Geisp….

13 December, 2006 at 11:28 am (Líf og fjör)

Mikið er ég orðin þreytt. Þetta vill víst gerast svona í prófum, þegar maður vakir lengi og reynir svo að koma sér á fætur fyrir allar aldir. Reyndar fékk ég brjálaðan sammara í morgun þegar ég reyndi að koma mér og syninunum út á réttum tíma. Því það er svo að í prófatíð verður maður að vera mættur vel fyrir 9 á morgnanna til að ná borði. Nái maður ekki borði þá fer dagurinn í klessu. En málið var það í morgun að við sváfum svo lengi því að við vorum í veislu í gær og Tryggvi fékk því að vaka ögn legnur en vanalega. Þess vegna svaf hann á sínu græna í morgun og mamman því líka. Vekjaraklukkur og símar gera ekkert, við vöknum ekki við svoleiðis tækni.  En allavega, þegar ég svo kom í morgun, þá var fók greinilega mjög þreytt, því það voru mörg laus borð og ég skreið hér inn um 9- leytið, en ég hafði drifið barnið á fætur og reynt að koma honum í föt, og troða smá morgunmat ofan í hann, sem hann vildi ekki, því hann er búinn að stimpla það í sig að þegar við erum sein þá borði hann bara banana.  Og já, það er náttúrulega ekki nógu mikill morgunmatur, þar sem það er ekki boðið upp á morgunmat á leikskólanum svo það jók enn á sammarann. Úff hvað ég hlakka til þegar þetta er búið…. oh, tölum ekki meira um þetta

Enívei… það er ennþá tvö próf eftir, jebb ennþá og þau verða líka ennþá á morgun. Reyndar er þetta viðtalsverkefni ekki alveg búið. Á sirka einn lið eftir í því en ég er samt ekki nógu ánægð með það. Mér finnst ég sjá á því fljótfærnisbrag… en það er þó skárra að skila því þannig en að skila því ekki yfir höfuð. Ég hef bara engan tíma til að gera þetta!

Og já, svo er allt jólastússið eftir. Fann reyndar snilldarlausn í sambandi við jólakort í gær. Stundum elska ég barnaland.is! Svo sá höfuðverkur er næstum því farinn. Búin að finna þær jólagjafi sem ég keypti úti og ráðstafa þeim og búin að hugsa um aðrar gjafir. Svo setti ég Eyjó í það verkefni að skreyta. Sé allavega oft eftir því að láta hann um það verk, því hann hefur svo allt annan smekk en ég! Nei ég segi svona!

En var ég búin að segja ykkur frá því hvað ég fæ að borða á aðfangadag??? Ég persónulega ætla að elda rjúpur, júhú júhú! Nammi namm- ég hlakka svo til. Samt aðallega að borða þær en smá tilhlökkun í að elda þær. Það er svo gaman að takast á við eitthvað svoleiðis. Svo lengi sem það er ekki próf í því!

Jæja er hætt þessu bulli- held allavega að ég sé bara farin að bulla. Læt heyra í mér seinna í dag eða á morgun.

OVER Skellibjallan í Odda

Advertisements

5 Comments

 1. María said,

  Er eitthvað stress í gangi??

 2. skellibjalla said,

  Kannski ég ætti bara að játa það! Það vill nefnilega henda að maður stressist upp þegar maður áttar sig á því að það er oft stutt í próf, maður er búinn að lesa of lítið yfir veturinn og maður nennir ekki að standa í prófum….

 3. Ásdís said,

  Stress? iss piss! Ég ætlaði aldrei að sofna í gær, ég svaf svo vel þarna í Odda fyrr um kvöldið og svo fannst mér eins og ég ætti eiginlega frekar að halda áfram með viðtalið þar sem ég var ekkert ofurþreytt þannig séð.. ég gat nú samt talað sjálfa mig til og farið að sofa yfir Law&Order… en svo gat ég ekki vaknað í morgun 🙂

  Ég ætla að sofa á þriðjudaginn! Hætt að sofa í bili.

 4. Ragnhildur said,

  hvaða aðferð með jólakort? barnaland.is?

  deila þessu elskan

 5. skellibjalla said,

  Skvo… ég ætla að hvísla þessu… það er til heimasíða sem heitir design.is… Tékk it át!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: