Skyldublogg

21 November, 2006 at 10:43 am (Líf og fjör)

Stundum svona þegar ég hef ekki bloggað neitt í marga daga, þá finnst mér ég verða að setja eitthvða hér niður- jafnvel þó svo að ég hafi ekki frá neinu merkilegu að segja. Þessi skyldublogg eru samt sem áður oft skemmtilega því þá lætur maður hugann reika og spáir í öðrum hlutum en vanalega- ekki satt.

Núna til dæmis þá langar mig að segja ykkur frá honum Mola. Ég ætlaði ekki að setja fréttir af honum hér inn, fannst það mikið frekar eiga heima á síðunni hans Tryggva en núna, úr því að ég hef ekki frá neinu að segja þá ætla ég að kynna ykkur fyrir honum. Moli kallinn er tæplega 4 vikna gamall hamstraungi sem bættist í fjölskylduna fyrir síðustu helgi. Tryggvi er stoltur eigandi þess dýrs en við foreldrarnir erum alvega jafn dugleg að dáðst af honum og skjalla hann. Svona ef þið vissuð það ekki, þá höfum við Eyjó aldrei átt gæludýr- að frátöldum gullfiskunum mínum sem ég átti 10 ára gömul. Það er nú samt var hægt að kalla það gæludýr- frekar skraut! Svo við erum að lifa þetta gæludýrastúss í gegnum son okkar og finnst það bara gaman. En mynd af Mola verður hægt að sjá á síðunni hans Tryggva hér eftir nokkra daga- en ég vara ykkur við hann er hrikalega sætur!

Jæja hvað get ég meira sagt. Fór til Unu um daginn og við kíktum á nokkrar gamlar ljósmyndir. Jesús minn hvað maður var einu sinni ungur og sætur… læt nokkrar myndir fylgja með af okkur stelpunum.

Hildur Halla, Klara og Una

Ég, Klara og Una á góðri stund!

Hildur Halla og Vala

Og hér erum við Vala, örugglega á leið á djammið.

Þessa myndir eru líklega teknar á árunum 1998-1999 og mikið var mar´fínn og sætur þá og alltaf á leið á djammið!

Advertisements

8 Comments

 1. Eyjólfur gamli said,

  Þetta er ekki alveg rétt hjá þér með gæludýrin.Ég átti nú einu sinni 2 páfagauka og hund í sveitinni.
  Hilsen

 2. skellibjalla said,

  Úbbs svona veit maður mikið um sinn egteman! En páfagaukar eru álíka jafn skemmtileg gæludýr og gullfiskar að mínu mati og svo er ekkert að marka hundinn í sveitinni, hann var í sveitinni líkt og kötturinn sem ég þóttiast eiga hjá ömmu og afa…. Þarna reddaði ég mér fyrir horn!

 3. María said,

  Nei heyrðu mig nú. Ekki ertu að segja að hamstrar séu skemmtilegri gæludýr en gullfiskar og páfagaukar… Hildur Halla!! Ég skora á þig að endurskoða þetta mál 🙂

 4. skellibjalla said,

  Ó jú, ég stend föst á því að hamstrar séu skemmtilegri dýr en hin! Það er sko ekki spurning!

  ANnars verð ég að játa það að ég fór með alrangt mál hér í frumfærslu minni. Eyjó átti víst líka ketti, svo þeir bætast við páfagaukana og hundinn! En hann átti það aldrei einn, svo það er ekki að marka (enn og aftur redda ég mér)

 5. Eyjólfur gamli said,

  afsakanir afsakanir ?????

 6. Uns said,

  Jáhá, einu sinni vorum við ungar og sætar, nú erum við bara ungar!!
  Hnuss, er það nú…
  Una síunga

 7. Ragnhildur sys said,

  Svo áttir þú nú líka smá hlut í honum Bjarti mínum.. eða Mjallhvít? eða hvað sem kanínan kallaði sig 😉

  Mikið rosalega eru þið samt miklar skvísur þarna.. usss… ekkert verið að spara varalitinn;)

 8. skellibjalla said,

  Já ég þóttist eiga einhvern hluta í blessaðri kanínunni þar til hún réðst á mig! Eftir það var hún bara þín!

  Já varaliturinn var sko óspart notaður þarna í denn…enda ekki skrítið að maður hafi klárað heilu og hálfu stykkin á no time!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: