EÐLILEGT?

11 February, 2007 at 11:46 pm (Líf og fjör)

Þótt ótrúlegt megi virðast þá tókst mér að sofa næstum því til hádegis í dag. Ég veit ég veit- það á ekki að vera hægt þegar maður á barn, en hann er bara svo vel upp alinn. Ég fór náttúrulega með honum fram í morgun og gaf honum morgunmat og lagðist upp í rúm á meðan. Svo skreið ég framúr og kúrði með honum á meðan að hann horfði á barnaefnið og stensvaf náttúrulega. Svo rankaði ég við mér um hádegisbil þegar hann spurði mig hvort ég ætlaði að sofa í allan dag.

Við horfðum svo á nýja DVD diska með Tomma og Jenna sem okkur áskotnuðust í gær. Ég varð voða ánægð þegar ég sá að einn af mínum uppáhaldsþáttum frá því að ég var lítil var á þessum disk. Eftir að við náðum svo kallinum framúr (hann hafði verið á næturvakt) fórum við að gera okkur tilbúin fyrir afmælið. Sigga frænka var 1 árs og því tilefni til hátíðarhalda. Við fórum svo í mat á Eggertsgötuna til Ásdísar og Maríu. Kallinn fór svo á vakt en við TG sátum ögn lengur. Ég held reyndar að hann pjakkur litli sé orðinn veikur og hann var mjög feginn að komast heim í bólið eftir að við höfðum skúrað. Ég horfði á 24 og tókst svo að sofna í næstum klukkutíma yfir næsta þættir. ER ÞETTA EÐLILEGT? Ég meina er von að maður spyrji. Eins og þið sjáið, þá gerði ég akkúrat ekki neitt í dag, þurfti ekki að hafa fyrir því að sjá um mat eða annað en gat sofið og sofið. Og núna náttúruelga get ég ekki sofnað.

Vona að ég verði samt hress í fyrramálið. Er að fara í fyrsta sinn formlega í starfaþjálfun í Flensborg- vona einnig að TG verði ekki lasinn, eða þá að kallinn geti verið heima með hann.

En ég hef sagt það áður og segi það enn…það er ekki normalt að vera svona þreyttur- hverju sem því er um að kenna. Langt út fyrir það sem getur talist eðlilegt

Geisp…Skellibjalla

Advertisements

1 Comment

  1. Tinna said,

    elsku kellingin mín – þetta er bara mjög svo eðlilegt! njóttessbra 😉

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: