Ó BOY- Ó BOY

29 January, 2007 at 9:57 am (Líf og fjör)

Ef maður fer ekki bráðum á taugum yfir landsleikjum þá veit ég ekki hvað. Þetta er ansi taugastrekkjandi tími- það get ég sagt ykkur. Ég hélt að ég væri að fara úr límingunum í gær þegar Ísland spilaði við Þýskaland. Ég vildi svo innilega að við hefðum burstað þýskarana- en maður fær víst ekki allt. Ég nefnilega óskaði mér hins sama þegar Frakkarnir voru malaðir. En það er gott að fá smá pásu- svo inn á milli!

Helgin var órtúlega fín en hún einkenndist af áti- miklu áti. Við fórum austur á Selfoss í mat og gistingu hjá Bjarka og Guðný á föstudaginn. Þar var tekið á móti okkur með svakalegri máltíð; naut, lambd, rækjur, salat, bakaðar kartöflur og örugglega 10 sósur og fleira meðlæti. Eftir að litlu pjakkarnir voru sofnaðir fóru þeir stóru út að leika með byssurnar sínar en við skvísurnar höfðum það kósý og gálptum á stórskemmtilega dellu í Tv-inu. Laugardagurinn fór í enn meira át, nýbakað brauð húsmóðurinnar var borið fram á borð um 10 leytið og svo fóru strákarnir út að leika, eftir hádegi var svo amerískur brunch, en við vorum að reyna að endurupplifa Bostonferðina okkar. Enda kölluðum við þessa ferð á Selfoss “Amerískir dagar á Selfossi- HOW TO LIVE THE AMERICAN WAY!” Við lögðum svo af stað í bæinn seinnipartinn, til að geta hlusta á lýsinguna í útvarpinu. Ég helda ð e´g hafi aldrei upplifað eins stressandi ferð yfir heiðina, sökum landsleiksins!

Pjakkmundur fór svo til mömmu á laugardagskvöldi en við Eyjó fórum í afmæli. Ég lét mig nú hverfa í kringum miðnætti og skildi Eyjó eftir heima. Fór bara heim að lesa… jamm ekki alveg sami fílingur í manni og vanalega 😉 og svo var sofið langt fram eftir á sunnudegi. Mér fannst ég komin á gelgjuna aftur. Letilíf framundan að undanskildum öllum þeim verkefnum sem bíða í tengslum við skólann.

Og já, ég er að fara í starfsþjálfun í Flensborg- ég nenni ekki í starfaþjálfun- en ælt mig hafa það!

Advertisements

1 Comment

  1. valla said,

    þú virðist vera voðalega þreytt oglöt þessa dagana 😉
    gangi þér vel í starfsþjálfun…gubb

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: