Hálfnuð!

26 March, 2007 at 5:56 pm (Líf og fjör)

Ja hérna hér, voðalega líður tíminn hratt. Haldið þið ekki bara að ég sé hálfnuð á meðgöngunni. Það þýðir líka að 20 vikna sónarinn er á næsta leyti- reyndar bara seinnipartinn á morgun. Ég hlakka voða til, en er samt mun róelgri en ég bjóst við. Var svo spennt hérna fyrir mánuði en núna bara var ég næstum því búin að gleyma- ekki alvega, bara svona næstum því!

Ég veit ekki enn hvort við ætlum að fá að vita kynið. Það þarf að leggja það mál í nefnd hér á heimilinu í kvöld og ég býst ekki við að það násit niðurstaða í því máli fyrr en bara á staðnum á morgun. Eyjó er með sömu “stæla” og síðast og ég veit ekki hvort ég á að “leyfa” honum að komast upp með það í þetta skiptið. Þetta kemur allt í ljós.

Ég hef ekkert verið að blogga neitt um væntanlegan erfingja né þessa meðgönu- finnst það einhvern veginn svo skrítið eitthvað. Er ekki alvega tilbúin í að opna á það á vefnum- hvað þá að búa til svokallaða “bumbusíðu”. Ætla bara að leyfa þeim systkinum/bræðum að vera með sameiginlega heimasíðu þegar þar að kemur. En ég get nú samt sagt ykkur að ég er búin að vera voða dugleg að undirbúa komu þessa gemlings. Búin að kaupa vagn og svona smotterí- enda um engar smáfjárhæðir að ræða og fínt að skipta þessu niður á mánuðina. Er svo komin með vilyrði fyrir nokkrum hluit í láni.

En jæja, það er nóg að gerast annars í lífinu. Skólinn og starfaþjálfunin taka næstum allan tímann minn og jú meðgöngusundið líka. Mér finnst ég ekki gera neitt annað en þessa 3 hluti á hverjum degi. Nú er að ganga í garð ansi krefjandi tími í starfaþjálfuninni þar sem ég þarf aldeilis að taka á honum stóra mínum og sýna hvað í mér býr! Það verður noandi ekkert mál. Nú svo fara belssuð prófin að nálast og öll sú klukkun sem þeim fylgir. En sem betur fer er þetta ekki svo langt tímabil þetta skiptið og svo er mín bara útskrifuðu. Jáhá í júní næstkomandi kveð ég Háskóla Íslands í blii- búin að fá nóg eftir 5 ár og ætla mér ekki að koma aftur næstu 2 eða 3 árin (segi ég núna!)

Enívei- það bíða mín verkefni í stöflum- ætla aðeins að grynnka á honum.

Skellibjallan

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: