Pappakassanám!

15 November, 2006 at 8:55 am (Líf og fjör)

Skvo… þetta nám sem að ég er í er eiginelga réttnefnt pappakassanám, jafnvel Cheerios nám. Mér gjörsamlega blöskrar hvernig vinnubrögðin í þessu meistaranámi eru. Ég get sagt ýmislegt- en veit ekki hversu aðlaðandi það er fyrir ykkur kæru lesendur að lesa. Gef ykkur samt nokkur dæmi

En ég hef bara aldrei kynnst öðru eins. Kennarar hafa sína hentisemi- skella á verkefnum þegar þeir vilja, en á sama tíma er verið að kenna okkur skipulögð vinnubrögð (sem þetta er ekki), sem ekki tekst betur en það að kúrsinn er kallaður af okkur nemendunum, óksipulögð vinnubrögð. Kennarar fara ekki yfir verkefnin sín sjálf og fá aðra í það- gott og blessað- en þá er nú um að gera að fá einhvern með viti til þess. Ég fékk til dæmis ábendingu um að gera svolítið, þetta svolítla var svo mikil vitleysa og ég vissi betur en yfirferðardruslan þóttist hafa sitt á hreinu. Ég þurfti ekki að gera annað en að fletta upp í einni bók til að sjá að ég hafði rétt fyrir mér.  Kennarar bera fyrir sig fjárskorti- en það eru jafn miklir peningar til í þessu námi og var í mínu fyrra námi og aldrei afsökuðu kennarar sig með því. Og svo annað- ef þú heldur að þú eigir ekki pening til að reka nám, þá setur það ekki að fót! Vitleysa dauðans.

Jæja, hvað get ég sagt annað- jú það sem er verið að kenna okkur er ekki að gera sig… punktur!

Eins og þið kannski lesið á milli línanna og jafnvel beint hér af, þá er ég sko ekki að meika þessa vitleysu- MEEEEEN! Og til að toppa allt, þá er eitt lokaverkefnið það að taka upp viðtal við einhvern sem ég þekki ekki vel á vídeo! Ætti ég kannski að labba upp að næsta manni og athuga hvort að hann vili vera tilraundýrið mitt og heitma að hann reddi vídeokameru- allavega á ég ekki svoleiðis og veit ekki alvega hvernig hægt er að gera kröfu um það! Það stóð ekki að nauðsynlegar eigur fyrir námskeiðið væri kamera! Ekkert frekar en að sum verkefni voru ekki sett í kennsluskrá sem er bara rugl!

ARRRRG! Pirraða Skellibjallan í Lögbergi

Advertisements

4 Comments

 1. María said,

  Láttu ekki svona 🙂 Ég skemmti mér til dæmis mjög vel í söngstundinni í tímanum í dag.

 2. Nonni said,

  Ha, ha, ha! Hildur grunnskólaskellibjalla!
  Mundu eftir að biðja Eyjó um að setja þig í gammosíur á morgun, það spáir kólnandi.
  Vertu svo þæg í tímum og ekki stríða hinum krökkunum í frímínútum.

  Kveðja X Ásdísar

 3. Ásdís said,

  Já hérna hér, ég hefði kannski átt að sleppa svefninum í dag og mæta í sönginn!

 4. skellibjalla said,

  Nákvæmlega María… hvað er það að vera að syngja í framhaldsnámi á Háskóla. Man ekki einu sinni eftir því að ég hafi sungið í tíma í menntaskóla.

  Nonni hefur greinilega lesið vel á milli línanna. Þetta er nákvæmlega eins og að ég sé í 8 ára bekk.

  Ásdís belíf jú mí, þú misstir ekki af miklu þegar Gubba greyið hóf raust sína!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: