjum við erlendann mann. Ég kvað það ekki vera tilfellið og sagði hann þá að það væri af því að ég kynni gott að meta, og ég sagði að þjóðernið hefði ekki skipt mig máli.

  Víst vissi ég að til væri rasismi í landinu… en guð almáttugur, ég hef bara ekki kynnst öðru eins!

  Smá útúrdúr hjá mér :o)

  Kveðja

  Sigurrós vinkona :o)

 2. María said,

  ísafold – tímarit fyrir í íslendinga
  bara ef þú vildir fleiri dæmi 🙂

 3. skellibjalla said,

  Jahá takk fyrir það. Svo minnir mig að slagorð Hagkaupa sé

  Þar sem Íslendingum finnst skemmtilegast að versla….

  Endilega látið mig vita ef mig er að misminna og einnig ef þið vitið um fleiri dæmi… kannski mar´láti verða að þvía ð skrifa grein um þetta.

 4. greipur geirrson said,

  Enda eru íslendingar skemmtilegastir allra þjóða.
  Áfram íslendingar

 5. Coble said,

  Hi! Your site is very nice! Would you please also visit my homepage?

 6. Rose said,

  Hi! Very Good Site! Keep Doing That! Would you please also visit my homepage?

 7. Alfred said,

  This site is very nise and helpfull! Please visit my site too:

 8. Cathy said,

  You have a great page! Visit my sites, please:

 9. JungleDirector said,

  Subj.
  Anybody have?

  I’ts better, if you have XRumer 5.04…
  Gimme url

  See you later! 😉

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: