Lífið er bærilegra

14 December, 2006 at 12:35 pm (Líf og fjör)

Þetta er svona allt að koma. Er búin að vera dugleg í gær og í dag að læra. Búin að svara helstu prófspurningum og er svona farin að skilja út á hvað þetta gengur. Enda ekki seinna vænna, 2 dögum fyrir próf!

Þetta er samt svo mikið púsluspil allt saman. Eyjó á dagvakt í gær og í dag og á nætuvakt um helgina. Hentar svo engan veginn fyrir mig. Akkúrat á mesta prófatímabilinu. Svo ég er að púsla mér við vinnuna hans og þarf svo að fá hjálp um helgina. En svo á þriðjudaginn er þetta OVER… Ég hlakka mikið mikið mikið til. Á enn eftir að gera jólakortin. En þar sem þessi snilld þarna bjargaði mér, þá hef ég ekki mikla áhyggjur. Svo þarf ég bara að senda tvö kort úr landi, til Nprðurlanda svo þetta kemst örugglega til skila fyrir jól. Nú ef ekki, þá bara fyrir áramót.

Við María ætlum að gera okkur glaðan dag í dag og fá okkur eitthvað gott að borða í hádeginu. Við erum búnar að vera óttalega duglegar að borða bara í skólanum og heima hjá okkur þessi prófin. Svo nú er kominn tími til. Og þar sem ég er orðin svooo svöng þá er ég að hugsa um að fá mér Grísasamloku eða jafnvel steikarsamloku. Nammi namm!

Svo bara lærdómur í kvöld. Sam bara til miðnættis held ég. Ég hef ekki orku í svona andvökunætur þetta árið. Get þetta bara ekki. Enda erum við mæðgin algjörar svefnpurrkur.

Stuðkveðja til allra

Skellibjallós

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: