Ameríka!

29 March, 2007 at 2:20 pm (Líf og fjör)

Já nei, þetta eru ekki fréttir um að ég sé að fara enn eina ferðina til USA. Mig langaði hinsvegar að velta einnu hugmyndi fyrir mér með ykkur.

Nú er ég stödd á alveg hundleiðinlegum stað í skólalífinu. Verkefnin hrannast upp og ég hef enga nennu til að sinna þeim. Svo mér var hugsað til spetember mánaðar á síðasta ári. Þá vorum við búin að taka þá ákvörðun að skella okkur til Boston- sem við jú gerðum. En þá lág fyrir fjöldinn allur af verkefnum og ég bara hrinelega tókst á við það. Lærði á hverjum einasta degi og tók mér rétt pásu fyrir sjónvarpið ef ég hafði verið hriklaega dugleg. Enda líka kláraði ég öll verkefni og fleiri áður en ég fór út. Ég nennti nefnielga ekki að eiga nein eftir þegar ég kæi heim, svo ég vippaði þeim bara af þarna áður en ég fór.

Því er það hugmyndi mín og spekúlering hvort að það borgi sig ekki fyrir mig að plana bara ameríkuferð núna svo ég hunskist til þess að fara að vinna þessi verkefni sem liggja fyrir. Hvað finnst ykkur?

Ég veit ekki hvað ég á að gera í þessu- ég bara hreinlega NENNI EKKI að læra meir. Held að þetta kallist “annarloksleiði” eða jafnvel “lokaannarleiði”.  OOOOOOOH

Leiða og lata skellibjallan kveðja í bili

Advertisements

Permalink 5 Comments

Hálfnuð!

26 March, 2007 at 5:56 pm (Líf og fjör)

Ja hérna hér, voðalega líður tíminn hratt. Haldið þið ekki bara að ég sé hálfnuð á meðgöngunni. Það þýðir líka að 20 vikna sónarinn er á næsta leyti- reyndar bara seinnipartinn á morgun. Ég hlakka voða til, en er samt mun róelgri en ég bjóst við. Var svo spennt hérna fyrir mánuði en núna bara var ég næstum því búin að gleyma- ekki alvega, bara svona næstum því!

Ég veit ekki enn hvort við ætlum að fá að vita kynið. Það þarf að leggja það mál í nefnd hér á heimilinu í kvöld og ég býst ekki við að það násit niðurstaða í því máli fyrr en bara á staðnum á morgun. Eyjó er með sömu “stæla” og síðast og ég veit ekki hvort ég á að “leyfa” honum að komast upp með það í þetta skiptið. Þetta kemur allt í ljós.

Ég hef ekkert verið að blogga neitt um væntanlegan erfingja né þessa meðgönu- finnst það einhvern veginn svo skrítið eitthvað. Er ekki alvega tilbúin í að opna á það á vefnum- hvað þá að búa til svokallaða “bumbusíðu”. Ætla bara að leyfa þeim systkinum/bræðum að vera með sameiginlega heimasíðu þegar þar að kemur. En ég get nú samt sagt ykkur að ég er búin að vera voða dugleg að undirbúa komu þessa gemlings. Búin að kaupa vagn og svona smotterí- enda um engar smáfjárhæðir að ræða og fínt að skipta þessu niður á mánuðina. Er svo komin með vilyrði fyrir nokkrum hluit í láni.

En jæja, það er nóg að gerast annars í lífinu. Skólinn og starfaþjálfunin taka næstum allan tímann minn og jú meðgöngusundið líka. Mér finnst ég ekki gera neitt annað en þessa 3 hluti á hverjum degi. Nú er að ganga í garð ansi krefjandi tími í starfaþjálfuninni þar sem ég þarf aldeilis að taka á honum stóra mínum og sýna hvað í mér býr! Það verður noandi ekkert mál. Nú svo fara belssuð prófin að nálast og öll sú klukkun sem þeim fylgir. En sem betur fer er þetta ekki svo langt tímabil þetta skiptið og svo er mín bara útskrifuðu. Jáhá í júní næstkomandi kveð ég Háskóla Íslands í blii- búin að fá nóg eftir 5 ár og ætla mér ekki að koma aftur næstu 2 eða 3 árin (segi ég núna!)

Enívei- það bíða mín verkefni í stöflum- ætla aðeins að grynnka á honum.

Skellibjallan

Permalink Leave a Comment

Vá!

12 March, 2007 at 11:29 pm (Líf og fjör)

Sumir hlutir pirra mann en ég bara hreinlega veit ekki afhverju það eru þessir tilteknu hlutir sem að fara í manns fínustu stundum. Til dæmsi þá komst ég að því áðan að ein nokkuð þekkt kona í þjóðfélaginu í dag nefndi dóttur sína nýlega og fékk dóttirnin nafn móður sinnar! Mér finnst þetta svo kjánalegt. Það sama á við ef faðir og sonur bera sama nafn! Mér finnst þetta bara kjánalegt- en ég veit að fullt að fólki finnst þetta hinn eðlilegasti hlutur og ég hef aldrei velt þessu neitt sérstaklega fyrir mér- fyrr en nú. Kannski breytt hormónastarfsemi hafi þessi áhrif.

Já, kannski allt í lagi að tilkynna það hér með að þessi meinta breytta hormónastarfsemi á rætur sínar að rekja til þess að nú ætlar mín að fara að fjölga mannkyninu. Það mun gerast ekki seinna en í ágúst- get kannski ekki alveg sagt nákvæmlega hvenær en svona í kringum miðjan ágúst! Svo ballið er byrjað hjá mér aftur, Tryggvi nýkominn af þessu skeið- á leið í grunsnkóla og þá fer maður í barnapakka aftur. Það er sko um að gera.

En allavega, held að ég sé búina ð tilkynna flestum þeim sem lesi síðuna reglulega og hafi samaband við mig relgulega þessar fréttir svo þetta ætti ekki að vera neitt “sjokk” fyrir þá. Hinir sem ekki vissu- vita þá hér með að þeir hafa ekki nógu mikið samband! haahhahah.

Over, ólétta skellibjallan

Permalink 6 Comments

Kominn tími á færslu

6 March, 2007 at 9:42 am (Líf og fjör)

eða hvað? Ég get nú ekki sagt að það hafi verið dautt yfir lífi mínu síðustu daga- það bara er einhvern veginn þannig að studnum nennir maður hreinlega ekki að blogga. Manni finnst ekkert merkilegt eða þá að maður bara gefur sér hreinlega ekki tíma til þess.

Það er nú nóg búið að vera að gera hjá mér. Alvega á fullu í starfaþjálfun í Flensborg og líkar alvega svakalega vel! Þetta er mjög skemmtilegt og ég hlakka bara til að fara að vinna við þetta- þe ef ég fæ einhvers staðar vinnu! Námið mitt tekur nú ekki eins mikinn toll af lífi mínu núna, enda er ég gjörsamlega komin með upp í kok af þessu. Það er illa staðið að ýmsum málum sem ég ætla ekki að telja upp hér og alvega ótrúlegt að höfuðsmaður námsins sé bara ekki lagður einhvers staðar inn! Ég sver það 🙂

Við skelltum okkur í smá vetrarferð fyrir 2 helgum síðan. Fórum með mági mínum og hans familý norður á Hólmavík. Það var farið seinniparts fimmtudags og komið til baka á sunnudegi. Agalega kósý og næs helgi sem einkenndist af áti, keyrslu og popppunkti!

Svo tókst syni mínum að slasa sig í síðustu viku, það mikið að það þurfti að sauma. Ég var mjög fegin að pabbi hans sótti hann á leikskólann og fór með hann á slysó- því ég hefði eflaust grátið meira en sjúklingurinn. En hann fékk tvö spor í vörina og var nú nokkuð brattur. Pabbi hans tók svo saumana úr í gær og nú er hann bara með smá sár og örlítið rauðbólginn. Flottur gæi- hvað annað.

En nú tekur próflestur við- vúhú! Það er allt gert til þess að fresta því og þar með talið að bulla á bloggið 😉

Skellibjallan í Odda

Permalink 1 Comment