Kominn tími á færslu

6 March, 2007 at 9:42 am (Líf og fjör)

eða hvað? Ég get nú ekki sagt að það hafi verið dautt yfir lífi mínu síðustu daga- það bara er einhvern veginn þannig að studnum nennir maður hreinlega ekki að blogga. Manni finnst ekkert merkilegt eða þá að maður bara gefur sér hreinlega ekki tíma til þess.

Það er nú nóg búið að vera að gera hjá mér. Alvega á fullu í starfaþjálfun í Flensborg og líkar alvega svakalega vel! Þetta er mjög skemmtilegt og ég hlakka bara til að fara að vinna við þetta- þe ef ég fæ einhvers staðar vinnu! Námið mitt tekur nú ekki eins mikinn toll af lífi mínu núna, enda er ég gjörsamlega komin með upp í kok af þessu. Það er illa staðið að ýmsum málum sem ég ætla ekki að telja upp hér og alvega ótrúlegt að höfuðsmaður námsins sé bara ekki lagður einhvers staðar inn! Ég sver það 🙂

Við skelltum okkur í smá vetrarferð fyrir 2 helgum síðan. Fórum með mági mínum og hans familý norður á Hólmavík. Það var farið seinniparts fimmtudags og komið til baka á sunnudegi. Agalega kósý og næs helgi sem einkenndist af áti, keyrslu og popppunkti!

Svo tókst syni mínum að slasa sig í síðustu viku, það mikið að það þurfti að sauma. Ég var mjög fegin að pabbi hans sótti hann á leikskólann og fór með hann á slysó- því ég hefði eflaust grátið meira en sjúklingurinn. En hann fékk tvö spor í vörina og var nú nokkuð brattur. Pabbi hans tók svo saumana úr í gær og nú er hann bara með smá sár og örlítið rauðbólginn. Flottur gæi- hvað annað.

En nú tekur próflestur við- vúhú! Það er allt gert til þess að fresta því og þar með talið að bulla á bloggið 😉

Skellibjallan í Odda

Advertisements

1 Comment

  1. Ásdís said,

    She´s alive!!

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: