Prófin nálgast…

2 December, 2006 at 12:34 pm (Líf og fjör)

ég finn það svo vel. Vitið þið af hverju? Ég get sagt ykkur það, ég er aldrei jafn dugleg að finna mér eitthvað annað að gera, en það sem ég á að gera þegar próftíminn er að hefjast. Til að mynda er ég búin að baka eina jólasmákökusort, hafði meira að segja fyrir því að breyta henni á alla kanta svo að hún væri hollari en ella. Nú svo er ég búin að baka brauð fyrir mig, brauð fyrir Tryggva, rúnstykki og svo eru tvö stykki krydddbrauð í ofninum núna. Haldið þið að það séu herlegheitin. Enda missti Eyjó nú bara andlitið í morgun þegar ég var enn á náttfötunum og farin að hræra í meira.

En ég held að þetta sé alltaf svona hjá manni. Þetta er sérstaklega auðvelt á próftíma í kringum jólin- því það er svo margt sem er miklu skemtilegra að gera. Ég hef til dæmis aldrei skemmt mér eins mikið við jólakortaskriftir eins og eftir að ég byrjaði í Háskólanum. Jólajgafaleiðangrar eru skemmtilegir og meira að segja stúss og droll framan af degi eru skemmtigar athafnir á próftíma. Hinsvegar er oft erfiðara að finna sér eitthvað annað fyrir stafni á vorin- en mér hefut þó tekist það. Ég man eftir því í gamla daga, nánar tiltekið þegar ég var í 3. bekk í Kvennó þegar Eva hringdi heim. Pabbi svararði og sagðí að ég væri dálítið upptekin, ég var nefnilega að þrífa svalirnar. HALLÓ!!!! er ekki allt í góðu. Hvaða 19 ára stúlka þrífur svalirnar heima hjá sér, svona mest megnis sjálfviljug. Ég get lofað því að ef ég hefði verið beðin um þetta í mars, hefði ég mótmælt harðlega. Ég man líka einu sinni eftir óst´jonrlegri þörf til þess að taka til sokkaskúffunni minn í prófum.

En svona er þetta bara… en ég hafði það nú samt af að fara í partý á fimmtudaginn. Svona rétt leit upp frá kökuformunum! Birna, sem er með mér í “bekk” ákvað að bjóða ogkkur heim til sín og við komum öll með eitthvað á hlaðborðið og herra gud hvað þetta var flott hjá okkur. Ég smakkaði í fyrsta sinn eitthvað afbrigðið af susi- eitthvað sem að heitir Maki- rúllur og mikið var það gott. Ég ætlaði varla að trúa því, vegna þess að mér hefur alltaf boðið við Susi. En svona breytist maður og bragðskynið manns líka.

En nú held ég að ég verði að drífa mig í að gera eitthvað- eitthvað allt annað en að læra. En það er alvega helling sem ég þarf að gera fyrir það, nenni bara ekki að hugsa um það!

Au revoir

img_2686-small.JPG

Advertisements

2 Comments

  1. Ásdís said,

    Ég kannast við þetta… ég er ekki búin að læra staf alla helgina! Hef aldrei án gríns verið svona löt í kringum próf síðan ég byrjaði í Háskólanum! Ég hitti Hrefnu kl. 13.30 á morgun og bjalla svo í tinns… en hvað er þetta með þessa mynd- ég er hálfhrædd við þig bara 😦

  2. Skellibjalla said,

    hehe, þinns má ekki vera hræddur. Ég ákvað að sýna fólki hvað maður er í miklu “jafnvægi” svona í kringum prófin.

    Heyri í þér í dag!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: