Innflytjendur!!!

9 November, 2006 at 1:09 am (Líf og fjör)

Það hefur mikið verið rætt um málefni innflytjenda hér á landi síðustu daga. Ég vil rekja þetta til fjölmiðla og ákeðins aðila í Frjálslynda Flokknum. Einhvern veginn hefur þetta haft alvega gífurleg áhrif og allt þjóðfélagið hefur hrifist með. Ég hef ekki fundið mig knúna til þess að tjá mig mikið um þetta mál hér á Skellibjöllunni, enda hefur mér gjörsamlega ofboðið.

Sannarlega er þessi umræða þörf- enda hef ég síðustu árin verið á því! En það sem er í gangi í þjóðfélaginu núna er umræða sem er á lágu siðferðislegu plani- að mínu mati.

Félagsmálaráðherra getur talað, því tók ég eftir í Kastljósinu um daginn þegar hann ræddi við Magnús nafna sinn í Frjálslynda flokknum.  Sá síðarnefndi þóttist vera óttalega málefnalegur en hagaði sér líkt og ég ímynda mér að krakkar í 8 ára bekk gera.

Margir misskilja þessa umræðu, halda að þetta séu eintómir fordómar. Ég er viss um að sú umræða sem að F flokkurinn reyndi að skapa var ekki beint á þeim nótunum, þeir voru vissulega að benda á ýmsa þætti sem að betur megi gera- þar er ég sammála en það er hin tryllta sýn ÍSLENDINGANNA, hinna sönnu íslendinga sem er að skemma fyrir.

 • Pólverjar taka vinnu af ÍSLENDINGUM
 • Lettar fremja fleiri glæpi en ÍSLENDINGAR
 • Útlendingarnir vilja ekki læra ÍSLENSKU
 • Þetta fólk úrkynjar ÍSLENSKU þjóðina

og svona mætti lengi áfram telja. Mér bókstaflega blöskrar fáfræði fólks og fordómar þegar þessar staðhæfingar eru settar fram. Þetta gerir ekkert annað en að íta undir fordóma og styðja við staðalmyndir. Mig langar að skrifa hér mikið meira- en í alvöru talað þá bara höndla ég það ekki sem stendur. Ég er bara hrikalega sár út í þjóðina- að sjá ekki hvað vandamálið er og fría sig allri ábyrgð.

Vil samt benda fólki á skrif eins lögmanns hér á landi http://static.flickr.com/99/291710400_91b9691818.jpg?v=0%20

Þessi maður er að mínu mati málefnalegur framan af og allt gott um það að segja, en í lokin gleymdi hann sér aðeins í þjóðernishyggjunni. Ég veit allavega ekki hveru umburðarlyndur og sveigjanlegur hann er, en eitt er vís að ekki m yndi ég nú vilja hafa hann sem lögfræðinginn minn ef ég þyrfti að fara fyrir hæstarétt. Hvað þá ef ég væri ekki kristin skandinavíubúi, með ljóst hár og blá augu!

Advertisements

8 Comments

 1. Frjálslyndur! said,

  Þetta fer vel í landann, fylgi Frjálslyndaflokksins hefur margfaldast eftir að umræður um málið hófust,
  Það þýðir ekki að vera með neina væmni í þessu máli, staðreyndirnar tala sínu máli.
  – Fleiri glæpir.
  – Mikikl verðbólga.
  – Taka vinnu frá landanum.
  – Vilja ekki aðlagast, t.d. tungumál og fl.
  – Hafa ekki útlitð með sér margir, litur og fl.

 2. skellibjalla said,

  Hver er að tala um væmni og hvaða staðreyndir ert þú vinur minn að tala um? Sýndu mér það!
  Þessi dæmi sem að þú tekur upp eiga ekki við röka að styðjast
  – Það eru ekki fleiri glæpir, það er búið að koma fram í rannsóknum og í fjölmiðlum
  – Verðbólga er ekki innflytjendum að kenna, það eiga ALLIR sinn hlut í henni
  – Taka hvaða vinnu frá landanum- það er 1% atvinnuleysi og nóga vinnu enn að fá, tékkaðu á atvinnuauglýsingum og dæmu sjálfur
  – Hvernig veist þú að þeir vilja ekki aðlagast landanum- ertu með einhver haldbær rök um það
  – Að hafa ekki útlitið með sé og það sem þú nefnir eru bara hreinir og beinir fordómar og það er einmitt ástæaðan fyrir öllu þessu. FORDÓMAR og þröngsýni!
  En ef þú getur sýnt mér fram á að þetta eigi við rök að styðjast skal ég glöð tilkynna það öllum, því ég veit að þú hefur engin rök á bak við þig!

 3. Frjálslyndur! said,

  Svona, svona, eins og ég sagði má þessi umræða alls ekki fara inná þessa mjúku konubraut, verður svo væmið þannig, og skella því síðan fram að ég sé með fordóma, ég er ekki á móti útlendingum, alls ekki, þeir eiga bara að vera heima hjá sér!
  Ég veit um mörg dæmi þar sem “útlendingar” vilja ekki aðlagast, nenna ekki að vinna, finnst asnalegt að læra íslensku, hvað á að gera við svoleiðis fólk, bara eitt, já segð þú mér það, og ekki svara með fordómum.
  Og þetta með útlitið, þetta fólk sker sig úr, stingur í stúf við landann, og ég hef frétt að í einu fjölbýlishúsi úti á landi séu allir útlendir, og allir frekar ófríðir.
  Og í þokkabót eru börn þessa fólks mjög stríðið og er alltaf uppá kant við íslensku nágranna sína, takandi dót og henda því í burtu eða fela, alveg óþolandi, því áður útlendingarnir komu í bæinn þekktist þetta vandamál ekki.
  Þú segir rök, og aftur rök, fordómar, það þjónar ekki neinum tilgangi að afsaka sig með á þennan hátt, þetta er ofnotað þegar maður getur ekki sagt neitt og segja þá fordómar.

 4. skellibjalla said,

  Guð minn góður. Þetta er hætt að vera fyndið! Ég verð nú bara að segja við þig minn kæri frjálslyndi að þú hefur ekkert í höndunum og nokkuð ljóst að þú þekkir mig ekki vel. Ég gjörsamlega þoli ekki þegar fólk setur fram staðhæfingar sem eiga ekki við rök að styðjast.
  Ég ætla ekki að eyða tíma í að svara þér núna, svo kjánaleg finnst mér rökin þín og veit að þetta er sett fram sem “stríðni” og til þess að pirra mig. Ég er einmitt að benda á þessa umræðu í þessu formi sem að þú setur fram sem að hefur skapast um þetta mál.
  En mér finnst nokkuð merkilegt að þú viljdir ekki koma undir nafni- hvað er það? Ertu ekki viss í þinni sök?

 5. Íslendingur. said,

  Þetta er nú alveg frábært að sjá hvað þú skryfar, gerir lýtið úr því sem frjálslindur skrifara á síðu þína.
  Ég verð nú að segja það að ég fynnst að það sér margt gott sem frjálslindur segir, það er mikið vesen þar sem ynnflitjendur eru og eyga heima, svona íslenskt gettó, svo getur maður fundið það á liktinni þar sem þeir eru, ógeðslegt likt af þeim.
  Áfram frjálslindur.

 6. skellibjalla said,

  Kæri Íslendingur
  Þetta fer nú að vera kjánalegt. Íslendingur og Frjálslyndur eru náttúrulega sama manneskjan (ekki gleyma því að ég sé IP- tölurnar þínar) Veit ekki hvaða djók þetta er í þér að þykjast ekki kunna stafsetningu eða bara íslensku yfir höfuð. Þetta er bara alls ekkert fyndið.

  Ég er ekki að gera litið úr því sem frjálslyndur skirfar á síðuna mína, bara benda honum/þér á það að maður getur ekki sett fram staðhæfingar sem eiga ekki við rök að styðjast. Allt í góðu að henda svona fram ef maður getur stutt það.

  Mér finnst líka margt gott í því sem Frjálslyndur er að meina með sínu innleggi- en hann bara segir það ekki rétt. Það er ekkert meira vesen þar sem innflytjendur eru frekar en annað fólk. Hvort sem það eru íslendingar fæddir hér á landi, íslendingar fæddir í útlöndum, útlendt fólk fætt hér eða annars staðar.

  Íslenskt Gettó- nei heyrðu mig nú. Varst þú ekki fæddur þegar “gettóið” í Breiðholti var að byggjast upp. Ekki var það neitt verra eða betra en önnur “gettó” eru í dag. Bara hverfi!

  Lykt- ég hef fundið svakalega vonda lykt af fólki- hvort heldur sem það eru útlendingar eða rammíslenskt pakk!

 7. Ragnhildur said,

  hahahaha en fyndið.. Íslendingurinn breytti öllum i – y og y – i.. 😉 pretty obvious! ;D

 8. Helgi Þór said,

  Alltaf gaman að lesa svona brandara eftir pabba…..tala nú ekki um þegar að menn þora ekki að koma fram undir nafni

  Alveg merkilegt að fólk skuli ekki joinað okkur inn hin inn i 21. öldina….Þýðir ekki að hanga endlaust í 19. aldar hugsun…..Heimurinn í dag einkennist af margbreytileika ýmissa þjóðerna…..Spurning hvort Gunnar í Krossinum getur ekki ” af þröngsýnt fólk ” líkt og hann segist getað afhommað menn……

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: