Gleðileg jólin

24 December, 2006 at 11:40 am (Líf og fjör)

Óska öllum, nær og fær gleðilegra jóla og vona að fólk sjái sóma sinn í því að fara ekki yfir um á stressi þetta árið. Munum að jólin gefa okkur tækifæri til þess að eyða gæðastundum með fjölskylu og/eða vinum og við eigum að slaka á og njóta þess að vera til.

Skellibjalla óskar öllum hamingju og friðar á þessum jólum….. sem og önnur jól

Advertisements

Permalink Leave a Comment

Jól, velkomin!

19 December, 2006 at 5:25 pm (Líf og fjör)

Vúhú, búin í prófum. Ekkert smá fegin. Nú taka jólin við- velkomin til mín. Búin að sækja jólakortn, þarf að fixa þau smá í kvöld. Á eftir að gera helling- en hvað með það. Jólin koma fyrir því og ég geri bara það besta úr aðstæðum. Hlakka bara til að kúrast heima, kjammsa á gotteríi og horfa á jólabíómyndir með strákunum mínum. Það eru jólin ásamt því að hitta stórfjölskylduna og borða dýrindismat. Jahá!

Permalink 1 Comment

Fyrra prófið búið!

16 December, 2006 at 8:06 pm (Líf og fjör)

Jæja, massaði fyrra prófið í morgun. Það var bara nokkuð sanngjarnt og mér gekk bara nokkuð vel. Þetta er engin tía, ekki heldur nía, jafnvel ekki átta. En þó ekki fall og það er það sem skiptir öllu máli þessa dagana hjá mér!

Tók smá pásu eftir prófið, fór og fékk mér að borða með Ásdísi og Maríu og svo skutluðumst við í Hagkaup til að gera góð kaup á Nammibarnum og fá okkur litla kók í dós. Nammi namm.

En svo var bara sett í jah, segjum 3 gír og farið af stað að læra fyrir næsta próf sem er á þriðjudaginn. En svo kom önnur pása þegar ég fór í mat til Oddu. Strákarnir höfðu farið á Svartfuglsveiðar fyrir hálfum mánuði eða svo og nú var verið að gæða sér á bráðinni. Þetta var hinn fínasti fugl! En Adam var ekki lengi í paradís og nú er lærdómurinn tekinn við. Oddi- nammi- gos- vatn- netið- skólabækur- pennar- blöð- Ásdís… þetta er það sem aldrei klikkar svona í prófatíð!

Adios Skellibjallan

Permalink Leave a Comment

Lífið er bærilegra

14 December, 2006 at 12:35 pm (Líf og fjör)

Þetta er svona allt að koma. Er búin að vera dugleg í gær og í dag að læra. Búin að svara helstu prófspurningum og er svona farin að skilja út á hvað þetta gengur. Enda ekki seinna vænna, 2 dögum fyrir próf!

Þetta er samt svo mikið púsluspil allt saman. Eyjó á dagvakt í gær og í dag og á nætuvakt um helgina. Hentar svo engan veginn fyrir mig. Akkúrat á mesta prófatímabilinu. Svo ég er að púsla mér við vinnuna hans og þarf svo að fá hjálp um helgina. En svo á þriðjudaginn er þetta OVER… Ég hlakka mikið mikið mikið til. Á enn eftir að gera jólakortin. En þar sem þessi snilld þarna bjargaði mér, þá hef ég ekki mikla áhyggjur. Svo þarf ég bara að senda tvö kort úr landi, til Nprðurlanda svo þetta kemst örugglega til skila fyrir jól. Nú ef ekki, þá bara fyrir áramót.

Við María ætlum að gera okkur glaðan dag í dag og fá okkur eitthvað gott að borða í hádeginu. Við erum búnar að vera óttalega duglegar að borða bara í skólanum og heima hjá okkur þessi prófin. Svo nú er kominn tími til. Og þar sem ég er orðin svooo svöng þá er ég að hugsa um að fá mér Grísasamloku eða jafnvel steikarsamloku. Nammi namm!

Svo bara lærdómur í kvöld. Sam bara til miðnættis held ég. Ég hef ekki orku í svona andvökunætur þetta árið. Get þetta bara ekki. Enda erum við mæðgin algjörar svefnpurrkur.

Stuðkveðja til allra

Skellibjallós

Permalink Leave a Comment

Geisp….

13 December, 2006 at 11:28 am (Líf og fjör)

Mikið er ég orðin þreytt. Þetta vill víst gerast svona í prófum, þegar maður vakir lengi og reynir svo að koma sér á fætur fyrir allar aldir. Reyndar fékk ég brjálaðan sammara í morgun þegar ég reyndi að koma mér og syninunum út á réttum tíma. Því það er svo að í prófatíð verður maður að vera mættur vel fyrir 9 á morgnanna til að ná borði. Nái maður ekki borði þá fer dagurinn í klessu. En málið var það í morgun að við sváfum svo lengi því að við vorum í veislu í gær og Tryggvi fékk því að vaka ögn legnur en vanalega. Þess vegna svaf hann á sínu græna í morgun og mamman því líka. Vekjaraklukkur og símar gera ekkert, við vöknum ekki við svoleiðis tækni.  En allavega, þegar ég svo kom í morgun, þá var fók greinilega mjög þreytt, því það voru mörg laus borð og ég skreið hér inn um 9- leytið, en ég hafði drifið barnið á fætur og reynt að koma honum í föt, og troða smá morgunmat ofan í hann, sem hann vildi ekki, því hann er búinn að stimpla það í sig að þegar við erum sein þá borði hann bara banana.  Og já, það er náttúrulega ekki nógu mikill morgunmatur, þar sem það er ekki boðið upp á morgunmat á leikskólanum svo það jók enn á sammarann. Úff hvað ég hlakka til þegar þetta er búið…. oh, tölum ekki meira um þetta

Enívei… það er ennþá tvö próf eftir, jebb ennþá og þau verða líka ennþá á morgun. Reyndar er þetta viðtalsverkefni ekki alveg búið. Á sirka einn lið eftir í því en ég er samt ekki nógu ánægð með það. Mér finnst ég sjá á því fljótfærnisbrag… en það er þó skárra að skila því þannig en að skila því ekki yfir höfuð. Ég hef bara engan tíma til að gera þetta!

Og já, svo er allt jólastússið eftir. Fann reyndar snilldarlausn í sambandi við jólakort í gær. Stundum elska ég barnaland.is! Svo sá höfuðverkur er næstum því farinn. Búin að finna þær jólagjafi sem ég keypti úti og ráðstafa þeim og búin að hugsa um aðrar gjafir. Svo setti ég Eyjó í það verkefni að skreyta. Sé allavega oft eftir því að láta hann um það verk, því hann hefur svo allt annan smekk en ég! Nei ég segi svona!

En var ég búin að segja ykkur frá því hvað ég fæ að borða á aðfangadag??? Ég persónulega ætla að elda rjúpur, júhú júhú! Nammi namm- ég hlakka svo til. Samt aðallega að borða þær en smá tilhlökkun í að elda þær. Það er svo gaman að takast á við eitthvað svoleiðis. Svo lengi sem það er ekki próf í því!

Jæja er hætt þessu bulli- held allavega að ég sé bara farin að bulla. Læt heyra í mér seinna í dag eða á morgun.

OVER Skellibjallan í Odda

Permalink 5 Comments

BÚIN!!!

8 December, 2006 at 11:38 am (Líf og fjör)

Jæja. þá er mín bara búin með heimaprófið- hjúkkit mar´

Ég á að skila því á mánudaginn, svo ég kíki kannski aðeins yfir það á sunnudaginn og laga orðalag og stafsetningarvillur- því ég hreinlega sá ekkert að því í yfirferðinni áðan- sem er náttúrulega ekki fræðilegur möguleiki. Núna ætla ég að skella mér í sund, athuga svo með jólakort og helgin fer í jólavesen og viðtalsverkefnisvinnu. Eftir helgi er svo komið að hinum sívinsæla hefðbundna prófalestri. Þið vitið ekki hvað ég hlakka til eða svona þannig

Annars sjúkdómsgreindi ég hana systur mína í gær. Hún lýsti einkunnum sínum svo vel að ég gat gefið henni latneska heitið í gegnum msn. Málið er að þetta er bráðsmitandi sjúkdómur sem berst um með andrúmlsoftinu og er sérlega slæmur í desember og maí. Ég var með þetta og er örugglega enn og þetta lýsir sér sem óvenjumikil orka í að gera skringilega hluti, svo sem heimilsströf og bakstur, jafn vel extra umhriðu húðar eða líkama. Þessi sjúkdómur ber nafnið Nennus ekkius Prófus og er eins og fyrr segir bráðsmitandi. Vinsamlegast forðist alla sem að gætu haft þennan sjúkdóm. Þeir eru stórvarasamir, sérstaklega ef þeir halda á tusku í annarri og Ajaxi í hinni!

Permalink 6 Comments

Prófin

7 December, 2006 at 12:27 am (Líf og fjör)

Mér finnst einhvern veginn eins og ég sé að klára prófin en staðreyndin er ekki svo ljúf- ég er nefnielga rétt svo að byrja! Ég er í heimaprófi núna sem gengur alveg ágætlega. Svo er viðtalstækniverkefnið eftir, það er að greina heilt viðtal. Þegar þetta er svo búið taka hin eiginlegu próf við. Það verður lestur út í eitt, líklega langt fram á kvöld og smá fliss og skvaldur inn á milli. Svo stressandi prófaðstæður og svo loksins 19. des um 4 eða 1/2 5 verður þetta búið og þá koma jólin. Jah, mikið verður þetta gaman, ég get nú ekki sagt annað.

Ég þakka nú bara fyrir að vera búin að kaupa jólagjafi fyrir litlu krílin og soninn, þá er ekki þessi mikla pressa. Svo þarf ég náttúrulega að undirbúa mig andlega fyrir eldamennskuna á aðfangadag. En þar sem þetta allt saman er svo óralangt í burtu ætla ég að hugsa um próflestur og sjónvarpsgláp inn á milli.

Stuð stuð stuð

Permalink Leave a Comment

Prófin nálgast…

2 December, 2006 at 12:34 pm (Líf og fjör)

ég finn það svo vel. Vitið þið af hverju? Ég get sagt ykkur það, ég er aldrei jafn dugleg að finna mér eitthvað annað að gera, en það sem ég á að gera þegar próftíminn er að hefjast. Til að mynda er ég búin að baka eina jólasmákökusort, hafði meira að segja fyrir því að breyta henni á alla kanta svo að hún væri hollari en ella. Nú svo er ég búin að baka brauð fyrir mig, brauð fyrir Tryggva, rúnstykki og svo eru tvö stykki krydddbrauð í ofninum núna. Haldið þið að það séu herlegheitin. Enda missti Eyjó nú bara andlitið í morgun þegar ég var enn á náttfötunum og farin að hræra í meira.

En ég held að þetta sé alltaf svona hjá manni. Þetta er sérstaklega auðvelt á próftíma í kringum jólin- því það er svo margt sem er miklu skemtilegra að gera. Ég hef til dæmis aldrei skemmt mér eins mikið við jólakortaskriftir eins og eftir að ég byrjaði í Háskólanum. Jólajgafaleiðangrar eru skemmtilegir og meira að segja stúss og droll framan af degi eru skemmtigar athafnir á próftíma. Hinsvegar er oft erfiðara að finna sér eitthvað annað fyrir stafni á vorin- en mér hefut þó tekist það. Ég man eftir því í gamla daga, nánar tiltekið þegar ég var í 3. bekk í Kvennó þegar Eva hringdi heim. Pabbi svararði og sagðí að ég væri dálítið upptekin, ég var nefnilega að þrífa svalirnar. HALLÓ!!!! er ekki allt í góðu. Hvaða 19 ára stúlka þrífur svalirnar heima hjá sér, svona mest megnis sjálfviljug. Ég get lofað því að ef ég hefði verið beðin um þetta í mars, hefði ég mótmælt harðlega. Ég man líka einu sinni eftir óst´jonrlegri þörf til þess að taka til sokkaskúffunni minn í prófum.

En svona er þetta bara… en ég hafði það nú samt af að fara í partý á fimmtudaginn. Svona rétt leit upp frá kökuformunum! Birna, sem er með mér í “bekk” ákvað að bjóða ogkkur heim til sín og við komum öll með eitthvað á hlaðborðið og herra gud hvað þetta var flott hjá okkur. Ég smakkaði í fyrsta sinn eitthvað afbrigðið af susi- eitthvað sem að heitir Maki- rúllur og mikið var það gott. Ég ætlaði varla að trúa því, vegna þess að mér hefur alltaf boðið við Susi. En svona breytist maður og bragðskynið manns líka.

En nú held ég að ég verði að drífa mig í að gera eitthvað- eitthvað allt annað en að læra. En það er alvega helling sem ég þarf að gera fyrir það, nenni bara ekki að hugsa um það!

Au revoir

img_2686-small.JPG

Permalink 2 Comments