Stolinn skógarbjörn

19 February, 2007 at 9:38 pm (Líf og fjör)

Þessu stal ég á bloggi annars og skammast mín ekkert fyrir það:

Í þessu lífi er ég kona. …………….Í næsta lífi vil ég verða
skógarbjörn.

Ef þú ert björn færðu að leggjast í dvala, þú gerir ekkert annað en að sofa
í sex mánuði. Ég gæti lifað með því !

Áður en þú leggst í dvala áttu að troða þig út af mat þangað til þú stendur
á gati. Ég gæti líka lifað með því !

Ef þú ert kvenkynsbjörn þá fæðirðu ungana þína (sem eru á stærð við
hnetur)á meðan þú sefur og þegar þú vaknar ertu komin með stálpuð sjálfbjarga
bangsakrútt. Ég gæti sko alveg lifað með því !

Ef þú ert bjarnarmamma þá vita allir að þér er alvara. Þú abbast upp á þá
sem abbast upp á ungana þína og ef ungarnir þínir eru eitthvað óþægir, þá
abbastu upp á þá líka. Ég gæti lifað með þessu!

Ef þú ert björn þá BÝST maki þinn við því að þú vaknir urrandi og hann
REIKNAR MEÐ því að þú sért loðin á leggjunum og með hátt hlutfall
líkamsfitu!

Ó mjá ég ætla sko að panta að verða skógarbjörn

Advertisements

Permalink Leave a Comment

EÐLILEGT?

11 February, 2007 at 11:46 pm (Líf og fjör)

Þótt ótrúlegt megi virðast þá tókst mér að sofa næstum því til hádegis í dag. Ég veit ég veit- það á ekki að vera hægt þegar maður á barn, en hann er bara svo vel upp alinn. Ég fór náttúrulega með honum fram í morgun og gaf honum morgunmat og lagðist upp í rúm á meðan. Svo skreið ég framúr og kúrði með honum á meðan að hann horfði á barnaefnið og stensvaf náttúrulega. Svo rankaði ég við mér um hádegisbil þegar hann spurði mig hvort ég ætlaði að sofa í allan dag.

Við horfðum svo á nýja DVD diska með Tomma og Jenna sem okkur áskotnuðust í gær. Ég varð voða ánægð þegar ég sá að einn af mínum uppáhaldsþáttum frá því að ég var lítil var á þessum disk. Eftir að við náðum svo kallinum framúr (hann hafði verið á næturvakt) fórum við að gera okkur tilbúin fyrir afmælið. Sigga frænka var 1 árs og því tilefni til hátíðarhalda. Við fórum svo í mat á Eggertsgötuna til Ásdísar og Maríu. Kallinn fór svo á vakt en við TG sátum ögn lengur. Ég held reyndar að hann pjakkur litli sé orðinn veikur og hann var mjög feginn að komast heim í bólið eftir að við höfðum skúrað. Ég horfði á 24 og tókst svo að sofna í næstum klukkutíma yfir næsta þættir. ER ÞETTA EÐLILEGT? Ég meina er von að maður spyrji. Eins og þið sjáið, þá gerði ég akkúrat ekki neitt í dag, þurfti ekki að hafa fyrir því að sjá um mat eða annað en gat sofið og sofið. Og núna náttúruelga get ég ekki sofnað.

Vona að ég verði samt hress í fyrramálið. Er að fara í fyrsta sinn formlega í starfaþjálfun í Flensborg- vona einnig að TG verði ekki lasinn, eða þá að kallinn geti verið heima með hann.

En ég hef sagt það áður og segi það enn…það er ekki normalt að vera svona þreyttur- hverju sem því er um að kenna. Langt út fyrir það sem getur talist eðlilegt

Geisp…Skellibjalla

Permalink 1 Comment

Tjáning með hjálp annarra!

10 February, 2007 at 8:17 pm (Líf og fjör)

Stundum segja aðrir það sem segja þarf og í stað þess að endurskrifa það allt aftur ætla ég bara að linka inn á síður þeirra. Vonandi tekur enginn því illa

 Varðandi Breiðavíkurmálið:

http://skvisuheimar101.blogspot.com/2007/02/breiavk.html

Varðandi auðkennisbjánalykilinn:

http://asabjorg.blog.is/blog/asabjorg/entry/118589/

Allavega læt ég þetta duga í bili!

Permalink 1 Comment

Í þá gömlu góðu daga…

9 February, 2007 at 8:17 pm (Líf og fjör)

þegar Rokklingarnir áttu að vera mega kúl

http://www.b2.is/?sida=tengill&id=209839

Hvet ykkur til að kíkja á þetta. Sumir vina minna þekkja nú nokkra þarna og guuuuð hvað þetta er …ja…halló? Lummó? kjánó? Ég veit ekki hvað skal segja. En vel hægt að hlægja að þessu og flissa. Og til þess er leikurinn gerður

Permalink Leave a Comment

Þreyta=Leti

8 February, 2007 at 2:39 pm (Líf og fjör)

Ég er nú farin að hallast að því að þessi þreyta mín sé nú bara helber leti! Ég meina það sko! Þetta er ekki hægt. Ég veit alveg að maður á það til að vera þreyttur en fyrr má nú aldeilis fyrr vera. En kannski- ef ég viðukenni að þetta sé bara leti þá hætti þetta. Hver veit? En samt, þessi þreyta/leti er nú samt fyrir neðan allar hellur.

Í dag er ég ekki búin að gera nokkurn skapaðann hlut. Vaknaði og fór með gæjann á leikskólann, fór sjálf til læknis, fór á Lækjaborg í heimsókn, kom heim og lagði mig í næstum því 2 klst, fékk mér að borða og er svo búin að hanga í tölvunni síðan þá. Samt er ekkert að gerast og ég hef ekkert að skoða. Ég ætti náttúrulega að gera einn skynsamlan hlut LÆRA! En ég hreinlega nenni því ekki, þar sem mér finnst það hundleiðingt og allt þetta nám er hundleiðinlegt. Hlakka svo til að klára, en kannski næ ég ekkert að klára þar sem ég nenni aldrei að læra og get því ekki brillerað á prófunum! Oh ves!

img_2627-vi.jpg

Permalink 1 Comment