Að leikslokum

30 January, 2007 at 9:48 pm (Líf og fjör)

Jahérna hér. Ég veit eiginlega ekki hvað ég get sagt annað en vonbrgði, bömmer og ömurlegheit.  Íslenska liðið var svo nálægt að komast í 8 liða úrslitin að ég var farin að finna lyktina af þeim, (þ.e. úrslitunum). Þvílík spenna sem þessi leikur var… ja hérna og ég var að fara á taugum, gjörsamlega. Þorði varla að horfa á vítið sem að Snorri Steinn tók í lok venjulegs leiktíma. Framlengingin var flott og það átti að dæma brot þegar Alexandr skaut í stöngina í seinustu sókninni.

Hér á mínu heimili sat enginn kjurr frá miðjum seinni hálfleik, læti í okkur hjónaleysum voru þvílík og barnið unni sér vel hoppandi í sófanum, vitandi að mamman og pabbinn segðu ekkert um það að svo stöddu. Þegar úrslit lágu fyrir var ég hinsvegar næstum því farin að grenja. Ég hef sjaldan orðið jafn spæld. Hoppandi barnið, hætti skyndilega hoppunum og brast í grát þegar hann áttaði sig á því að íslendingarnir væru úr leik. Það tók pabbann um 15 mín að róa barnið niður- mamman var óhæf til þess og því er hún að skrifa þetta niður til að reyna að róa taugarnar.

ANDSKOTANS……en jæja, við vinnum bara næst!

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: