BÚIN!!!

8 December, 2006 at 11:38 am (Líf og fjör)

Jæja. þá er mín bara búin með heimaprófið- hjúkkit mar´

Ég á að skila því á mánudaginn, svo ég kíki kannski aðeins yfir það á sunnudaginn og laga orðalag og stafsetningarvillur- því ég hreinlega sá ekkert að því í yfirferðinni áðan- sem er náttúrulega ekki fræðilegur möguleiki. Núna ætla ég að skella mér í sund, athuga svo með jólakort og helgin fer í jólavesen og viðtalsverkefnisvinnu. Eftir helgi er svo komið að hinum sívinsæla hefðbundna prófalestri. Þið vitið ekki hvað ég hlakka til eða svona þannig

Annars sjúkdómsgreindi ég hana systur mína í gær. Hún lýsti einkunnum sínum svo vel að ég gat gefið henni latneska heitið í gegnum msn. Málið er að þetta er bráðsmitandi sjúkdómur sem berst um með andrúmlsoftinu og er sérlega slæmur í desember og maí. Ég var með þetta og er örugglega enn og þetta lýsir sér sem óvenjumikil orka í að gera skringilega hluti, svo sem heimilsströf og bakstur, jafn vel extra umhriðu húðar eða líkama. Þessi sjúkdómur ber nafnið Nennus ekkius Prófus og er eins og fyrr segir bráðsmitandi. Vinsamlegast forðist alla sem að gætu haft þennan sjúkdóm. Þeir eru stórvarasamir, sérstaklega ef þeir halda á tusku í annarri og Ajaxi í hinni!

Advertisements

6 Comments

 1. bongó blíðus said,

  Það hefur nú lítið borið á þessu ajaxi og þrifnaðaræði heima hjá þér.

 2. skellibjalla said,

  Nei, minn sjúkdómur birtist öðruvís- enda átt þú líka að sjá um Ajaxið og tuskna þessi jólin. Hef ekki tíma né nennu

 3. Þórunn Sigþ. said,

  Hæ,hæ skvís… Jú mikið ósköp þyrftum við að fara að hittast stelpurnar,,, Solla er sú eina sem er í netfangalistanum hjá mér orðið, þannig að það fer að verða kominn tími á hitting… Gaman að komast inn á síðuna hjá þér og ert þú pottþétt komin í “favorites” hjá mér… p.s. kannast mjög vel við sjúkdóminn sem þú talar um, er nýlaus við hann… Gangi þér vel í prófunum 🙂 og hafðu það gott um jólin…

 4. Ásdís said,

  Ég fór einmitt að skoða DSN-IV áðan og sá að ég smella passa við metnaðarleysisröskun. Ég flétti upp latneska orðinu áðan á Wikipedia og fékk út non ambisschion disordix.

  Nennus ekkius Profus er bráðsmitandi, rétt hjá þér og stór hættuleg að auki. Það hafa nú margir geitungarnir látið lífið við Ajaxið þegar Nennus gerir fyrst vart við sig á haustin. Ég myndi ekki bjóða í það að mæta sjúkri manneskju með Nennus ekkius Profus vopnaðri Ajax.

 5. alex said,

  það voru mörg árin sem þessum sjúkdómi skaut upp hjá mér sérstaklega svona í byrjun desember og maí. En núna hins vegar er ég búin að vera að kljást við annan sjúkdóm sem lýsir sér í tölvufíkn og algeru aðgerðarleysi og kallast hann Nennus Ekkius Atvinnuleysingus.
  En mér sýnist ég vera að læknast af honum. Ekki orðin góð enn, en er þó á uppleið.

 6. sfdgdf said,

  dsfsdfsd sfgsf efgsf

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: