Að leikslokum

30 January, 2007 at 9:48 pm (Líf og fjör)

Jahérna hér. Ég veit eiginlega ekki hvað ég get sagt annað en vonbrgði, bömmer og ömurlegheit.  Íslenska liðið var svo nálægt að komast í 8 liða úrslitin að ég var farin að finna lyktina af þeim, (þ.e. úrslitunum). Þvílík spenna sem þessi leikur var… ja hérna og ég var að fara á taugum, gjörsamlega. Þorði varla að horfa á vítið sem að Snorri Steinn tók í lok venjulegs leiktíma. Framlengingin var flott og það átti að dæma brot þegar Alexandr skaut í stöngina í seinustu sókninni.

Hér á mínu heimili sat enginn kjurr frá miðjum seinni hálfleik, læti í okkur hjónaleysum voru þvílík og barnið unni sér vel hoppandi í sófanum, vitandi að mamman og pabbinn segðu ekkert um það að svo stöddu. Þegar úrslit lágu fyrir var ég hinsvegar næstum því farin að grenja. Ég hef sjaldan orðið jafn spæld. Hoppandi barnið, hætti skyndilega hoppunum og brast í grát þegar hann áttaði sig á því að íslendingarnir væru úr leik. Það tók pabbann um 15 mín að róa barnið niður- mamman var óhæf til þess og því er hún að skrifa þetta niður til að reyna að róa taugarnar.

ANDSKOTANS……en jæja, við vinnum bara næst!

Advertisements

Permalink Leave a Comment

Ó BOY- Ó BOY

29 January, 2007 at 9:57 am (Líf og fjör)

Ef maður fer ekki bráðum á taugum yfir landsleikjum þá veit ég ekki hvað. Þetta er ansi taugastrekkjandi tími- það get ég sagt ykkur. Ég hélt að ég væri að fara úr límingunum í gær þegar Ísland spilaði við Þýskaland. Ég vildi svo innilega að við hefðum burstað þýskarana- en maður fær víst ekki allt. Ég nefnilega óskaði mér hins sama þegar Frakkarnir voru malaðir. En það er gott að fá smá pásu- svo inn á milli!

Helgin var órtúlega fín en hún einkenndist af áti- miklu áti. Við fórum austur á Selfoss í mat og gistingu hjá Bjarka og Guðný á föstudaginn. Þar var tekið á móti okkur með svakalegri máltíð; naut, lambd, rækjur, salat, bakaðar kartöflur og örugglega 10 sósur og fleira meðlæti. Eftir að litlu pjakkarnir voru sofnaðir fóru þeir stóru út að leika með byssurnar sínar en við skvísurnar höfðum það kósý og gálptum á stórskemmtilega dellu í Tv-inu. Laugardagurinn fór í enn meira át, nýbakað brauð húsmóðurinnar var borið fram á borð um 10 leytið og svo fóru strákarnir út að leika, eftir hádegi var svo amerískur brunch, en við vorum að reyna að endurupplifa Bostonferðina okkar. Enda kölluðum við þessa ferð á Selfoss “Amerískir dagar á Selfossi- HOW TO LIVE THE AMERICAN WAY!” Við lögðum svo af stað í bæinn seinnipartinn, til að geta hlusta á lýsinguna í útvarpinu. Ég helda ð e´g hafi aldrei upplifað eins stressandi ferð yfir heiðina, sökum landsleiksins!

Pjakkmundur fór svo til mömmu á laugardagskvöldi en við Eyjó fórum í afmæli. Ég lét mig nú hverfa í kringum miðnætti og skildi Eyjó eftir heima. Fór bara heim að lesa… jamm ekki alveg sami fílingur í manni og vanalega 😉 og svo var sofið langt fram eftir á sunnudegi. Mér fannst ég komin á gelgjuna aftur. Letilíf framundan að undanskildum öllum þeim verkefnum sem bíða í tengslum við skólann.

Og já, ég er að fara í starfsþjálfun í Flensborg- ég nenni ekki í starfaþjálfun- en ælt mig hafa það!

Permalink 1 Comment

Leti og fleira

22 January, 2007 at 1:10 pm (Líf og fjör)

Suma daga þá er ég hreinlega bara löt.  Er ekki búin að gera nokkurn sakpaðn hlut í dag og það er komið yfir hádegi. Það er frí í skólanum á mánu og þriðjudögum, allavega fram í febrúar og ég nenni því ekki að gera neitt. Nenni ekki einu sinni að hafa mig í að læra, hvað þá að koma mér í bæinn á Bóksöluna og kaupa mér bækur svo ég geti kannski einhvern tíman lært. Ég eiginelga bara nenni ekki að lifa þessa önn. Samt virkar hún alveg 100 sinnum meira skemmtileg en síðasta önn- en það er bara eitthvað. Svo ætluðum við María í ræktina í morgun- það varð ekkert úr því sökum þreytu.

Æi, já, Pjakkmundur Pjakkason var með uppákomu í nótt. Ég var við það að festa svefn þegar ég heyrði í honum koma, hann hljóp yfir til okkar. Svo vildi hann koma upp í og vera við brúnina sem ég þoli ekki, því ég er svo hærdd um að ég hendi honum fram úr. Bað hann um að koma í miðjuna og þá tók hann þetta líka svaka kast og sagðist ætla bara upp í sitt rúm. Ég var nú nokkuð sátt við það, þar sem ég er svona að fara í það að venja hann af þessu. En hann vildi það náttúrulega ekki og lagðist fyrst á gólfið og svo loks til fóta hjá mér. Fyrr má nú aldeilis vera geðvonskan um miðja nótt. Og til að trompa allt, þá er barnabarn konunnar fyrir neðan í heimsókn, en sá krakki býr erlendis með foreldrum sínum og er ekki nema nokkurra vikna. Það er nú kannski ekki frásögu færandi nema hvað að barnið grætur þessi ósköp, svo það er kannski ekki sk´ritið að maður sé latur  og þreyttur í dag- eftir þessa svakalegu nótt!

Permalink Leave a Comment

Pizza, nammi namm

20 January, 2007 at 7:42 pm (Líf og fjör)

Ég ætla ekki að vera að afsaka mig neitt. Ég er bara búin að vera löt og hef hreinlega ekki haft það í mér að setja eitthvað hér niður. Og hana nú!

Samt vil ég nú vera kurteis og óska fólk gleðilegs nýs árs, svona úr því að ég hafði fyrir því að minna á jólin hér í færslunni á undan. Vona bara að allir hafi átt eins góð jól og áramót og ég. Annars er ég bara nýbúin í jólafríi. Er búin að hafa það alltof gott en gerði líka samt smá skylduverkefni.

 Og út í annað…ég bakaði pizzu í kvöldmatinn í kvöld- sem er nú kannski ekki frásögufærandi nema hvað að hún var svona líka voðalega góð. Keypti tilbúið deig, sem að einfaldar málið svakalega! Nú svo er pizzuolían sem ég kynntist hjá bjarka og Guðnýju alvega málið. Ef ég væri ekki að hugsa um línurnar þá hefði ég klára allt sem ég bakaði en það þýðir víst ekki. Verð bara að hafa svona seinna. Reyndar stakk pjakkurinn upp á því áðan að búa til “hefð” sem sagt, þegar júróvisíonkvöld væru þá ættum við alltaf að hafa pizzu. Mér líst vel á það, þar sem þetta er næstu 4 laugardagskvöld og svo pása í smá stund.

En ég elska þessa pizzu sem ég bjó til!

Permalink 1 Comment