Leti og fleira

22 January, 2007 at 1:10 pm (Líf og fjör)

Suma daga þá er ég hreinlega bara löt.  Er ekki búin að gera nokkurn sakpaðn hlut í dag og það er komið yfir hádegi. Það er frí í skólanum á mánu og þriðjudögum, allavega fram í febrúar og ég nenni því ekki að gera neitt. Nenni ekki einu sinni að hafa mig í að læra, hvað þá að koma mér í bæinn á Bóksöluna og kaupa mér bækur svo ég geti kannski einhvern tíman lært. Ég eiginelga bara nenni ekki að lifa þessa önn. Samt virkar hún alveg 100 sinnum meira skemmtileg en síðasta önn- en það er bara eitthvað. Svo ætluðum við María í ræktina í morgun- það varð ekkert úr því sökum þreytu.

Æi, já, Pjakkmundur Pjakkason var með uppákomu í nótt. Ég var við það að festa svefn þegar ég heyrði í honum koma, hann hljóp yfir til okkar. Svo vildi hann koma upp í og vera við brúnina sem ég þoli ekki, því ég er svo hærdd um að ég hendi honum fram úr. Bað hann um að koma í miðjuna og þá tók hann þetta líka svaka kast og sagðist ætla bara upp í sitt rúm. Ég var nú nokkuð sátt við það, þar sem ég er svona að fara í það að venja hann af þessu. En hann vildi það náttúrulega ekki og lagðist fyrst á gólfið og svo loks til fóta hjá mér. Fyrr má nú aldeilis vera geðvonskan um miðja nótt. Og til að trompa allt, þá er barnabarn konunnar fyrir neðan í heimsókn, en sá krakki býr erlendis með foreldrum sínum og er ekki nema nokkurra vikna. Það er nú kannski ekki frásögu færandi nema hvað að barnið grætur þessi ósköp, svo það er kannski ekki sk´ritið að maður sé latur  og þreyttur í dag- eftir þessa svakalegu nótt!

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: