Fyrra prófið búið!

16 December, 2006 at 8:06 pm (Líf og fjör)

Jæja, massaði fyrra prófið í morgun. Það var bara nokkuð sanngjarnt og mér gekk bara nokkuð vel. Þetta er engin tía, ekki heldur nía, jafnvel ekki átta. En þó ekki fall og það er það sem skiptir öllu máli þessa dagana hjá mér!

Tók smá pásu eftir prófið, fór og fékk mér að borða með Ásdísi og Maríu og svo skutluðumst við í Hagkaup til að gera góð kaup á Nammibarnum og fá okkur litla kók í dós. Nammi namm.

En svo var bara sett í jah, segjum 3 gír og farið af stað að læra fyrir næsta próf sem er á þriðjudaginn. En svo kom önnur pása þegar ég fór í mat til Oddu. Strákarnir höfðu farið á Svartfuglsveiðar fyrir hálfum mánuði eða svo og nú var verið að gæða sér á bráðinni. Þetta var hinn fínasti fugl! En Adam var ekki lengi í paradís og nú er lærdómurinn tekinn við. Oddi- nammi- gos- vatn- netið- skólabækur- pennar- blöð- Ásdís… þetta er það sem aldrei klikkar svona í prófatíð!

Adios Skellibjallan

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: